Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Side 56

Fréttatíminn - 03.07.2015, Side 56
Helgin 3.-5. júlí 2015 bjór 51 fljótlegt & gott. .. Einfa lt, Bökudeigið frá Wewalka er tilvalið í máltíð á sólríkum degi. Bakan er einnig góð köld og í útileguna. Viltu vinna Ipone 6 eða girnilega gjafakörfu? Settu mynd og uppskrift af uppáhalds réttinum þínum með Wewalka deiginu á fésbókarsíðuna okkar. Þær tíu myndir og uppskriftir sem estum líkar við komast í pottinn og við drögum út 2 vinningshafa þann 20. ágúst nk. Fylgstu með gómsætum uppskriftum á www. facebook/godgaeti. Eftir golftúrinn Sólveig Tegund: Hveitibjór. Styrkleiki: 6% Verð í Vínbúðunum: 495 kr. (330 ml) Spilamennskan þín var svona upp og niður. Þessi rímar vel við því hann er úti um allt; hveitibjór með banana og negul í bragði í bland við sæmilega humlaveislu. Í veiðina Freki Tegund: Öl (Brett IPA). Styrkleiki: 5,5% Verð í Vínbúðunum: 555 kr. (330 ml) Þú vilt kannski fá þér einn og einn á meðan þú hvílir ána eftir mokið. Þessi er flókinn og skemmti- legur og smellpassar á árbakkann. Á útihátíðinni Sumargull Tegund: Lager (Blond). Styrkleiki: 5% Verð í Vínbúðunum: 379 kr. (500 ml) Þessi kemur þér í sumarskapið á útihá- tíðinni – þægilegur en samt ekkert sull. Á ættarmótið Steðji sumarbjór Tegund: Lager. Styrkleiki: 4,5% Verð í Vínbúðunum: 395 kr. (330 ml) Fulli frændinn á ættarmótinu drekkur auðvitað Steðja – eins og hinir. Þetta er fyrsti bjórinn á Íslandi með lime-bragði og hann sker sig svo sannarlega úr – lau- fléttur og minnir kannski helst á Bud Light Lime. Íslenska sumarið er kannski aðeins of kalt fyrir þennan svaladrykk en hann gæti þó passað þegar heitast er í veðri eða þegar þú skellir þér í gufubað. Á heitasta degi sumarsins Víking Lite Lime Tegund: Lager. Styrkleiki: 4,4% Verð í Vínbúð- unum: 299 kr. (330 ml) Að loknu góðu dagsverki í garðinum geta allir notið þessa skemmti- lega hveiti- bjórs sem er svalandi með skemmtilegu berjabragði. Hann fæst þó bara í Fríhöfninni. Í garðvinnunni Einstök Arctic Berry Ale Tegund: Hveitibjór. Styrkleiki: 5,2% Verð í Fríhöfninni: 215 kr. (330 ml) Í saumaklúbbnum Sólbert Tegund: Aldinbjór. Styrkleiki: 4,5% Verð í Vínbúð- unum: 349 kr. (330 ml) Sumarleg og sæt blanda af ávaxtadrykk og bjór sem er fullkomin á mannamót. Og þegar við segjum mannamót erum við auðvitað að tala um kvennamót. Sólbert fæst bæði með sítrus- og brómberjabragði og slær erlendum keppninautum sínum í þessari deild drykkja auðveldlega við.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.