Fréttatíminn - 03.07.2015, Side 68
Krás opnar aftur um helgina
Götumatarmarkaðurinn Krás vakti mikla lukku í Fógetagarðinum í fyrrasumar og
á morgun, laugardag, hefjast leikar á ný. Krás verður opinn næstu níu laugardaga,
eða út ágústmánuð. Krás
verður opnað með pompi
og prakt klukkan 13 á
morgun og mun Samúel Jón
Samúelsson Big Band gefa
tóninn áður en fólk getur
heilsað upp á tólf spenn-
andi veitingabása. Nokkrir
veitingastaðir verða með
bás allar níu helgarnar en
aðrir verða aðeins einu sinni.
Að þessu sinni verður götumatur frá veitingastöðunum Kol, The CooCoo’s Nest,
Walk the Plank, Fredriksen, Momo Ramen, Apótekinu, Móður náttúru, Public House,
Kjallaranum, Austurlandahraðlestinni og Sushivagninum. Þá mun Skúli Craft Bar sjá
um vínveitingarnar. Skipuleggjendur Krásar eru sem fyrr þau Gerður Jónsdóttir og
Ólafur Örn Ólafsson.
Danni sýnir
í Grikklandi
Daníel Þorsteinsson, sem þekktur er
fyrir störf sín með hljómsveitum á borð
við Maus, Sometime og Brim, lætur fjár-
málakreppuna í Grikklandi ekki trufla
sig og tekur þátt í kvikmyndahátíð þar í
landi um helgina. Acid Make-Out, sem er
fyrsta mynd Danna, var valin til sýningar
á Mykonos tvíæringnum. Myndin fjallar
um aðrar víddir, drauma og tímaskyn og
er byggð á bókinni Sex, Drugs Einstein &
Elves eftir Bandaríska vísindamanninn Clif-
ford A. Pickover. Rafdúóið Sometime samdi
tónlistina en meðal leikara í myndinni er
rússneska listakonan Sasha Kellerman,
Barry Paulson, ísraelska vídeólistakonan
Shira Kela, Depinder Kaur og hin umdeilda
Labanna Babalon.
Kalli Olgeirs og fé-
lagar djassa
Jazzdjöflar Kalla Olgeirs troða upp á
Café Rosenberg í kvöld, föstudagskvöld,
klukkan 22. Jazzdjöflarnir eru ný hljóm-
sveit sem leikur gamla söngdansa á borð
við þá sem Frank Sinatra, Louis Armstrong
og Ella Fitzgerald sungu á sinni tíð. Sveitina
skipa Kalli Olgeirs söngvari og píanóleikari,
Snorri Sigurðsson á trompet, Toggi Jóns-
son bassaleikari og Ólafur Hólm leikur á
trommur. Ásamt þeim koma fram söngvar-
arnir Sigga Eyrún og Jógvan Hansen.
TónlisT Herdís sTefánsdóTTir lærir kvikmyndaTónsmíðar við nyU
skemmTanalíf Hinn vinsæli skemmTisTaðUr dolly leggUr Upp laUpana
Jón Gunnar Geirdal opnar nýjan stað í húsnæði Dolly
Það á vissulega að fara af stað með breytingar og það verður gaman að segja frá þeim síðar.
Við leyfum Þuru Stínu og þeim að
kveðja staðinn og svo hefjast fram-
kvæmdir,“ segir Jón Gunnar Geirdal
athafnamaður.
Í gær, fimmtudag, var tilkynnt að
skemmtistaðnum Dolly í Hafnar-
stræti verði lokað um aðra helgi.
Staðurinn hefur verið rekinn í
tæp þrjú ár við miklar vinsældir.
Þura Stína, rekstrarstjóri staðar-
ins, greindi frá lokun hans í hjart-
næmri uppfærslu á Facebook. „Ég
kveð með risastóru brosi á vör,
smá trega en þakklæti um-
fram allt og sé ykkur vonandi
sem flest næstu tvær helgar,“
sagði hún.
Fyrir nokkrum mánuðum
var tilkynnt að Dóra Take-
fusa hefði selt hlut sinn í
staðnum og kaupandi væri
Ásgeir Kolbeinsson, sem
rekið hefur Austur.
Samkvæmt upplýs-
ingum Fréttat ím-
ans hefur Ásgeir þó
verið í eigendahópi
skemmtistaðarins frá upphafi
þó það hafi ekki farið hátt.
Nú verður breyting á og
nýr maður í brúnni er Jón
Gunnar Geirdal.
„Ég og nokkrir góðir
drengir, til að mynda Jón
Þór Gylfason sem rek-
ur Center í Reykja-
nesbæ, opnum
ný jan stað
þarna. Þetta
verður al-
veg ný t t
konsept,“
segir Jón Gunnar.
Hann segir að Ás-
geir Kolbeinsson
verði ekki í þeim
hópi enda hafi hann
nóg á sinni könnu –
umdeildan rekstur
Austurs og Nasa
sem opnað verður
að nýju í haust. -hdm
Jón Gunnar Geirdal
tekur við húsnæði
Dolly í Hafnarstræti
og opnar nýjan
skemmtistað.
Hætti í lögfræði til að
læra kvikmyndatónsmíðar
Herdís Stefánsdóttir lærir kvikmyndatónsmíðar við NYU háskólann og verður fyrsta íslenska
konan til að útskrifast með meistaragráðu í faginu. Hún gaf laganám upp á bátinn til að helga sig
tónlistinni og gefur út plötu með hljómsveit sinni síðar á árinu.
É g elska þetta. Þetta er án gríns það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Her-
dís Stefánsdóttir um meistaranám
sitt í kvikmyndatónsmíðum við
Steinhardt-deildina í NYU. Herdís
hefur lokið fyrra árinu í tveggja ára
námi. Ef að líkum lætur verður hún
fyrsta íslenska konan sem útskrif-
ast með meistarapróf í kvikmynda-
tónsmíðum.
Hvernig atvikaðist það að þú
fórst að læra kvikmyndatónsmíðar?
„Það gerðist bara smátt og smátt.
Ég var í klassískum tónsmíðum í
Listaháskólanum en sóttist mik-
ið eftir því að vinna með öðrum,
dönsurum og leikurum. Ég hef
alltaf elskað kvikmyndir og byrj-
aði reyndar frekar ung að hlusta
á sándtrökk frekar en popptónlist.
En ég hafði aldrei hugsað mér að
það væri hægt að verða kvikmynda-
tónskáld,“ segir Herdís sem skráði
sig í lögfræði eftir að hafa klárað
MR. Hún fann sig ekki í lögfræð-
inni.
„Nei, lögfræðin var ekki minn te-
bolli í lífinu. Ég var í lagadeildinni
í tvö ár en seinna árið var ég bara
að gera músík á fullu og sótti um
í LHÍ og komst inn. Ég var samt
búin með tvo þriðju af BA-gráðunni
þegar fór út í annars konar lög.“
Herdís er 27 ára, alin upp í Vest-
urbænum og bjó um skeið í Svíþjóð
sem barn. Hún fór eins og áður
segir í MR, þá í lögfræði áður en
hún helgaði sig tónlistinni. Eftir að
hafa klárað LHÍ fór hún til Berlínar.
„Ég var í eitt ár að vinna fyrir Egil
Sæbjörnsson og svo var ég búin
að vera að taka að mér lítil verk-
efni áður ég komst inn í þetta nám
í NYU,“ segir hún og það lifnar yfir
henni þegar hún lýsir náminu.
„Þetta er frábært. Að vakna
klukkan níu á mánudegi og fara að
semja tónlist við senu úr Avatar er
magnað. Þetta er mjög krefjandi
nám og ótrúlega flottir kennarar.“
Herdís kveðst ekki vita hvað taki
við að námi loknu en hún býst þó
við því að reyna fyrir sér úti. „Það
stefnir allt í það, ég er þegar byrjuð
að fá nokkur verkefni. Ég býst við
að verða annað hvort í New York
eða jafnvel L.A., það hafa margir
í deildinni minni farið í starfsnám
þangað. Ég held alla vega að ég
komi ekki heim strax, nema ein-
hver vilji ráða mig í vinnu – þá
skoða ég það.“
Þessa dagana er það þó hljóm-
sveitin East of my Youth sem á
allan hug Herdísar. Hljómsveitina
stofnaði hún með Thelmu Marín
Jónsdóttur leikkonu í fyrra. „Við
bjuggum saman í Berlín og vorum
eitthvað að glamra og leika okkur.
Svo fluttum við báðar heim í janúar,
ósáttar og illa búnar fyrir lífið og
héldum áfram að leika okkur uppi í
Listaháskóla. Þá fór þetta að breyt-
ast meira í elektróníska tónlist og
fyrsta lagið, Lemonstars, varð til,“
segir hún.
Eftir að hljómsveitin var bókuð á
Iceland Airwaves var komin pressa
á að semja fleiri lög og Telma heim-
sótti Herdísi til New York. „Við
fengum svo Guðna Einarsson til
liðs við okkur og náðum að gera
frekar þétt sett á fimm dögum sem
ég hafði aflögu í kringum hátíð-
ina. Eftir það urðum við bara hin
heilaga þrenning og höfum verið
að vinna að tónlist í fjarsambandi í
tíu mánuði. Ég í New York, Thelma
á Akureyri og Guðni í Reykjavík.“
Frá því að Herdís kom til lands-
ins í maí hafa þau þrjú unnið stíft
að upptökum á plötu sem þau fjár-
magna í gegnum Karolinafund.
Söfnuninni lýkur einmitt í dag og
síðdegis í gær höfðu safnast ríflega
fjögur þúsund evrur af þeim fimm
þúsund sem stefnt er að.
„Okkur finnst við fyrst núna vera
að byrja sem band. Í sumar förum
við í tveggja vikna ferð til Berlínar
til að spila á tónleikum og við verð-
um svo að spila í Iðnó á menningar-
nótt,“ segir Herdís.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Herdís Stefánsdóttir er 27 ára Vesturbæingur sem nemur kvikmyndatónsmíðar við hinn virta NYU-háskóla í New York. Ljósmynd/Hari
Um er að ræða u.þ.b. 400 ha lands, íbúðarhús, áfast fjós,
fjárhús og hlaða. Vatn á staðnum en ekki rafmagn. Falleg jörð
í sveitarfélagi sem er í mikilli uppbyggingu. Upplagt tækifæri
fyrir rétta aðila. Arður af veiðirétti í Litluá fylgir.
Upplýsingar á vefslóð www.nyibaer.uppsetning.is eða í síma 899 4436
Nýibær í Kelduhverfi til sölu
62 dægurmál Helgin 3.-5. júlí 2015