Saga: missirisrit - 01.12.1927, Blaðsíða 5
SAGA
137.
Svo liÖu árin. Drengurinn óx og dafnaÖi. Brátt
kom i ljós, aÖ hann var bráðgáfaður, og var hann því
snemma settur til menta. En hvort sem hann var við
lærdóm, eða hann lék sér að gullum, þá sá hann alt af
við og við hið hræmulega andlit “mannsins á gluggan-
um” —og það einmitt, þegar hæst stóð hófið og gleð-
in og ánægjan var efst á baugi. Og í hvert sinn, þá
er hann vildi keppa við þann, sem hæstur var í hans
bekk í skólanum, þá sá hann þar líka “manninn á
glugganum,”og misti um leið allan kjark og varð
lægstur allra bekkjar-bræðra sinna. Og eins var það
í hvert skifti, er hann freistaði að renna skeið við ein-
hvern, að þá sá hann “manninn á glugganum” standa
við skeiðs-enda og gafst því upp á miðri leiS. — Og
þannig fór um þátttöku drengsins í hvaða leik sem
var, og í hverju sem var: hann bar þar æfinlega skarð-
an hlut, sökum þess að hann sá “manninn á gluggan-
um” standa álengdar, þegar mest þurfti á að herða, og
])á félst honum hugur og þrek.
Og drengurinn óx og dafnaði meS degi hverjum.
Hann varð að lokum fullorðinn, og allir sögðu að hann
væri allra manna fríðastur sýnum og mesta afarmenni
að allri karlmensku, og þar að auki manna vitrastur og
lærðastur. En sjálfum fanst honum hann alt af vera
lítill, hugdeigur drenghnokki.
“Þú ert afbragð annara manna,” sögðu vinir hans;
“og nú er það skylda þín, að láta landið þitt og kóng-
inn þinn njóta góðs af hinum fjölmörgu hæfileikum
þínum. Farðu strax á fund konungsins og bjóddu
honum þjónustu þína..”