Saga: missirisrit - 01.12.1927, Blaðsíða 48
180
S A G A
fyrir, og þetta var ekki þeirra hús lengur. Gömlu kon-
urnar kvöddu meö kossi, en karlarnir þrýstu handabandi.
En enginn kom aftur, Höllu til sárustu gremju.
13.
Ef hún heföi veriö oröin aumingi, þá heföi Halla
ekki fundið eins sárt til þessa, því þegar heilsan dvínar,
hverfur flestum framkvæmdalöngunin aö mestu. En hún
var hraust eftir aldri. og þegar sorgar-sljóvleikinn var
að mestu horfinn, gat hún ekki annað en sáriörast eftir
að hafa 'látið öll ráðin úr sinni hendi, og gefið burtu
húsið sitt og allar eigurnar. Hún fann að hún hefði
sem bezt getað haft menn í fæði eða leigt fólki herbergi,
og hvorutveggja með hjálp, og gleymt missi sínum og
einstæöi miklu ibetur í starfinu og stjórninni, en í þessari
dauöans kyrstöðu, sem grúfði sig yfir hana eins og sólar-
laust skammdegi. Þá hefði hún getað haldiö áfram að
vera veitandi og gera öðrum greiða, í stað þess aö nú var
engu líkara en væri hún orðin þurfandi vesalingur í
fyrsta sinni á æfinni. En það var um seinan að sjá.
14.
Henni fanst stundum sem það væri ómögulegt að hún
ætti lengur heima í húsinu sínu. Hún hafði aldrei fund-
ið neitt sárt til þess að vera útlendingur, fyrri en í ell-
inni. Þá finna foreldrarnir fyrst að börnin hafa alt af
verið að vaxa frá þeim. íslenzk elli og æska standa and-
spænis hvor annari eins og tveir útlendingar. Hvorug
skilur hina, og lifa sitt í hvorum heimi, þótt báðar búi
undir sama þaki. Það var næstum ekkert sameiginlegt.
sem hún gat fundið með gömlu kynslóðinni og þeirri
nýju. Börn hjónanna töluðu eingöngu ensku saman, en
skildu þó íslenzku og böbluðu hana bjagaða við ömmu
sina. Og Skúli og kona hans töluðu mest ensku sín á
milli. Einu sinni var elzti drengurinn að ólmast uppi í