Saga: missirisrit - 01.12.1927, Blaðsíða 98
S A G A
230
kirkjugaröi. Kom þar upp mikið af beinum, eins og al-
títt var í gömlum kirkjugöröum. Þar á meöal var mikið
af ístrukögglum smáum og stórum. Smiöurinn tók einn
ístrumolann og stakk í vasa sinn, svo aörir sáu ekki. Þeg-
ar hann kom heim um kvöldiö, gekk hann vandlega frá
molanum.
Um nóttina dreymdi hann, aö til bans kom kona, stór
og höfðingleg, í fornaldarbúningi. Hún var ákaflega
holdug. Hún kastaði á hann kveöju, og bað hann að
skila aftur ístrumolanum, sem hann heföi rænt frá sér í
dag. Smiðurinn færðist undan því, og sagöi að molinn
væri sér nauösynlegur, enda sýndist sér aö hún eiga nóg
af slíkum. Konan þagði við um stund, en mælti svo með
þjóstri nokkrum: “Hefðirðu þekt mig hér í heimi, þá
mundirðu hafa sagt, að eg hefði einhvern tíma séð af því
sem stærra var. Það er bezt þú hafir molann.”
Að svo mæltu sneri hún snúðugt frá honum og fór
út. En um leið sá hann að dálítinn köggul vantaði aftan
á aðra mjöðmina á henni: þar þóttist hann vita að kögg-
ullinn hefði átt heima. Smiðurinn naut molans vel, og
dreymdi konuna aldrei síðan.
FRÁ NÍELSI SKÁLDA.
Eftir Jóhann Örn Jónsson. (1927)
Nokkrir löngu liönir íslendingar, sem hvorki hafa
lyfzt til virðingar n.é valda rísa enn sem vitar við minja-
hafið mikla, sveipaðir æfintýralégri töfrahulu. — Einn af
þeim var Niels Jónsson skáldi, sem andaðist í Selhólum
(nú í eyði) í Gönguskörðum fyrir 70 vetrum.
Það er skaði að eigi hefir verið skráð æfisaga hans,
nema í lítilsháttar brotum, er finna má í þessa árs Alm.