Saga: missirisrit - 01.12.1927, Blaðsíða 17
S A G A
149
unduS. Fred dansaöi líka ágætlega. Bar sig eins og
fæddur herramaður, en brokkaði ekki um gólfið eiiis og
hastur, skaflajárnaöur hestur, eins og sumum ljóshæröu
piltunum hætti viö aö gera, þegar þeir völsuöu um díans-
salinn.
Löngu áöur en dansinn hætti, haföi hann boöiö henni
aö fylgja henni heim, og hún þáö þaö. Þótt einhver
varúö inst í sál hennar heföi viljaö neita, þá stóö hún
máttlaus andspænís biöjandi augum hans, sem brendu sig
inn í sál hennar meö ómótstæöilegu afli.
Henni fanst hann að vísu óvanalega ástleitinn, þegar
hann dansaöi viö hana, en honum fór það svo vel, og
hann geröi þaö með þeirri leikni og lægni, að henni var
algerlega ómögulegt að reiðast honum. Og 'þegar hann
horföi inn í augu hennar, gat hún ekkert hugsað. Það
var þaö skrítnasta. Þaö var eins og hann tæki huga henn-
ar burtu og fylti óskipað rúm hans með tryldu tilfinn-
ingamagni, sem blossaöi um hana aMa og brann í taug-
unum.
Þótti henni vænt um hann? Hún vissi það ekki.
Mundi hann elska hana? Hún gat ekki svarað því. Hann
haföi leitt hana alla leiö heim á þann hátt að hún hvíldi
aö hálfu leyti í faðmi hans, án 'þess aö hún mælti eitt orö
á móti því. Og henni bafði liðið bremiandi vel. Hún
gat ekki hugsaö og reyndi það ekki. Önnur sterkari öfl
réðu.
Mundi hann kveðja hana við huröina, með þéttu.
löngu handabandi? Eða kyssa hana? Nei, ekki ’kyssa
hana. Þaö mátti ekki ske. Og þó hafði hún óljósan grun
um að hún hefði ekki mátt til aö hind’ra þaö, né losa sig
úr faömi hans ef hann spenti hana örmum. Hélt hann
ekki einmitt núna hendinni utan um hana? Hún fann til
þess með sælublandinni hræðslu, að hún var algerlega á