Saga: missirisrit - 01.12.1927, Blaðsíða 13
S AGA
145
jafn stórir þegar heim var haldið, því einhver tómhenti
pilturinn haföi þá fengiö loforð einhverrar stúlkunnar til
samfylgdar af dansinum, og “'sá hana heim,’’ eins og ís-
lendingar í Winnipeg kalla þaS.
íslenzka stúlkan, Día Norberg, var ekki einsömul á
gangi þess'a yndisbliSu vomótt. Hún hafSi fariS á dans-
inn meS þremur stallsystrum sínum og kynst Mr. Fred
Hall sérstaklega vel á dansinum, og nú var hann aS fylgja
henni heim til sin, þangaS sem hún leigSi í einlyftu húsi
vestur á Sléttunum, semi nú eru löngu settar strætum og
húsaröSum. Ein af stallsystrum hennar hafSi hlotiS ann-
an fylgdarmann, en hinar tvær urSu víst aS fara heim
eins og þær komu.
HörSur dreypti á bjórnum og þagnaSi andtak. Mér
hafSi orSiS litiS framan í FriSbjörn Hallgrímsson þegar
sögumaSur nefndi nafn stúlkunnar og mannsins, og séS
hann skifta litum eitt augnablik, og horfa hvast á HörS.
Svo var sem hann kinkaSi kol'li viS sjálfan sig, en sögu-
maSur hélt áfram.
Þetta var annaS áriS, sem Día dvaldi i Canada. Hún
kunni því lítiS í ensku enn þá, en bjargaSist þó vel af
meS þaS litla sem hún kunni. En hún dansaSi svo vel og
kom svo ágætlega fyrir sjónir, aS allir karlmennirnir
vildu vitlausir viS hana dansa, svo færri fengu en þráSu.
Hún var líka alt af á fartinni og 'þótti þaS víst ekki held-
ur ónýtt.
Día var tvítug aS aldri og mesta blómarós. Hún
hafSi fariS frá íslandi skömmu eftir dauSa móSur sinnar,
sem hún hafSi ait af dvaliS hjá.
MóSir hennar hafSi ekki veriS gift, en eignast Diu í
fárra mínútna gáleysi, eins og hún sjálf komst aS orSi,
og var faSiriim norskur skipstjóri, sem rak síldarveiSar
viS íslandsstrendur einn sumartínm. Fyrr eSa síSar hafSi