Saga: missirisrit - 01.12.1927, Blaðsíða 23
S A G A 155
‘'Ó-nei, því miöur ekki. En þetta er tilvalin skáld-
saga,” mælti hann og kýmdi einkennilega.
“Skáldsaga!” át Höröur eftir honum, hrópandi og
undrandi, og eg sá strax að honum þótti. “ÞaS þykir
mér þó fjandi hart, þar sem eg var í sama húsinu og
stúlkan, og konan, sem hún var hjá, var móðir mín!”
bætti hann viö.
“Eg átti meö þessu viS verndargripinn,” svaraSi FriS-
björn hægur.
‘Nú—þú þykist vita rnikiS, laxi! En viS móSir mín
og eg, og sumir fleiri, sem þessu voru kunnugir, hugsa eg
þó að viti betur. Og þetta er líka í fyrsta skifti, þegar
eg hefi sagt sögu, sem eg hefi veriS vændur um lýgi,”
mælti HörSur og var ýgldur á brúnina.
“ ‘Einu sinni verSur alt fyrst’, stetidur þar. Og þetta
er máské í fyrsta skifti líka, sem þú 'segir sögu um mann,
sem sjálfur er viSstaddur og hlýSir á,” svaraSi FriSbiörn
hálf-brosandi, en þó meS hálfkæringi. ,
Rúti brá ekkert, en eg starSi forviSa á FriSbjörn, og
HörSur bókstaflega glápti á hann gapandi af undrun.
Loksins stundi HörSur upp:
“Ertu aS reyna að gera gabb aS mér, eSa, eSa ertu
kannské? — Nei, þaS er ómögulegt.”
“ ‘Og víst er þaS iskrítiS en samt er þaS satt,’ ” söng
FriSbjörn kýminn. “Jú, þaS er mögulegt. Eg er Fred
Hall. hrappurinn og flagarinn, sem þú varst að lýsa áSan.
Og þaS sem bezt er, iDía er konan mín, eins og hann
Rútur þarna veit. Og hann veit líka aS eg kallaSi mig
Fred Hall þegar eg var strákur suSur í Bandaríkjum, og
hér um bil alveg búinn aS týna niSur islenzkunni, sem
blessuS konan mín hefir bezt kent mér síSan.”
HörSur varS aS engu í stólnum. Hann sökk ofan í
hann. Og meSan FriSbjörn talaSi, sýndist mér hann vera