Saga: missirisrit - 01.12.1927, Blaðsíða 109
S AGA '
241
FLÝÐI AF HÓLMI.
Hún var komin til ára sinna, og var ein þeirra £Ö,u, sem
aldrei toafði verið almennilega kreist um dagana, og nú stðð
innbrotsþjófurinn yfir henni, segjandi:
“Eg skal kreista þig i sundur, ef þú rekur upp hljðð.”
"Eg vona þú meinir þiað sem þú segir, en -sért ekki að
gera að gamni þínu við mig ein® og Ihinir,” svaraði hún
brosandi, og gekk til hians með útbreiddan faðminn, syngj-
andi:
“Armana þina
utan um mín-a,
ástin hún spriklar---------”
M-e-ira heyrði innbrotsþjófurinn ekki. Hann flúði.
BALFOUR A ÍRLANDI.
í Ðublin er saga þessi sögð um Balfour og nafnkendan
Irska.n biskup, sem var ættjarðarvinur mikill. Menn, þessir
mætt-ust i veizlu og er mælt að Balfour hafi sagt við bilskup,
er þeir ræddu saman:
“En þrátt fyrir alt ímynda eg mér þó að blöðin geri
meira veður úr þessu en fólkið sjálft. Haldið þér' nú a.ð
fólkinu á írlandi sé I raun og veru illa við mig?”
“Æj, Mr. Balfour,” svaraði biskupinn, “ef Irar toötuðu
djöfulinn, að eins helming þess,, sem þeir hata yður, þá
væri engin þörf fyri-r stiarf mitt lengur.”
HUGGUNIN.
Gömul kona, sem oft hafði kvartað undan karlinum sín-
um við hagmælta nágrannakonu sína, kom eitt sinn sem
oftar til hennar, og var þá að fárast um að nú væri'Hón
sinn búinn að vena lengi veikur, og ekki viissi hún hvað
hún ætti við sig að gera, e-f hann færi nú að kveðja heiminn.
og bar sig illa. pá kastaði Ihagmælta konan fram huggunar-
stöku þessari:
Meðan á'Stu mál og sjón
muntu ekki í hraki.
Guð þér annan gefur Jón,
þó gnefillinn þennan taki.