Saga: missirisrit - 01.12.1927, Blaðsíða 91
íslenzkar þjóðsagnir.
KATRÍN GAMLA.
Á uppvaxtarárum mínum á Sléttu í Fljótum, var til
heimilis hjá foreldrum mínum kerling ein Katrín að
nafni, Halldórsdóttir. Hún var a'ð rnörgu einkennileg í
háttum, og öðruvísi en fóík er flest. Eg var of ungur
þegar við vorum samvistum til að veita eftirtekt ýmsu
einkennilegu í fari kerlingar. Þó sannfærðist eg um að
henni vitraSist fleira en flestum, sem eg hefi kynst á æf-
inni. Hún þóttist oft sjá dauSra manna svipi, og fleira
sem flestum er faliS sýn. ÞaS kom oft fyrir, aS hún
aS morgni, sagði hvaSa gestir kærnu þann dag, og gekk
þaS oft eftir. Katrín giftist aldrei, en var þó ekki mev-
kerling. HafSi hún eignast dóttur þegar hún var á létt-
asta skeiSi lífsins, en hún misti hana á barnsaldri. Hún
var dýravinur mikill, og gat ekki séS skepnu aflífaSa.
Einnig var hún mjög ibarngóS, og sagSi mér stundum
mikiS af aefintýra-, álfa- og útilegumannasögum, en
draugasögur vildi hún aldrei segja mér. því slíkar sögur
væru ekki fyrir börn.
Oft kom þaS fyrir, einkum í skammdeginu á vetrum,
aS hún snerti varla matinn, sem henni var skamtaöur aS
deginum. Geymdi hún hann til næstu nætur, og sat þá
stundum hálfa nóttina og gæddi sér á dagsfóðrinu. Raus-
aSi hún þá mikiS viS sjálfa sig og þuldi vers1 og bænir.
Katrín var nægjusöm, og gerSi litlar kröfur til lífsins.
Mun hún stundum ekki hafa setiS viS allsnægtaborS í
lifinu, eins og fleiri á þeim árum, sem eyddu æfinni í
misjöfnum vistum. ÞaS eina, sem hún brúkaSi í óhófi
var neftóbak, og ef hún hafði þaS ekki, varS hún viti