Saga: missirisrit - 01.12.1927, Blaðsíða 115
S A G A
247
inni strax. Eg' er forviöa aö þú skulir hafa unnrð svona
lengi hjá okkur og vita ekki betur en gera þetta. Varaðu
þig að gera ekki svona axarsköft í framtíðinni.” Og að
svo mæltu strunsaði Hvítur burtu.
En það átti ekki úr aö aka fyrir Jósef aumingjanum.
Sannleikurinn sagna verstur var að ein-s byrjaður en
ekki entur. Gömul kona kom upp aö búðarborðinu og
mælti: ‘‘Láttu mig sjá einhvern góðan og ódýran ullar-
dúk, líkan þeim sem á er markað úti í glugganumi—,
‘Velstau, alull, 11 pence og 3 forthing meterinn’ ” Jósef
óskaði af öllu hjarta að kerlingin færi ekki að spyrja
sig út úr vöru-fræðunum, um leið og hann lagði stóran
stranga á borðið fyrir framan hana, en honum varð ekk?
kápan úr því klæðinu. “Er þetta það sama og er úti í
glugganum?” “Alveg sama efni.” “Er það Velstau?”
“N-e-ei, frú mín, ekki er það.” “Svo? En þó stendur
það svart á hvitu í glugganum! Samt sem áður finst
mér það nú ekki vera svo slæmt. Og það er alull?” “Nei.
frú, það er svolítið af bómull í því.” “H'vað ! Bómull
í því ? Og þó er það rnerkt ‘alull’ úti í glugganum! Þ vi
eruð þið að skrökva í glugganum? En svei því korninu
sem miér finst þó þetta ekki vera góður ullardúkur, og
cdýr eftir verði, 'það er að segja ef hann hleypur ekkf
voðalega. Heldurðu að hann geri það?” “Já, frú mtn,
mjög il'la.” “Svo! Hvernig veistu það?” “Sökum þess
hún frænka mín kevnti væna bót af því handa sjálfri sér,
og það hljóp svo voðalega, að hún sagði það væri að eins
brúklegt til að þvo nteð því gólfið.” “La! Segðu ekki
lengur. En það var samt drengilegt af bér að segja mér
þetta, því annars hefði eg glæpst á því,” mælti aldraða
konan og bjóst til brotteöngu. “Eg get sýnt þér ágæta
alullar-Velsdúka, sem að vísu kosta meira, en hlaupa
mjög lítið,” sagði ungi maðurinn og reyndi að stöðva