Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 6
www.betrabak.is Leggur grunn að góðum degi Verð dýnu Verð dýnu og Classic- Tegund Stærð aðeins botni aðeins GoldMattress 100x200 69.900 kr. 104.900 kr. GoldMattress 120x200 79.900 kr. 119.900 kr. GoldMattress 140x200 89.900 kr. 139.900 kr. GoldMattress 160x200 99.900 kr. 152.900 kr. GoldMattress 180x200 109.900 kr. 164.900 kr. Frábært verð! GOLD heilsurúm Komdu og upplifðu þægindin! GAFL SELDUR SÉR C&J Gold heilsudýna 5 svæða skipt yfirdýna. Laserskorið Conforma Foam heilsu- og hægindalag tryggir réttan stuðning við neðra mjóbak og mýkir axlasvæði. Vandað pokagormakerfi. Minni hreyfing betri aðlögun. Vandaðar kantstyrkingar. Slitsterkt og mjúkt bómullaráklæði. Þykkt 29 cm. Endurbættur og aðgengi- legri vefur Fréttatímans – frettatiminn.is – er auðveldur aflestrar á snjallsímum og öðrum snjall- tækjum. F réttatíminn fagnaði í gær fimm ára afmæli en blaðið hóf göngu sína 1. október 2010. Óhætt er að segja að lesendur og auglýsendur hafi frá fyrsta degi tekið blaðinu fagnandi en það er í al­ dreifingu á höfuðborgarsvæðinu, víðtækri dreifingu á Akureyri og auk þess fáanlegt í stórmörkuðum, bensínstöðvum og víðar um land allt. Nú, fimm árum síðar, hefur blaðið náð öruggri fótfestu á blaðamark­ aði. „Við njótum trausts lesenda sem taka Fréttatímanum sem aufúsugesti á heim­ ilum sínum á föstudagsmorgnum, en í blaðinu er að finna fréttir, vandaðar frétta­ skýringar, stór og smá viðtöl við áhuga­ vert fólk, viðamikla menningarumfjöllun, afþreyingarefni, blaðauka og sérblöð af ýmsu tagi, auk annars efnis sem unnið er af þrautreyndum blaðamönnum,“ segir Jónas Haraldsson, ritstjóri Fréttatímans. Hann bætir því við að líftími blaðsins sé langur, mælingar sýni mikinn lestur á laugardögum og sunnudögum, fyrir utan útkomudaginn sjálfan á föstudögum, að sjálfsögðu. „Við fögnum þessum áhuga og trygg­ lyndi lesenda um leið og við þökkum þá samleið sem við höfum átt undanfarin fimm ár og lítum björtum augum til fram­ tíðarinnar, þar sem gott blað verður gert betra um leið og aukin áhersla verður lögð á vef blaðsins, frettatiminn.is, samhliða blaðinu. Vefurinn er nú kynntur breyttur og bættur í tilefni af fimm ára afmælisins. Þar hafa lesendur, hvar sem er og hvenær sem er, aðgang að blaðinu í heild og ýms­ um efnisþáttum þess, auk þess sem vefur­ inn er uppfærður reglulega,“ segir Jónas. Þegar Fréttatíminn fagnaði ársafmæli sagði Teitur Jónasson, framkvæmdastjóri Morgundags, útgáfufélags Fréttatímans, að vissa hefði legið fyrir því, þegar af stað var farið með blaðið, að rík þörf væri fyrir nýtt helgarblað í frídreifingu. Við­ tökur lesenda, og ekki síður auglýsenda, sýndu að það var rétt. Fjölbreytni á aug­ lýsingamarkaði jókst sem var allra hagur. Árangur þeirra ára sem síðan eru liðin hefur enn frekar stutt þetta. Allar útgáfu­ áætlanir stóðust í upphafi og undanfarin ár hefur Fréttatíminn verið rekinn með hagnaði, sem er forsenda þess að hægt sé að þjónusta lesendur og auglýsendur af þrótti. „Fréttatíminn horfir til þess að auka áherslu á stafræna miðlun, bæði á vefnum og í snjalltækjum, auk þess sem mikil áhersla verður lögð á framleiðslu efnis fyrir auglýsendur,“ segir Teitur. „Styrkur Fréttatímans er fólginn í gríð­ arlegum lestri og mikilli dreifingu blaðs­ ins, segir Valdimar Birgisson, auglýsinga­ stjóri og stjórnarformaður Morgundags. Kannanir sýna mikinn lestur blaðsins og má sem dæmi nefna að tveir þriðju kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa blaðið reglu­ lega. Auglýsendur fundu strax að með svo víðlesnu helgarblaði var kominn auglýs­ ingavettvangur sem veitti hinum stærstu á fjölmiðlamarkaði verðuga samkeppni. Þann vettvang hafa þeir nýtt sér enda hafa auglýsingar í Fréttatímanum skilað aug­ lýsendum miklum árangri. Fáir fjölmiðlar ná til eins mikils fjölda á einum og sama tíma og Fréttatíminn. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  Fjölmiðlar aðgengilegri veFur: Frettatiminn.is Nýtt og ferskt útlit á vef Fréttatímans Vefur Fréttatímans, fretta­ timinn.is, hefur tekið stakka­ skiptum. Nýtt og ferskt útlit hans er kynnt nú í tengslum við fimm ára afmæli blaðsins. Vefurinn er til muna aðgengi­ legri og myndrænni en áður. Þar geta lesendur, hvar sem þeir eru staddir og hvenær sem er, kynnt sér allt efni og auglýs­ ingar Fréttatímans. Þess utan er helsta efni blaðsins birt sér­ staklega, auk þess sem vefurinn er uppfærður reglulega. Þá nýta auglýsendur vefinn, hvort heldur er í tengslum við blaðið eða ein­ göngu á vefnum. Við endurhönnun á vefnum var þess gætt sérstaklega að hann hentaði skjám snallsíma og allra annarra snjalltækja. Þess vegna geta lesendur nýtt sér þann tíma sem þeim hentar til lesturs þegar færi gefst í dagsins önn. Einkunnarorð blaðs og vefs eiga því enn betur við en áður: Fréttatíminn – þinn tími. Andri Sigurðsson hjá Vefstof­ unni annaðist breytingar á útliti vefsins.  Fjölmiðlar Fréttatíminn Fagnar Fimm ára aFmæli Víðlesinn aufúsugestur á heimilum fólks Lesendur og auglýsendur hafi frá fyrsta degi tekið Fréttatím- anum fagnandi en blaðið er í aldreifingu á höfuðborgar- svæðinu, víð- tækri dreifingu á Akureyri og auk þess fáanlegt í stórmörkuðum, bensínstöðvum og víðar um land allt. Starfsmenn Fréttatímans fögnuðu fimm ára afmæli blaðsins í gær, fimmtudag, með veglegri tertu. 6 fréttir Helgin 2.-4. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.