Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 34
Miðað við það sem ég hef séð til hennar þá myndi ég sennilega ekki greina hana með einhverfu, en ég myndi kannast við mörg einkenni fólks á ein- hverfurófi hjá henni. S aga Norén er mætt til leiks á ný í þriðju þáttaröð sænsk/ danska framhaldsþáttarins Brúin. Þessi nýstárlega aðalpersóna í sakamálaþætti hefur á undraverðan hátt smogið inn í hjörtu áhorfenda víða um lönd og þótt hún sé auðvitað í aðalatriðum gjörsam- lega óþolandi elskum við hana öll og stöndum með henni í gegnum þykkt og þunnt – jafnvel það að kæra besta vin sinn fyrir morð – og fáar, ef nokkrar, persónur sjónvarpsþátta hafa fengið um sig annan eins aragrúa af umfjöllunum í fjölmiðlum. Það hafa meira að segja verið kallaðir til hátt settir sérfræðingar í einhverfu til að greina hana. Einhvers staðar í ferlinu ákváðu áhorfendur að frumkvæði fjölmiðla að það sem gerði Sögu eins sérstaka og raun ber vitni væri að hún væri með As- berger-heilkenni, en handritshöfundur- inn Hans Rosenfeldt segir þá greiningu aldrei hafa komið fram í þáttunum. Hann bætir því við að hann og meðhöf- undar hans hafi viljandi sneitt hjá því að skella á hana greiningu þar sem það hefði valdið endalausum spekúlasjónum um hvort manneskja með þá greiningu myndi hegða sér svona eða hinsegin. Þessi varnagli handritshöfundanna hefur þó ekki komið í veg fyrir það að fjölmiðlar kölluðu til sérfræðinga til að ræða trúverðugleika persónunnar. Sjálft BBC leitaði álits Evu Loth, sérfræðings hjá sálfræðideild King’s College í Lond- on, og spurði hana hvernig hún myndi greina Sögu ef hún leitaði til hennar. Að sérfræðinga hætti kom Dr. Loth sér hjá því að svara beint, en staðfesti að Saga hefði mörg einkenni einhverfu og hún myndi sennilega greina hana nálægt því rófi. Hún segir persónuna hafa ýmis ein- kenni einhverfu, til dæmis eigi hún erf- itt með að skilja grín og kaldhæðni, og hún sé líka pínlega hreinskilin án þess að gera sér grein fyrir hvaða áhrif það hafi á tilfinningar annarra. Hins vegar hafi hún ekki ýmis önnur einkenni eins og til dæmis þörfina fyrir að halda sig við ákveðna rútínu og bregða ekki út af henni. „Miðað við það sem ég hef séð til hennar þá myndi ég sennilega ekki greina hana með einhverfu, en ég myndi kannast við mörg einkenni fólks á ein- hverfurófi hjá henni,“ segir Dr. Loth. Forsvarskona The National Autistic Society í Bretlandi, Robyn Steward, sem sjálf er greind með Asperger-heil- kenni, segist í sömu grein á vefsíðu BBC kannast við marga þá erfiðleika sem Saga lendir í í samskiptum við aðra, einkum fullkomið hæfileikaleysi hennar til þess að ljúga. „Fólk með þetta heilkenni verður að læra að búa til litlar hvítar lygar,“ segir hún. „Saga er að reyna að læra það, en hún ekki sérlega lagin við það.“ Hvað sem nákvæmum greiningum líður eru þær Loth og Steward sam- mála um að persóna Sögu sé góð viðbót við sjónvarpskarakteraflóruna, einkum sé það jákvætt fyrir konur á einhverf- urófi að sjá að það er hægt að komast langt þrátt fyrir slíkar greiningar, því þótt þeim gangi vel í atvinnulífinu séu þær oft látnar finna fyrir því að þær séu öðruvísi og eigi ekki að gera sér of mikl- ar væntingar. „Skilaboðin sem þær fá frá samfélaginu geta verið mjög neikvæð og þær eru oft mjög einmana,“ segir Steward. „Og Saga er góð fyrirmynd fyrir konur sem eru öðruvísi en aðrar og einkum þær sem eru á einhverfuróf- inu. Þær geta samsamað sig henni og hennar aðstæðum.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Hvort sem Saga Norén er einhverf eða ekki er hún ein umtalaðasta persóna í sjónvarpsþáttum samtímans. Er Saga Norén einhverf? Lögreglukonan Saga Norén í Brúnni hefur fengið þá greiningu fjölmiðla og áhorfenda að hún sé með Asperger-heilkenni. Handritshöfundur segist þó aldrei hafa skrifað neina greiningu á einkennum hennar inn í handritið og sérfræðingur í einhverfurófi segist ekki myndu greina hana með einhverfu. 119.900 kr.Frá: Ferðatímabil: 6-9. nóvember 2015. Verð á mann miðað við 2 saman í herbergi. Innifalið er flug, gisting í 3 nætur, morgunmatur, rútur, íslensk fararstjórn og miði á leikinn. www.gaman.is gaman@gaman.is Sími 560 2000 FÓTBOLTI ARSENAL – TOTTENHAM LAUGAVEGI GLERÁRTORGI LINDESIGN.IS Þú gleymir ekki tilfinningunni 12.980 140x200 KRÍUVARP Verð á mann miðað við 2 saman í tvíbýli. Ferðatímabil: 12.- 19. janúar 2016. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með morgunverði og 20 kg taska báðar leiðir. TENERIFE IBEROSTAR TORVISCAS PLAYA **** www.gaman.is gaman@gaman.is Sími 560 2000 112.500 kr.Frá: 34 sjónvarp Helgin 2.-4. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.