Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 82
Hljómsveitin Dúndurfréttir fagn- ar 20 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni heldur sveitin tónleika víðsvegar um landið í október og nóvember. Dúndurfréttir hafa hald- ið fjölda tónleika á síðustu 20 árum og fara þeir fremstir í flokki þeirra sem flytja rokk gömlu meistaranna í Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple og fleiri. Dúndurfréttir hafa flutt verk eins og The Wall og Dark Side Of The Moon í Eldborgarsal Hörpu og í Laugardalshöll, sem og ýmis önnur klassísk verk um allt land. Á tónleikaferðalaginu í októ- ber taka verða perlur gömlu meist- arana á efnisskránni og úr ýmsum áttum. Tónleikaröðin hefst í kvöld, föstu- dagskvöld, í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Aðrir tónleikar í október og nóvem- ber verða 15. október í Hljómahöll- inni í Reykjanesbæ, 16. október í Bíóhöllinni Akranesi, 23. október á Græna hattinum, 24. október í Vala- skjálf á Egilsstöðum, 6. nóvember í Hlégarði Mosfellsbæ og 7. nóvem- ber í Hvíta húsinu á Selfossi. Dúnd- urfréttir enda svo tónleikaferðina með tónleikum í Nuuk á Grænlandi þann 14. nóvember. Allar nánari upplýsingar um tíma- setningar og miðasölu má finna á Facebooksíðu sveitarinnar. -hf Bergur Þór Ingólfsson og Kristjana Stefánsdóttir í hlutverkum sínum í Sókratesi.  TónlisT HljómsveiTin DúnDurfréTTir 20 ára Ferðast um landið og enda í Nuuk  leikHús síðasTi Dagurinn í lífi sókraTesar í BorgarleikHúsinu s ókrates er í leikstjórn Rafael Bian-ciotto með Bergi Þór Ingólfssyni sem semur verkið ásamt Kristjönu Stefánsdóttur. Bianciotto leikstýrði einnig Dauðasyndunum sem trúðarnir settu upp árið 2009 og hlaut verkið sex tilnefningar til Grímunnar það árið. „Sagan er byggð á síðasta deginum í lífi Sókratesar, sem Plató skrifaði,“ segir Kristjana. „Þetta er trúðaópera og það sem Plató skrifaði í sínu heimspekiriti fjallar bara um karlmenn. Einu konurnar sem minnst er á eru eiginkona Sókratesar sem er lýst sem einhverju leiðinda skassi, og svo bregður fyrir flautustúlku sem spilar í einhverju partíi en er rekin inn í eldhús,“ segir hún. „Við segjum sögu Sókratesar frá sjónarhorni þessara kvenna, og fáum þeirra hlið á málinu. Sögurnar sem hafa ekki verið sagðar. Svo fær einn af þremur sonum Sókratesar líka smá rödd í þessu verki,“ segir Kristjana, en hún og Bergur leika einnig í sýningunni ásamt þeim Kristínu Þóru Haraldsdóttur og Maríönnu Clöru Lúthersdóttur. Kristjana semur einnig tónlistina. „Við erum í rauninni ekki að fjalla um Sókrates eins og aðrir hafa lesið um hann,“ segir hún. „Við erum að fókusera á allt það sem er að gerast í kringum hann þennan síðasta dag í lífi hans. Hann er dæmdur til dauða fyrir það að spilla æskulýðnum og þarf að drekka eitur, sem hann gerir. Hann ákveður að standa með sjálfum sér og sið- fræðinni. Hann trúði því að maður gæti æft dyggðirnar og æft okkur í því að vera góðar manneskjur,“ segir Kristjana. „Hann var stórmerkilegur karl. Það er í rauninni endalaus brunnur hvað maður getur gert með þessu trúðaformi,“ segir hún. „Við æfum sýninguna eins og mjög dramatíska óperu og um leið og nefin eru komin þá fáum við alla þessa barnslegu, einföldu og filterslausu nálgun. Þá er alltaf hægt að fara lengra með alla hluti. Verkið er búið að vera á teikniborðinu síðan um áramót og þetta var einhver gamall kláði hjá Bergi að gera þetta,“ segir hún. „Þegar maður vill byrja að fræðast um hluti, þá er besta ráðið að byrja að skrifa um þá. Þetta er 101 í heimspeki,“ segir Kristjana Stefánsdóttir, söngkona og trúðaleikkona. „Það er aldrei að vita nema maður fari að leika eitthvað án þess að vera með nef en þetta er bara svo skemmtilegt.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Trúðaóperan Sókrates eftir þau Berg Þór Ingólfsson og Kristjönu Stefánsdóttur, var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær, fimmtudag. Trúðar Borgarleikhússins hafa sett upp sýningarnar um Jesú litla og Dauðasyndirnar og í þetta sinn tækla þeir heimspekina og taka Sókrates sér til fyrirmyndar og spyrja og spyrja og spyrja þangað til við komumst að minnsta kosti skrefi nær því að vita um hvað við getum verið sammála um í heiminum. Kristjana Stefánsdóttir segir möguleikana endalausa um leið og nefið er sett upp. Trúðanefið opnar allar dyr Einu konurnar sem minnst er á eru eigin- kona Sókra- tesar sem er lýst sem ein- hverju leiðinda skassi, og svo bregður fyrir flautustúlku sem spilar í einhverju partíi en er rekin inn í eld- hús. LOKAHELGI! Ef keypt er fyrir 6.000 kr. eða meira fylgir gjöf OPIÐ ALLA HELGINA kl. 10–19 RISALAGERSALA á Fiskislóð 39 Allt að 90% afsláttur Yfir 4000 titlar frá öllum helstu útgefendum landsins! Gjafir fyrir öll tækifæri! LOKAHELGI! 109.900 kr.Frá: Ferðatímabil: 15-17. apríl 2016. Verð á mann miðað við 2 saman í herbergi. Innifalið er flug, gisting í 2 nætur, morgunmatur og miði á tónleikana. www.gaman.is gaman@gaman.is Sími 560 2000 TÓNLEIKAR MUSE Skemmtilegt fótboltamót fyrir stráka og stelpur í yngri flokkum. Mótið er haldið rétt fyrir utan Kaupmannahöfn og því geta foreldrar t.d. gist þar á meðan á mótinu stendur. Mótið sjálft er með yfir 150 lið frá yfir 20 löndum. CUP DENMARK www.gaman.is gaman@gaman.is Sími 560 2000 ÚTSALA! HAUST T L ! LOKAHELGI! heimkaup.is Smáratorgi 3 · Kópavogi · 550 2700 – ekki missa af þessu! 82 menning Helgin 2.-4. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.