Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 2
119.900 kr.Frá:
Ferðatímabil: 4-7. desember 2015. Verð á mann miðað
við 2 saman í herbergi. Innifalið er flug, gisting í 3 nætur,
morgunmatur, þriggja rétta máltíð og miði á leikinn.
www.gaman.is gaman@gaman.is Sími 560 2000
FÓTBOLTI CHELSEA – BOURNEMOUTH
Handteknir vegna fjárdráttar fyrir norðan
Tveir menn voru handteknir í vikunni vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði
Siglufjarðar. Átta starfsmenn sérstaks saksóknara framkvæmdu húsleitir vegna
málsins en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum handteknu. Greint var
frá því á Vísi í gær að annar hinna handteknu væri bæjarfulltrúi í Fjallabyggð og
hafi hann játað aðild sína að málinu.
É g rak augun í grein um barn sem hafði komist í róandi lyf og það vakti upp gamlar
minningar og mér leið eins og ég
væri aftur komin á spítalann með
drenginn minn. Þá vaknaði einnig
sú hugsun hvort hægt hefði verið að
koma í veg fyrir þetta tiltekna atvik
ef ég hefði sagt frá minni reynslu,“
segir Ásta í samtali við Fréttatím-
ann.
Rólegur dagur sem breyttist í
martröð
Í færslunni á Facebook segir Ásta
frá því þegar huggulegt sunnu-
dagseftirmiðdegi breyttist í mar-
tröð á skammri stundu. „Sonur
minn var hjá pabba sínum og átti
þessi dagur að vera leti- og kósí-
dagur.“ Ásta fékk símhringingu
frá bráðamóttöku Landspítalans
þar sem henni var greint frá því að
sonur hennar hefði gleypt stinn-
ingarlyf, en vinur barnsföðurins
sagði að um slík lyf væri að ræða.
Þegar læknarnir óskuðu eftir frek-
ari upplýsingum um lyfin hringdi
faðir drengsins í vininn sem við-
urkenndi þá að drengurinn hefði
komist í e-töflu. „Já, hann reyndi
að ljúga til um hvernig tafla þetta
var,“ segir Ásta í færslu sinni.
Í kjölfarið fór allt á yfirsnún-
ing á spítalanum og gripið var til
annarra ráðstafana. Þegar Ásta
kom upp á spítala í mikilli geðs-
hræringu var búið að dæla upp úr
syninum en hún sat yfir honum á
meðan honum voru gefin sérstök
kol til að núllstilla magann. „Þeg-
ar ég kom upp á spítala var hann
svartur í framan með sondu hang-
andi úr nefinu á sér. Barnalæknir,
læknar og hjúkrunarfræðingar
vöktu yfir honum og þegar mest
var voru örugglega 15 manns inni
í herberginu í einu.“ Ásta er afar
þakklát fyrir hvernig brugðist var
við atvikinu. „Það hefði allt getað
farið verr, en ekkert betur. Öll við-
brögð voru hárrétt.“ Í færslu sinni
segir Ásta að hún kenni barnsföð-
ur sínum ekki um. „Einnig vil ég
allra síst að aðrir geri það. Hann
brást hárrétt við.“
Aðstæður sem ekkert foreldri
ætlar sér að lenda í
Syni Ástu var ekki meint af töflunni.
„Hann sýndi hvorki merki eitrunar
né áhrifa frá efninu sem hann inn-
byrti.“ Áður en þau fengu að fara
heim af spítalanum fóru Ásta og
barnsfaðir hennar í barnaverndar-
viðtal. „Þetta eru náttúrulega að-
stæður sem ég ætlaði mér aldrei
sem foreldri að lenda í. En læknarn-
ir útskýrðu fyrir mér að þetta væri
hluti af starfsreglum og ég upplifði
það heldur aldrei að verið væri að
dæma mig.“
Vinur föðurins var tilkynntur
til lögreglunnar eftir atvikið. „Ég
veit að hann fór í viðtal, en eftirmál
þekki ég ekki,“ segir Ásta. Atvik-
ið hefur haft mikið áhrif á Ástu og
hefur hún margsinnis hugsað um
hversu illa hefði getað farið. „Þetta
atvik mun aldrei gleymast en maður
lærir að lifa með því og vera þakk-
látur fyrir það sem maður hefur.“
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
Eitur Barn glEypti E-töflu sEm lá á glámBEkk hjá vini föður þEss
Laug til um e-töfluna og
sagði hana stinningarlyf
22 mánaða gamall drengur var hætt kominn í nóvember í fyrra þegar hann gleypti e-töflu.
Töflurnar voru í eigu vinar föður drengsins sem sagði í fyrstu að um stinningarlyf væri að ræða,
en atvikið átti sér stað á heimili hans. Móðir drengsins, Ásta Þórðardóttir, tilkynnti manninn til
lögreglunnar í kjölfar atviksins, sem hefur haft mikla áhrif á hana. Ásta birti færslu á Facebook í
vikunni eftir að hafa lesið um nýlegt atvik þar sem barn komst í róandi lyf. Með frásögn sinni vill
hún vekja aðra foreldra til umhugsunar um þær hættur sem finna má í umhverfi barna.
Sonur Ástu Þórðardóttur var hætt kominn þegar hann gleypti e-pillu fyrir tæplega ári. Með því að segja frá reynslu sinni vill
Ásta vekja aðra foreldra til umhugsunar um allar þær hættur sem eru í umhverfi barna. „Þetta er þetta einnig leið fyrir mig að
vinna úr þessu atviki sem hefur haft rosalega mikil áhrif á mig sem móðir og manneskju.“ Mynd/Teitur
flóð gríðarlEgur vöxtur í hlaupinu
Ferðafólk varað við vegna Skaftárhlaups
„Hlaupið vex gríðarlega hratt, mun
hraðar en venjulega og það má bú-
ast við að það nái hámarki síðar í
dag eða nótt,“ sagði Snorri Zóphaní-
asson hjá Veðurstofunni í samtali
við Fréttatímann í gær, fimmtudag.
Skaftárhlaup hófst aðfaranótt
sunnudags en síðasta Skaftárhlaup
var í júní 2010 og segir Snorri mega
leiða að því rökum að hlaupið sé
kraftmikið núna vegna þess hversu
langt sé liðið frá síðasta hlaupi.
Aldrei hefur liðið jafn langur tími
á milli hlaupa, venjulega liða um 24
mánuðir en 36 mánuðir var lengsta
hléið fram að þessu. Mögulegt er
að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja
nærri árbökkum og auk þess berst
brennisteinsvetni með hlaupvatn-
inu og ferðafólki er því ráðlagt að
halda sig fjarri jöðrum Skaftárjök-
uls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á
meðan hlaupið stendur yfir.
„Það eru engin mannvirki nema
þá kannski vegir í hættu en allar
brýrnar á svæðinu eru byggðar með
hlaup í huga,“ segir Snorri. „En þó
ekki skemmist mannvirki þá eru
þessi hlaup ekki skemmtilegt fyrir-
brigði því þau bera svo mikinn aur
yfir falleg hraun og svo brjóta þau
fallegt land og tún.“
Upptök hlaupa í Skaftá eru und-
ir tveimur jarðhitakötlum í Vatna-
jökli. Þegar hleypur úr þeim rennur
vatnið fyrst um 40 km undir jökl-
inum og síðan 28 km eftir farvegi
Skaftár áður en það kemur að fyrsta
vatnshæðarmæli, sem er viðvörun-
armælir við Sveinstind. Það tekur
vatn nokkurn tíma að ná niður að
þjóðvegi en útbreiðsla þess nær þó
ekki hámarki fyrr en nokkru eftir
að það tekur að draga úr rennsli við
Sveinstind. -hh
Á myndinni sést vatn flæða um Eldhraun við þjóðveginn í hlaupinu 2008, og einnig
sést glitta í afleggjarann heim að bænum Skál. Undir venjulegum kringumstæðum
er farvegur árinnar upp við fjallið. Mynd frá Veðurstofunni.
Halldór tekur við
Blindrafélaginu
Halldór Sævar Guðbergsson er tekinn við
sem formaður Blindrafélagsins. Þetta var
ákveðið á félagsfundi á miðvikudagskvöld.
Stjórn félagsins hafði lýst yfir vantrausti á
formanninn, Bergvin Oddsson. Málamiðl-
unartillaga á fundinum fól í sér að Bergvin
hætti störfum og nefnd innan félagsins
rannsaki ásakanir á hendur honum þess
efnis að hann hefði misnotað sér aðstöðu
sína og fengið ungan félagsmann til að
leggja sparifé sitt í fasteignabrask.
Dögg kaupir Sölku
„Ég er afar ánægð með að ung kona skuli
taka við rekstri Sölku. Það var markmiðið
með stofnun útgáfunnar á sínum tíma
að leggja áherslu á útgáfu bóka fyrir og
eftir konur og mér sýnist að Dögg muni
halda áfram á sömu braut,“ segir Hildur
Hermóðsdóttir, stofnandi Bókaútgáfunnar
Sölku, sem hefur selt útgáfuna eftir 15
ára rekstur. Kaupandi er viðskiptafræð-
ingurinn Dögg Hjaltalín sem undanfarið
hefur starfað sem upplýsingafulltrúi hjá
Íslandsbanka og OZ. Hún var á árum áður
verslunarstjóri í Bókabúð Máls og menn-
ingar og rak eigin bókabúð við Laugaveg.
Nýr Dalskóli í
Úlfarsárdal
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók á
miðvikudaginn fyrstu skóflustunguna að
nýjum Dalskóla ásamt skólabörnum úr
Dalskóla og íbúum í Úlfarsárdal. Markar
skóflustungan upphafið að umfangs-
mestu framkvæmdum Reykjavíkurborgar
næstu árin. Skóflustungan markar einnig
upphaf framkvæmda við menningarmið-
stöð, almenningsbókasafn, sundlaug og
íþróttamiðstöð, sem nýtast mun íbúum í
Grafarholti og Úlfarsárdal. Heildarflatar-
mál mannvirkjanna verður um 15.500
fermetrar. Íþróttavellir eru þegar tilbúnir
á flötunum við Úlfarsá og einnig hefur
verið gerð búningsaðstaða til bráðabirgða,
en íþróttafélagið Fram er með starfsemi
í dalnum. Heildarkostnaður við allar ný-
byggingar Reykjavíkurborgar í Úlfarsárdal
er áætlaður um 10 milljarðar.
Halli á vöruskiptum 8,4
milljarðar
Í ágúst voru fluttar út vörur fyrir 47,1
milljarð króna og inn fyrir 48,9 milljarða
króna. Vöruskiptin í ágúst voru því óhag-
stæð um 1,8 milljarða króna. Í ágúst 2014
voru vöruskiptin hagstæð um 2,3 milljarða
króna á gengi hvors árs, að því er Hagstofa
Íslands greinir frá.
Fyrstu átta mánuði ársins 2015 voru fluttar
út vörur fyrir tæpa 432,3 milljarða króna en
inn fyrir rúma 440,6 milljarða króna. Halli
var því á vöruskiptum við útlönd sem nam
tæpum 8,4 milljörðum króna, en á sama
tíma árið áður voru vöruskiptin óhagstæð
um 5,3 milljarða á gengi hvors árs. Vöru-
skiptajöfnuðurinn var því 3,1 milljörðum
króna lakari en á sama tíma árið áður.
2 fréttir Helgin 2.-4. október 2015