Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 48
Málamiðlun í góðu hjónabandi Þ Það hafa verið skrifaðar ótalmargar bæk- ur um samskipti hjóna, sambúðarfólks eða para, hvað svo sem kalla skal sam- komulag tveggja einstaklinga sem rugla saman reitum, einkum samskipti karls og konu, þótt eflaust hafi í seinni tíð bæst við fróðleikur um aðrar gerðir para, karl og karl eða konu og konu. Hjónabands- ráðgjafar hafa nóg að gera enda er fólk að lenda í alls konar vandræðum í sambúð- inni á langri leið. Tölur sýna enn fremur að mörg hjónabönd, eða önnur sambúðar- form, enda með skilnaði. Það er leitt ef svo fer með það sem til er stofnað til að endast og ástæðulaust að láta það gerast haldi menn við ákveðna og óbrigðula reglu í sambúðinni – og er þá miðað við sambúð karls og konu – það er að gera eins og konan segir. Þá fer allt vel. Vinnufélagi minn sagði mér litla dæmisögu af vel lukkuðum samskiptum hjóna í síðustu viku. Eiginkonan í sögu hans kom að máli við eiginmann sinn og lýsti þeirri einlægu ósk sinni að eignast kött. Eiginmaðurinn gat hins vegar ekki hugsað sér að eignast kött. Nú var úr vöndu að ráða. Hjónin voru ekki sammála en eins og gerist í góðu hjónaband náðu þau málamiðlun. Þau fengu sér kött. Þessi litla saga rifjaðist upp fyrir mér um helgina þegar eldri dóttir okkar hringdi í móður sína þar sem við hjóna- kornin vorum saman á ferð í heimilis- bílnum. Sá sómavagn er búinn svokall- aðri blátönn þannig að ég hlustaði á samtal þeirra, en lét samt vita að ég væri áheyrandi – en þóttist svo sem vita að þær mæðgur ætluðu ekki að ræða alvar- leg leyndarmál. Dóttir okkar hefur um árabil hýst svartan skáp sem við foreldrar hennar áttum en hún fékk til afnota í sínum búskap. Mín ágæta kona og móðir ungu konunnar keypti skápinn snemma í okkar búskapartíð og notaði hann bæði sem hirslu og skrifborð, sem útdragan- legt var úr skápnum. Við þetta skrifpúlt þýddi hún ótal myndasögur og stjörnu- spár í hjáverkum fyrir dagblað sem þá var vinnustaður minn. Henni þótti skápurinn góður, ekki síst vegna þess að hann var þeirrar náttúru að draga mátti fyrir hann loku svo ekki sást í góss í hillum hans. En það er svo með húsgögn eins og svo margt annað. Þau eiga sinn brúkunar- tíma. Þar kom, löngu eftir að myndasögu- og stjörnuspárþýðingunum lauk, að lítil not voru fyrir skápinn hjá okkur. Hann endaði því úti í bílskúr með ýmsu öðru góssi. Þar var hann uns not urðu fyrir hann hjá dóttur okkar. Það gladdi konu mína að sjá skápinn fá hlutverk að nýju og mig ekki síður að losna við gripinn úr bílskúrnum. Þar er ýmislegt góss sem safnast hefur í langri sambúð okkar, dót sem við vitum varla hvað er enda hefur það verið falið í hillum eða kössum árum saman, svo ekki sé minnst á gamlar ferða- töskur með ýmsu fágæti. Ég átti mér á árum áður þann draum að koma bíl fyrir í skúrnum en hef fyrir löngu áttað mig á – og sætt mig við – að hann rætist varla. Í fyrrgreindu símtali þeirra mæðgna heyrði ég að hlutverki svarta skápsins var lokið hjá dóttur okkar. Hún var að láta móður sína vita af því. Skápurinn hafði fyrir nokkru endað í bílskúr hennar og sambýlismanns hennar, hafði sem sagt lokið sínu hlutverki hjá þeim. Okkar góða dóttir vildi hins vegar ekki henda skápnum, þekkti sögu hans og hafði oft staðið við hlið móður sinnar þegar hún þýddi hverja myndasöguna á fætur annarri á æskudögum hennar og kom á framfæri stjörnuspám til fólks þar sem sagði af væntanlegu ástarlífi, happatölum og hamingju. Hún bauð okkur því að ná í skápinn, ef við vildum. Ég kunni ekki við að blanda mér í samtal þeirra mæðgna þótt blátönnin í bílnum gerði það að verkum að dóttir okkar heyrði ekki síður í mér en móður sinni. Í símtalinu heyrði ég hins vegar að eiginkona mín áformaði að sækja skápinn og fara með hann í bílskúrinn okkar. Hún ætlaði ekki endilega að taka hann til brúks, heldur eiga hann ef þörf reyndist fyrir hann hjá einhverj- um öðrum. Ég maldaði í móinn, sagði að skápurinn yrði bara fyrir í bílskúrnum okkar, bættist bara við annað ónotað góss sem þar er að finna. Til viðbótar við þá stuttu ræðu bætti ég því við að ég hefði tekið til í skúrnum síðsumars svo nú sæi víða í gólfið í þeirri vistarveru. Við það hefðu vaknað vonir um að koma bílnum í skúrinn fyrir veturinn. Slíkt væri ekki amalegt nú í miðjum gangi haustlægða og ekki síður þegar frysta færi og vænta mætti snjókomu. Þá væri notalegt að setjast inn í heitan bílinn og bruna af stað í vinnuna. Konan féllst á það að slíkt væri þægi- legt, jafnvel munaður, en mikilvægara væri þó að geta hjálpað einhverjum sem hugsanlega þarfnaðist svarts skáps með lokanlegum hillum og skrifpúlti. Því væri skynsamlegt að flytja hann aftur í skúrinn okkar. Það var einmitt þá sem ég mundi eftir sögu vinnufélaga míns um hjónin og köttinn – og hvernig viðhalda á góðu hjónabandi. Þess vegna veit ég að alveg á næstunni hengi ég kerruna aftan í bílinn, fer til dóttur okkar og sæki þann svarta. Skápurinn góði fær sinn sess í bílskúrn- um hjá okkur þangað til framtíðarnotandi finnst. Það eykur ekki líkurnar á að við komum bílnum í skúrinn þennan vetur- inn, en hvaða máli skiptir það. Aðalatriðið er hin gullna regla allra góðra hjóna- banda – að gera eins og konan segir. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Ert þú í söluhugleiðingum? 662 6163 Bjarni Blöndal Löggiltur fasteignasali. Jóhanna Gustavsdóttir Sölufulltrúi / BA atvinnufélagsfræði. 698 9470 johanna@fastlind.is bjarni@fastlind.is Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ / Traust og góð þjónusta Frítt verðmat LOKAHELGI! Ef keypt er fyrir 6.000 kr. eða meira fylgir gjöf OPIÐ ALLA HELGINA kl. 10–19 RISALAGERSALA á Fiskislóð 39 Allt að 90% afsláttur Yfir 4000 titlar frá öllum helstu útgefendum landsins! Gjafir fyrir öll tækifæri! LOKAHELGI! Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda MEÐ VIRÐINGU OG KÆRLEIK Í 66 ÁR Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is Verð á mann miðað við 2 fullorðna. Ferðatímabil: 16.-23. janúar 2016. Innifalið í verði er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með hálfu fæði, taska 20 kg og 1 par af skíðum. BAD GASTEIN HOTEL WEISMAYR *** www.gaman.is gaman@gaman.is Sími 560 2000 136.200 kr.Frá: 48 viðhorf Helgin 2.-4. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.