Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 25
viðtal 25 Helgin 2.-4. október 2015 Hversu Hátt Hlutfall fólks er með aDHD? Engin lántökugjöld við fyrstu kaup Við komum til móts við þá sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign og veitum þeim 100% afslátt af lántökugjöldum. Við höfum líka hækkað hámarksfjármögnun við fyrstu kaup upp í allt að 85% af verði fasteignar. Bókaðu viðtal við fjármálaráðgjafa á arionbanki.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1 5 -0 6 5 4 Ekki bara mamma á einkaflippi Fjölskyldan hefur búið í Noregi síðastliðin sex ár og þar fékk Malín þá greiningu að hún væri einhverf. Eftir að hún greindist hætti Aðalheiður að vinna og helgaði sig því að fræða samfé- lagið um einhverfu. „Já, það er mér hugsjónamál að hún fái þann skilning sem hún þarf til þess að blómstra og mig langaði að leggja mitt af mörkum út í samfélagið og fræða fólk um hvað einhverf- urófið er rosalega stórt og mikið og fjölbreytt. Það var nú ástæðan fyrir því að ég hóf þessa vegferð mína.“ Aðalheiður er stödd á Íslandi þessa dagana til að kynna Ég er unik verkefnið. „Við opnuðum vef- inn með pompi og prakt þann 23. september og ég er að fylgja því eftir. Ég kem reyndar heim alltaf annað slagið til að halda fyrir- lestra í skólum og leikskólum.“ Spurð hvernig viðbrögðin við vefsíðunni hafi verið hingað til segir Aðalheiður að þau hafi í einu orði sagt verið stórkostleg. „Það eru hátt í hundrað manns byrjaðir að búa til bækur og það finnst mér mjög spennandi og skemmtilegt. Maður finnur líka hvað þörfin er mikil fyrir svona verkfæri til að útskýra fyrir þeim sem ekki skilja hvernig það er að vera einstaklingur með þessar greiningar.“ Sá sem býr til bók um sjálfan sig stjórnar því sjálfur hversu margir geta séð hana og getur valið um hvort hann fær hana út- prentaða í eins mörgum eintökum og hann vill eða á rafrænu formi sem hann getur þá dreift til þeirra sem hann vill að lesi. Spurð hvert framhaldið á þessu verkefni verði segir Aðalheiður að allt bendi til þess að það verði ansi stórt í sniðum. „Ég sé fyrir mér og mig langar óskaplega að fá fleiri greiningarhópa þarna inn, því ég veit að það eru fleiri hópar sem myndu hafa þörf fyrir svona verkfæri, þannig að það verður næsta skref. Svo er í bígerð að setja á stofn norrænar vefsíður, en ég er búin að kynna hugmyndina bæði í Noregi og Svíþjóð og hef fengið rosalega góðar undirtektir. Það er líka eins gott að það komi fram að á bak við verkefnið stend- ur stór ráðgjafahópur frá hags- munasamtökum þeirra sem hafa þessar greiningar. Allur texti er saminn af sérfræðingum á þessu sviði, þetta er ekki bara einhver mamma í Noregi á einkaflippi. Ég hef mjög sterkt bakland í þessu og svo verða það bara heimsyfir- ráð næst, er það ekki?“ Slóðin á vefsíðuna er egerunik. is og þar er fólk leitt áfram skref fyrir skref við gerð bókarinnar. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda einstaklinga sem greindir hafa verið með ADHD á Íslandi. Skráningu er mjög áfátt og aðeins til tölur frá örfáum opinberum aðilum. Engar tölur eru til um fjölda greininga sem framkvæmdar eru af sjálfstætt starf- andi sálfræðingum eða geðlæknum á stofum svo dæmi sé tekið. Rannsóknir hafa sýnt að 5-10% barna og unglinga glíma við athyglisbrest og ofvirkni. Þetta getur þýtt að 1-2 börn með ADHD gætu verið í hverjum bekk að meðaltali í öllum aldurshópum. Í hópi þeirra sem greinast með ADHD eru u.þ.b. þrír drengir á móti einni stúlku. (Heimild: adhd.is) Hversu algeng er einhverfa? Tölur um algengi ein- hverfu er nokkuð á reiki og rannsóknum ber ekki alltaf saman. Það er margt sem bendir til að tíðni einhverfu hafi um tíma verið vanmetin. Þetta má líklega rekja til þess að með aukinni fræðslu almennings og áreiðanlegri greiningar- viðmiðum næst nú orðið til fleiri barna með ein- hverfu. Samkvæmt nýlegri rannsókn Páls Magnús- sonar og Evalds Sæmund- sens hefur orðið umtals- verð fjölgun greindra tilvika með einhverfu hér á landi á síðustu árum. Páll og Evald báru saman tvo hópa fædda á mis- munandi tímabilum (1974 til 1983 og 1984 til 1993). Í ljós kom að fjöldi greindra tilfella hafði aukist frá 3,8 í 8,6 einstaklinga af hverj- um 10.000. Þótt aukn- ing greindra tilfella sé greinileg eru fræðimenn ekki á einu máli um hvort raunverulegur fjöldi ein- staklinga sem fæðast með einhverfu hafi breyst eða hvort áreiðanlegri grein- ingarviðmið og bættar upplýsingar almennings um röskunina skýri þessa aukningu. Einhverfa er þrisvar til fjórum sinnum algengari meðal drengja heldur en stúlkna. (Heimild: persona.is) Lj ós m yn d/ N or di cP ho to s/ G et ty Im ag eg s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.