Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 44
44 heimili & hönnun Helgin 2.-4. október 2015
volundarhus.is · Sími 864-2400
VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m²
með 9 m² yrbyggðri verönd
kr. 1.599.000,- án fylgihluta.
kr. 1.899.000,- með fylgihlutum og
byggingarnefndar teiknisetti.
Grunnmynd og nánari
upplýsingar á heimasíðu
volundarhus.is
www.volundarhus.is
Vel valið fyrir húsið þitt
HAUSTTILBOÐ
Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM
VH
/1
4-
04
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,9 m² - án gólfs
kr. 299.900,- án fylgihluta
kr. 339.900,- m/fylgihlutum
70 mm bjálki / Tvöföld nótun
28 mm bjálki / Einföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m²
kr. 269.900,- án fylgihluta
kr. 299.900,- m/fylgihlutum
TILBOÐ - BARNAHÚS 2,2m²
kr. 149.900,- án fylgihluta
kr. 169.900,- m/fylgihlutum
28 mm bjálki / Einföld nótun
50% afsláttur
af utningi á
GARÐHÚSUM og
GESTAHÚSUM
á allar þjónustu-
stöðvar Flytjanda.
GESTAHÚS og
GARÐHÚS
sérhönnuð fyrir
íslenskar aðstæður
Sjá eiri
GESTAHÚS og
GARÐHÚS á tilboði
á heimasíðunni
volundarhus.is
T ölur sýna að þrátt fyrir að einungis um 7% fólks í heiminum
starfi við byggingariðnað og
hlutur hans í vergri lands-
framleiðslu sé ekki nema um
10% megi rekja um helming
nýtingar náttúruauðlinda og
allt að 40% orkunotkunar og
útblásturs gróðurhúsaloft-
tegunda til byggingariðnað-
ar. Þetta eru rosalegar tölur.
„Já, og einmitt ástæða
þess að þessi mál eru sett í
kastljósið núna af alþjóða-
samtökunum. Fólk veit þetta
almennt ekki og því komin
tími til að vekja almenning
til umhugsunar um þessi
mál. Við erum að nýta sífellt
meira af auðlindum og orku
í byggingariðnaði, samhliða
fólksfjölgun og vexti þétt-
býlissvæða,“ segir Björn
Guðbrandsson arkitekt.
Hvar liggur þessi orkunotkun
helst og hvaða auðlindir er
helst verið að ganga á?
„Við nýtum orkuna við
framkvæmdir og við rekstur
bygginga, en ekki síst í fram-
leiðslu, þegar hráefninu er
breytt yfir í nýtanlega bygg-
ingarvöru. Málmiðnaður er
til dæmis mjög orkufrekur
og álið er eitt nærtækasta
dæmið um það. Við göng-
um jafnframt hratt á forða
málma, sem og önnur námuð
efni og skóga. Augljóslega
er ekki endalaust af hráefni
á jörðinni sem þýðir að við
þurfum að endurnýta meira,
nota byggingarefni frá
endurnýjanlegum auðlind-
um eða þá að finna okkur
aðra valkosti sem ekki eru
þekktir í dag.“
Þú varst einn af þremur höf-
undum bókarinnar „Val á
vistvænum byggingarefnum“
sem var gefin út af vegum
Vistmenntar-verkefnis Evr-
ópusambandsins árið 2013.
Hvernig kom það til?
„Við fengum það verk-
efni að skrifa þessa bók þar
sem við hjá Arkís höfum
lagt áherslu á að byggja
upp þekkingu á þessu sviði.
Við teljum þetta vera eitt
mikilvægasta viðfangsefni
arkitekta í dag, að horfast
í augu við breytta tíma og
vinna í sátt við umhverfið.
Við reynum alltaf eftir bestu
getu að gera byggingar sem
vistvænastar, hvort sem það
snýr að efnisvali, orkunýt-
ingu, heilnæmi innilofts eða
öðru.“
Hvernig eru byggingar heil-
næmar fyrir notendur?
„Í sumum tilfellum hafa
verið notuð byggingarefni
í hús sem hafa neikvæð
áhrif á inniloft og gefa frá
sér lofttegundir sem geta
verið skaðlegar, sem því
miður hefur áhrif á þá sem
búa í byggingunum. Þetta
er að mínu mati eitt af þeim
atriðum sem mætti gefa mun
nánari gaum þegar fjallað
er um vistvænar byggingar,
það er heilnæmt innra um-
hverfi. En auk þess að velja
heilnæm byggingarefni
hafa til að mynda dagsbirta,
lýsing og loftræsting mikið
Vistvæn hús bæta
líðan okkar og heilsu
Björn Guðbrandsson, arkitekt hjá Arkís og einn höfunda bókarinnar „Val á vist-
vænum byggingarefnum“, segir aukna umhverfisvitund nauðsynlega nú á tímum
þegar allt að 40% orkunotkunar og losunar gróðurhúsalofttegunda megi rekja
til byggingariðnaðar. Aukin sjálfbærni og rétt val á efnum séu grundavallaratriði
allrar hönnunar í dag. Rannsóknir sýni auk þess að vistvænar byggingar skapi
heilnæmara umhverfi sem hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar.
um það að segja hvernig okkur
líður innanhúss. Við verjum eftir
allt stærstum hluta ævinnar innan-
húss og rannsóknir hafa sýnt fram
á verulegan ávinning af því að
vinna markvisst að hönnun bygg-
inga með þetta að leiðarljósi.
Eru einhver byggingarefni sem við
gætum nýtt betur hér á landi?
„Í bókinni reynd-
um við að sneiða
hjá því að gera lista
um hvaða efni ætti
að nota og hvað
ætti ekki að nota og
reyndum frekar að
útskýra hvað það
er sem skiptir máli
þegar þú velur efni.
Það er í raun ekk-
ert einfalt svar því
spurningin er marg-
þætt og því erfitt að
tefla einu byggingar-
efni fram frekar en
öðru. Byggingarefni
sem telst góður
kostur í einu tilfelli
getur jafnvel verið
slæmur í öðru. Því
er heildstæð þekk-
ing á viðfangsefninu
nauðsynleg.“
Er erfiðara að vera sjálfbær í
hönnun og arkitektúr á eyju nyrst í
Atlantshafi en annarsstaðar?
„Ég myndi ekki endilega segja
að það væri erfiðara heldur er
þetta spurning um hugarfar. Við
höfum haft dálitla tilhneigingu til
að skýla okkur á bak við það að öll
efni séu innflutt og þar af leiðandi
ýtt ábyrgð á efnisvali frá okkur.
Við erum með öðruvísi vandamál
en mörg af nágrannalöndum okkar
því stóra vandamálið úti í heimi
er nýting orkunnar en við höfum
búið við lúxus varðandi orku og
vatn hér á Íslandi, sem gerir það
að verkum að við höfum verið
kærulaus með þær auðlindir. Við
þurfum kannski að stilla fókus-
inn öðruvísi. Ætli við höfum ekki
sögulega staðið okkur einna verst í
skipulagsmálum, með því að þenja
út byggðina án þess að huga að al-
menningssamgöngum. Þar getum
við bætt okkur
verulega með því
að byggja þéttar og
nota vistvænni sam-
göngumáta.“
Átt þú þér eitt-
hvað uppáhaldshús
eða hverfi, hér eða
erlendis?
„Ég held að
mörg af okkar eldri
hverfum séu mjög
góður grunnur til að
vinna út frá. Hverfin
sem voru byggð
áður en borgin fór
að þenjast út og þar
sem þjónusta er enn
að þrífast svo íbúar
þurfa ekki að leita
mjög langt. Það
eru til dæmis mörg
sjarmerandi gömul
hverfi í Reykjavík sem við getum
horft til og lært af. Þegar við
heimsækjum borgir erlendis eru
hverfin sem við sækjum í einmitt
þar sem hægt er að rölta um bland-
aða og þétta byggð sem er full af
fjölbreyttu mannlífi. Annars er ég
lítið fyrir að benda á uppáhalds
arkitektúr. Það er svo mikið til af
vel heppnuðum verkum, sem hafa
alls konar gæði og eru efni í mun
ítarlegri greiningar.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Björn Guðbrandsson arkitekt segir sjálfbærni og rétt val á efnum eiga að vera
grundvöll allrar hönnunar í dag. Haldið er upp á Alþjóðlegan dag arkitektúrs 5. októ-
ber ár hvert og í ár hafa Alþjóðasamtök arkitekta ákveðið að tengja áherslur sínar
þetta árið alþjóðlegum samningum um aðgerðir í loftslagsmálum. Ljósmynd/Teitur
Þrjú visTvæn hús
hönnuð af arkís
Villa Lola,
einbýlishús
Vaðlaheiði.
Náttúrufræði-
stofnun, Urr
iðarholtsstræti,
Garðabæ.
Snæfellsstofa,
Vatnajökuls
þjóðgarður.