Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 76
76 matur & vín Helgin 2.-4. október 2015 Kálfakjöt býður upp á fjölbreytta eldunarmöguleika Kálfakjöt er léttmelt, meyrt, fitusnautt og einfalt í eldun. Að sögn Jóhannesar Þórs Ævarssonar, markaðsstjóra hjá Innnes, er kálfakjöt aðgengilegra hér á landi en margan grunar. Rík hefð er fyrir kálfakjöti í Evrópu og finna má fjöldann allan af spennandi uppskriftum í ítalskri og franskri matargerð. Kálfakjöt er auk þess frábær tilbreyting og eykur fjölbreytileikann í eldhúsinu. Dröfn Vilhjálms- dóttir, matarbloggari á eldhussogur.com, hefur tekið saman þrjár dásamlega máltíðir þar sem kálfakjöt er í aðalhlutverki. Hægeldað kálfa ribeye með rauðvínssveppasósu (fyrir 5) 1 kíló Ekro kálfa ribeye 1-2 msk smjör 1 msk Filippo Berio ólífuolía Salt & nýmalaður svartur pipar Plastfilma Rauðvínssósa 2-3 stórir skarlottulaukar, sax- aðir smátt 250 g sveppir, skornir í sneiðar 1 msk smjör 4 dl rauðvín 500 ml nautasoð úr Oscar nautakrafti 100 g Philadelphia rjómaostur salt og pipar Kjötið er látið þiðna í ísskáp í minnst einn sólarhring. Nokkrum tímum áður en kjötið er eldað er það tekið úr ísskáp, snyrt eftir þörfum og látið ná stofuhita. 1 msk ólífuolía og 1 msk smjör er sett á pönnu og látið hitna vel. Þá er kjötið kryddað með pipar og steikt við háan hita í ca. 2 mínútur á öllum hliðum. Því næst er það látið kólna í um það bil 5-10 mínútur. Bakarofn hitaður í 60 gráður við undir- og yfirhita. Nú er kjötinu vafið þétt inn í plastfilmu nokkra vafninga. Kjötmæli er stungið í kjötið (í gegnum plastið) og það sett inn í 60 gráðu heitan ofn í um það bil 3 ½ - 4 tíma eða þar til kjarnhiti kjötsins hefur náð 60 gráðum (það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að setja plastið inn í ofn því það hvarfast engin efni úr því við 60 gráðu hita). Skarlottulaukurinn er steiktur í 2-3 mínútur á sömu pönnu og kjötið var steikt á, smjöri bætt við ef þarf. Svo er sveppunum bætt út á pönnuna ásamt 1 msk af smjöri, kryddað með salti og pipar eftir smekk og steikt í nokkrar mínútur til viðbótar. Rauðvíninu er þá hellt út á pönn- una og sósan látin malla þar til hún hefur soðið niður allavega um 2/3. Því næst er nautasoðinu bætt út á pönnuna og sósan látin malla þar til hún fer að þykkjast. Að lokum er rjómaosti bætt út í og sósan krydduð meira ef með þarf. Þegar kjötið hefur náð 60 gráðu kjarnhita er það tekið út úr ofn- inum, plastið tekið af og kjötið steikt örstutta stund upp úr smjöri og ólífuolíu á heitri pönnu á öllum hliðum, kryddað með salti og meiri pipar ef með þarf. Að lokum er kjötið látið hvíla undir álpappír í minnst 15 mín- útur áður en það er skorið niður. Óhætt er að láta kjötið bíða í klukkustund undir álpappír og handklæði. Borið fram með rauðvínssósu, ofnbökuðum kryddjurtakart- öflum og steiktri grænmetis- blöndu. Ofnbakaðar kryddjurtakart- öflur 1 kíló meðalstórar kartöflur (af svipaðri stærð) 1 msk Filippo Berio ólífuolía 1 msk smjör ca. 15 g fersk basilika ca. 15 g fersk flatblaða steinselja Maldon salt og nýmalaður pipar Ofn hitaður í 220 gráður við undir- og yfirhita. Kartöfl- urnar eru þvegnar, þerraðar og skornar í tvennt. Þá er þeim velt upp úr ólífuolíu, salti og pipar. Ofnplata smurð með smjöri og kartöflunum raðað á plötuna með skornu hliðina niður. Því næst eru þær hitaðar í ofni í 25-30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar í gegn og hafa tekið góðan lit. Á meðan er basilika og steinselja söxuð smátt og sett í skál ásamt 1 matskeið af smjöri. Þegar kartöflurnar koma úr ofninum eru þær strax settar í skálina og blandað vel saman við smjörið og kryddjurtirnar. Kryddað með salti og pipar eftir smekk. Steikt spergilkál og kúrbítur með spínati 1 msk Filippo Berio ólífuolía 1 msk smjör 500 g spergilkál 1 meðalstór kúrbítur 1 gulur laukur 2 hvítlauksrif 200 g spínat Salt og pipar Chilli flögur Spergilkálið er skorið niður í bita ásamt kúrbítnum. Laukurinn skorin í litla bita og hvítlaukur saxaður fínt. Panna hituð með smjöri og olíu. Kúrbítur, spergil- kál, hvítlaukur og laukur steikt á pönnunni við meðalhita í um það bil 10 mínútur þar til að græn- metið er orðið mjúkt. Kryddað með salti, pipar og chili flögum. Þegar um það bil 1 mínúta er eftir af steikingartímanum er spínatinu bætt út í. Kálfa parmigiana (fyrir 6) 1 kíló Ekro kálfa ribeye 1 dl hveiti 3-4 egg 3 dl brauðraspur 2 dl rifinn Parmareggio parmesan ostur 15 g fersk basilika 15 g fersk flatblaðasteinselja salt og pipar 3 ferskar mozzarella kúlur (samtals 360 g) ca. ¾ dl Filippo Berio ólífuolía 1-2 msk smjör 500 g Agnesi spaghettí Pastasósa: 4-5 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð smátt 2 meðalstórir laukar, saxaðir smátt 2-3 msk Filippo Berio ólífuolía 1 dós Hunt’s garlic saxaðir tómatar (411 g) 2 dósir Hunt’s basil, garlic & oregano saxaðir tómatar 3 msk Hunt’s tómatpaste 2 msk balsamedik 1 msk oregano Salt og pipar Kjötið er látið þiðna í ísskáp í minnst einn sólarhring. Nokkrum tímum áður en kjötið er eldað er það tekið úr ísskáp og látið ná stofuhita. Pastasósa er útbúin með því að ólífuolía er hituð í potti og laukur- inn steiktur í nokkrar mínútur þar til hann verður mjúkur. Þá er hvít- lauki bætt út í og steikt í smá stund til viðbótar. Því næst er tómötum, tómatpaste og balsamediki bætt út í ásamt kryddum og sósan látin malla í allavega 20-30 mínútur. Smökkuð til með kryddum. Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Kjötið er skorið í fremur þunnar sneiðar sem eru snyrtar og barðar þunnar með kjöthamri. Hveiti er sett í skál. Eggin brotin og sett í aðra skál, pískuð létt saman. Í þriðju skálina er blandað vel saman brauðraspi, ca. ½ af parmesan ostinum, smátt saxaðri basiliku og flatblaðasteinselju, kryddað með salti og pipar. Kjötsneiðunum er nú velt upp úr hveiti (umfram hveiti bankað af), eggjablöndunni og loks brauðraspinum. Hluti af olíunni og smjörinu er hitað á pönnu og nokkrar kjötsneiðar í einu steiktar á fremur háum hita í um það bil 2-3 mínútur á hvorri hlið (fer eftir þykkt). Ólífuolíu og smjöri bætt við út á pönnuna við þörfum og þess gætt að fitan sé heit þegar kjötið fer á pönnuna. Kjötsneiðunum er raðað á ofnplötu. Dálítið af pasta- sósu er dreift á hverja kjötsneið (ekki of mikið svo að raspurinn haldist stökkur). Því næst er mozz- arella osturinn skorin í sneiðar og þeim raðað yfir kjötsneiðarnar. Að lokum er restinni af parmesan ostinum dreift yfir. Bakað í ofni við 180 gráður í um það bil 10 mínútur. Borið fram með spaghettí og af- ganginum af pastasósunni. Kálfakótilettur með döðlum, sveppum, lauk og beikoni (fyrir 4) 800 g Ekro kálfakótilettur 1 msk Filippo Berio óífuolía 1 msk smjör 400 g beikon, skorið í bita (helmingurinn notaður í kart- öflumúsina) 1 gulur laukur, skorin í sneiðar 60 g döðlur eða fíkjur, saxaðar smátt 150 g sveppir, skornir í sneiðar 1 msk hvítt balsamedik ½ dl vatn Salt og pipar Ofn hitaður í 160 gráður við undir- og yfirhita. Ólífuolía og smjör hitað á pönnu og steikurnar steiktar í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Því næst eru þær lagðar í eldfast mót og hitaðar í ofni við 160 gráður í 10-12 mínútur. Beikon steikt á pönnu þar til það er orðið stökkt, þá er það veitt af pönnunni. Laukurinn settur út á pönnuna og hann karamelluseraður upp úr beikonfitunni (ólífuolíu bætt við ef með þarf) við meðalhita í ca. 10 mínútur, hrært reglulega. Því næst er sveppunum bætt út í og þeir steiktir með lauknum. Að lokum er döðlum (eða fíkjum) bætt út á pönnuna ásamt vatni og hvítu balsamediki – saltað og piprað. Allt látið malla í smá stund þar til vökvinn hefur gufað upp. Þá er helmingnum af steikta beikoninu blandað út í og borið fram með kálfakótil- ettunum. Sveppasósa 1/2 rauðlaukur 1 hvítlauksrif 200 g sveppir 1-2 msk smjör 2 tsk Oscar nautakraftur 1 askja rifinn piparostur (85 g) 4 dl. rjómi (eða matreiðslurjómi) 2 tsk. rifsberjahlaup 2 tsk. sojasósa Sósujafnari Salt og pipar Laukur og hvítlaukur saxað smátt, sveppir sneiddir og allt steikt í potti upp úr smjöri. Nautakrafti bætt við. Rifnum piparosti og rjómaosti bætt út og látið bráðna. Því næst er rjóma bætt út í ásamt rifsberja- hlaupi og sojasósu og suðan látin koma upp. Sósujafnara bætt út og sósan látin malla á vægum hita þar til að hún þykknar (hægt að bæta sósulit út í fyrir dekkri lit). Sósan smökkuð til með kryddi, rifsberjahlaupi og sojasósu. Kartöflustappa með beikoni 1 kg kartöflur 200 g beikon (sjá kálfakótilettu uppskrift) ca. 3 dl matreiðslurjómi eða nýmjólk 50 g smjör salt og pipar Kartöflurnar eru soðnar, flysj- aðar, settar í pott og stappaðar vel. Við vægan hita er smjöri, rjóma (eða mjólk) hrært saman við stöppuna ásamt 200 g af steiktum beikonbitum. Kryddað með salti og pipar. Unnið í samstarfi við Innnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.