Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 94

Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 94
Söngvarinn Friðrik Dór og hljómsveitin Dikta munu sameina krafta sína og halda tónleika á Húrra, föstudagskvöldið 9. október. Mikil leynd hvílir yfir því á hvaða hátt þessir aðilar munu rugla saman reitum en heyrst hefur að Dikta muni leika undir hjá Friðriki, sem er honum nýnæmi þar sem hann hefur hingað til ekki stuðst við lifandi undir- leik. Mögulegt er einnig að Haukur, söngvari Diktu, taki lagið Hún er alveg með étta, sem Friðrik gerði vinsælt á sínum tíma. Þeir Haukur og Friðrik eru tengdir miklum FH böndum því Haukur er læknir Íslands- meistaranna og Friðrik er vallarþulur í Kaplakrika. Gunnar með Betra bak Bardagakappinn Gunnar Nelson er vinsæll um allan heim og notar tíma sinn á milli bardaga og æfinga í marga áhugaverða hluti. Í vikunni birtust af honum myndir þar sem hann var í tökum á auglýsingum fyrir verslunina Betra bak. Gunnar er nýfluttur í nýtt hús og vonandi hefur hann fengið góð rúm hjá versluninni í kaupbæti. Dóri DNA með ljóðabók Í vikunni kom út fyrsta ljóðabók grínarans Halldórs Laxness Hall- dórssonar, eða Dóra DNA, og heitir hún Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónir. Bókin er gefin út af Bjarti og má þar finna ljóð sem höfundur segir uppgjör tilfinninga og karlmennsku. Sögustund með Skímó Hljómsveitin Skítamórall er flestum kunn. Undanfarið hafa drengirnir brugðið á það ráð að halda órafmagnaða tónleika hér og þar um landið og hafa þeir kosið að kalla slíkar uppákomur, sögustund. Um helgina verða þeir á heimavellinum, Selfossi, og halda sögustund í Hvíta húsinu á laugardagskvöldið klukkan 21. Þeir bæta svo um betur og halda ball á sama stað á miðnætti. Sveitin er að leggja lokahönd á nýtt lag sem kemur út í næstu viku og ber það nafnið Förum heim. Þ jálfararnir í Voice munu keppa sín á milli um að fá þá söngvara sem þeir hrífast af í hverjum þætti. Þeir fengu að velja sér aðstoðarfólk til þess að þjálfa sína söngvara sem best, og allir að- stoðarmennirnir eru þekkt nöfn innan tón- listarbransans og búa að mikilli reynslu. Unnsteinn Manúel verður með bróður sinn Loga Pedro sér við hlið. Svala Björgvins fékk Barða Jóhannsson í sitt lið. Salka Sól fékk reynsluboltann Selmu Björnsdóttur og Helgi Björns fékk tónlistarmanninn Stefán Örn sér til fulltingis, en hann er þekktastur fyrir störf sín með Jónasi Sig, Buffi og sem listamaðurinn Íkorni. Þórhallur Gunnarsson hjá Saga film segir mikla spennu ríkja fyrir frum- sýningu fyrsta þáttar. „Þetta er hörkulið sem þjálfararnir hafa fengið til liðs við sig,“ segir hann. „Þau setja sinn svip á þjálfunina og koma með hugmyndir, þróa söngvarana og vinna með þjálfurunum. Þjálfararnir völdu sitt aðstoðarfólk með því tilliti að þeir gætu bætt við einhverju sem þau sjálf hefðu ekki og þau vinna þetta náið saman,“ segir Þórhallur. „Mitt starf felst í því að koma með hug- myndir í púkkið um lagaval og hvernig er hægt að ögra keppendunum, svo við náum því besta fram,“ segir Selma Björnsdóttir sem verður Sölku Sól innan handar. „Við verðum á æfingum og segjum okkar skoð- anir á flutningnum almennt. Við metum allt eftir hverjum söngvara fyrir sig,“ segir hún. „Það eru margir mjög flottir söngvarar þarna og þetta verður hörð barátta. Hingað til höfum við Salka bara verið frekar sammála enda erum við bara að leiðbeina þessum söngvurunum, hún hefur samt alltaf lokavaldið. Enda er þetta hennar lið. Mér finnst alltaf svo gaman að vera bak við tjöldin og hvað þá með svona hæfileikaríku fólki,“ segir Selma Björns- dóttir. „Fyrsti þátturinn er í kvöld og það er brjáluð stemning og mikil eftirvænting,“ segir Þórhallur. „Við erum gríðarlega ánægð með viðbrögðin sem við höfum verið að fá á svokölluðum forsýningum. Það er mikil dramatík og ótrúleg gæði í þessum söngvurum sem komnir eru inn. Við leituðum uppi söngvarana. Við aug- lýstum ekki beint eftir þeim, heldur fund- um þá sjálf eftir allskonar ábendingum,“ segir hann. „Þannig vitum við að við erum að fá góða söngvara og fyrir vikið verður keppnin harðari. Ég er sannfærður um að í þessum þáttum munu fæðast söngvarar sem verða mjög áberandi í íslensku tón- listarlífi næstu árin,“ segir hann. „Þetta er mikil þjáning fyrir dómarana að keppast um það að vinna inn sína söngvara. Það er mikið keppnisskap þeirra á milli og það er að aukast með hverjum þætti,“ segir hann. „Þau eru með ólíkar aðferðir og gaman að sjá hvaða brögðum þau eru að beita. Sumir koma þessu í fáum orðum á meðan aðrir lofa öllu fögru og meira að segja dúettum með sér. Það verður ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ segir Þórhallur Gunnarsson hjá Saga film. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Friðrik Dór og Dikta í eina sæng  Bleikur októBer Bleika slaufan komin í sölu Krabbamein snar þáttur í lífi okkar Þ essi hugmynd datt bara ofan í koll-inn á mér,“ segir Erling Jóhann-esson, gullsmiður og leikari, sem hannar Bleiku slaufuna í ár. „Þetta er röð af fólki sem helst í hendur og styður hvert annað og mér fannst það svo augljóst og lýsandi, lítið samfélag sem heldur í hönd- ina á þér þegar á bjátar.“ Efnt er til samkeppni um hönnun slaufunnar á hverju ári og bar hugmynd Erlings sigur úr býtum í ár. Hann segist þó ekki hafa haldið að þetta væri innan hans sviðs, en þetta hafi verið skemmti- leg áskorun. „Útfærsla hugmyndarinnar snerist um að gera þetta eins einfalt og mögulegt er og ef þú sérð ekki hvað þetta á að tákna af hvaða tíma misstirðu þá í skólanum?“ Þegar Erling er bent á að það sé á mörkunum að slaufan geti talist bleik segir hann það merki um mótþróaþrjóskuröskun sína. „Hún er eins lítið bleik og ég mögulega gat komist upp með, en þótt ýmis- legt sé háð tísku og duttlungum tímans er Bleika slaufan alltaf bleik.“ Spurður hvort málefnið standi honum nærri hjarta segir Erling fyrst að það sé ekkert nær honum en öðrum en hugsar sig svo um og leiðréttir sig. „Þessi sjúkdómur er svo snar þáttur í lífi okkar allra að um leið og ég segi þetta man ég eftir að minnsta kosti fimm manns sem hafa staðið mér nærri sem hafa farið úr krabbameini. Ætli það sé ekki nokkuð svipað og hjá öðrum? Baráttan gegn krabba- meini er mál okkar allra.“ Bleika slaufan fór í sölu í gær, á fyrsta degi Bleiks októ- bers, og fæst bæði í ódýrri útgáfu sem næla og sem silfurhálsmen hjá gullsmiðum. -fb Erling Jóhannesson hannaði slaufuna í ár eftir sigur í hugmynda- samkeppni. Bleika slaufan í ár sýnir röð fólks sem helst í hendur og styður hvert annað.  sjónvarp the voice hefur göngu sína á skjáeinum í kvöld Þau eru með ólíkar aðferðir og gaman að sjá hvaða brögðum þau eru að beita. Sumir koma þessu í fáum orðum á meðan aðrir lofa öllu fögru. Selma Björns og Logi Pedro á bakvið tjöldin í The Voice Sjónvarpsþátturinn The Voice hefst í kvöld, föstudagskvöld, á Skjá einum. Gríðarleg spenna er fyrir frumsýningu þáttarins og segir Þórhallur Gunnarsson sem er yfir framleiðslunni hjá Saga film að forsýningarnar á fyrsta þættinum hafi gengið hreint út sagt frábærlega. Þjálfarar þátt- anna hafa allir fengið aðstoðarfólk til þess að þjálfa sína söngvara og eru þar á ferðinni engir aukvisar. Það er greinilegt að keppnin verður hörð, bæði milli keppanda og þjálfaranna sjálfra. Þjálfarar keppandanna í The Voice njóta aðstoðar reynslubolta í þjálfun sinni í þáttunum. Selma hlakkar til, og Þórhallur segir hæfileikana ótrúlega meðal keppanda. Þættirnir hefjast í kvöld á Skjá 1. Radison Blu Scandinavia eða Comfort Hotel Vesterbro **** Ferðatímabil: Flestar helgar í nóvember og byrjun desember ‘15. Innifalið er flug með sköttum og gisting í 2 nætur með morgunverði og matarveisla á Gröften. JULEFROKOST KAUPMANNAHÖFN www.gaman.is gaman@gaman.is Sími 560 2000 69.900 kr.Frá: 94 dægurmál Helgin 2.-4. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.