Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 64
Helgin 2.-4. október 201564  Förðun á samFélagsmiðlum Á Íslandi er sífellt að bætast í hóp kvenna sem blogga um förðun og búa til kennslumyndbönd á sam- félagsmiðlunum. Margar þeirra hafa lært förðun eða starfa við förðun en eiga það allar sameiginlegt að búa yfir einstökum áhuga á viðfangsefninu. Jafnframt eru þær einlægar og hika ekki við að sýna á sér persónulegar hliðar og þegar upp er staðið er það sem aflar þeim vinsælda. B irna Jódís Magnúsdóttir starfaði við förðun í Reykja-vík þar til hún flutti út á land fyrir einu og hálfu ári sem varð til þess að hún fór að blogga af fullum krafti með öllu því sem fylgir. Í dag er það orðið hennar helsta starf. Hún segist vera mikill föndrari í sér og fyrir utan förðun þá er skart- gripagerð aðal áhugamálið, auk þess sem hún hefur mikinn áhuga á tónlist. Hvenær vaknaði áhugi þinn á förð- un? „Ég byrjaði frekar snemma að farða mig. Mamma mín seldi snyrtivörur þegar ég var krakki og ég byrjaði að stelast í dótið hennar svona 12-13 ára. Síðan byrjaði ég að fletta tísku- blöðum og áhuginn kviknaði fyrir alvöru um 16-18 ára aldur.“ Hvar lærðir þú förðun? „Ég lærði í MOOD make up school.“ Lýstu stílnum þínum? „Ég er ekki viss um að ég hafi neinn sérstakan stíl, en ég heillast samt svolítið mikið af drungalegum augnförðunum í bland við glimm- er og dökkar varir. Mér finnst það skemmtilegasta blandan.“ Hvert sækirðu þér innblástur? „Ég nota samfélagsmiðla eins og Instagram. Ég fylgist mikið með öðrum förðunarfræðingum og stúd- era til dæmis farðanirnar á tísku- vikunum.“ Hvað heillar þig við förðun? „Fjölbreytileikinn. Mér finnst gam- an að blanda saman allskonar litum og áferðum og möguleikarnir eru endalausir.“ Hver hefur verið helsta áskorunin? „Helsta áskorunin hefur verið að sýna myndir og myndbönd af sjálfri mér án farða. Ég hef glímt við húð- vandamál í mörg ár og fannst alltaf óþægilegt að fara út úr húsi farða- laus. Núna eru til nærmyndir af svitaholunum mínum út um allt int- ernet og mér finnst það bara allt í besta lagi.“ Hvaða spurningar færðu oftast frá lesendum/fylgjendum þínum? „Ég fæ mjög fjölbreyttar spurning- ar, en ég er oftast spurð út í vara- litina mína. Þeir eru svona mitt „thing“.“ Nefndu þrjú bestu förðurnarráðin sem þú getur gefið? „Í fyrst lagi er það umhirða húðar- innar sem mér finnst alltaf mikil- vægust. Förðunin verður alltaf fal- legri ef húðin er hrein og fær nægan raka. Í öðru lagi, þegar kemur að vali á farða finnst mér miklu máli skipta að liturinn passi við litinn á hálsinum, svo það myndist ekki skil. Mér finnst mikið fallegra að fríska upp á húðina með sólarpúðri ef mér finnst ég of litlaus heldur en að velja dekkri lit á farða. Að lokum vil ég benda á að fallega mótaðar og áberandi augabrúnir þurfa ekki alltaf að vera dökkar. Það eru alls- konar litir í boði og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Nýjasta uppgötvunin? „Nýi MAC pro longwear waterpro- of farðinn er í miklu uppáhaldi hjá mér. Svo var ég að byrja að nota pri- mer/pore minimizer frá Skyn Ice- land og hann gerir húðina mína svo áferðarfallega undir farðanum að ég verð að nefna hann líka.“ Uppáhalds samfélagsmiðillinn? „Instagram. Förðunarsamfélagið á Instagram er eins og ein stór fjöl- skylda og ég hef kynnst svo mörgu frábæru og hæfileikaríku fólki þar.“ Ertu alltaf förðuð? „Nei, alls ekki. Ég er einn daginn farðalaus og annan með glimmer og gerviaugnhár. Ég farða mig mik- ið fyrir bloggið, en yfirleitt tek ég allt af mér þegar ég er búin að taka myndir eða taka upp myndbönd.“ Hvaða trend heillar þig mest núna? „Ég er mjög hrifin af möttu vörun- um sem hafa verið í svolítinn tíma núna og metallic augum.“ Instagram: @birnamaggmua Snapchat: birnamagg Youtube: www.youtube.com/birna- magg Facebook: www.facebook.com/ birnamaggcom Lavera eru náttúrulegar og lífrænt vottaðar snyrtivörur. Merkið varð til árið 1987 í Þýskalandi og var fyrsta vara þess varasalvi úr lífrænum efn- um. Vörulínan stækkaði fljótt og í dag framleiðir Lavera um 250 vörur og er eitt af leiðandi vörumerkjum í flokki lífrænt vottaðra húð- og snyrtivara. Um 220 manns starfa hjá fyrirtækinu í dag sem ræktar allar sínar plöntur sjálft, til að tryggja framboð og gæði. Vörurnar eru fyrir mismunandi hár- og húðgerðir og henta allri fjöl- skyldunni. Lavera hefur hlotið yfir 700 viðurkenningar frá Öko-Test, einum virtustu neytendasamtökum í Evrópu. Vörulínurnar eru níu talsins og hefur Basis línan sem inniheldur mildar húð- og hárvörur notið afar mikilla vinsælda, enda er hún á verði sem ekki hefur sést áður í þessum vöruflokki. Aðrar vörulínur frá La- vera innihalda andlitsvörur, hárvör- ur, krem, brúnkukrem, svitalykt- areyði, förðunarvörur, herravörur og barnavörur, svo dæmi séu tekin. Lavera þýðir sannleikur á latínu, en fyrirtækið leitast við að bjóða vottaðar lífrænar húðvörur á við- ráðanlegu verði. Allar vörurnar eru með NaTrue vottun og flestar eru einnig með vegan vottun. Vörurn- ar eru auk þess lausar við glúten, paraben og önnur kemísk efni. La- vera vörurnar eru fáanlegar í ölum verslunum Heilsuhússins, Hagkaup Skeifunni, völdum apótekum Lyfju, Lifandi markaði, Heilsutorgi Blóma- vals, Heilsuveri og á Heimkaup.is. Nánari upplýsingar má finna á Fa- cebook undir Lavera - hollt fyrir húðina. Unnið í samstarfi við Kj. Kjartansson ehf. Náttúrulegar snyrtivörur fyrir alla fjölskylduna Áskorun að sýna myndbönd af sjálfri sér AF HVERJU SELDU BLEIKU GLASI RENNUR TIL STYRKTAR BLEIKU SLAUFUNNAR. 200KR. ACIDOPHILUS PLÚS meltingin þarmaflóran vinveittir góðgerlar SKAMMTASTÆRÐ | 120 HYLKI | 1 MÁN. Fæst í öllum helstu apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum www.gulimidinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.