Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 38
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árverknis- og fjáröflunar átaks Krabba- meins félagsins gegn krabba meini hjá konum. Heyrnartækni vill leggja þessu málefni lið og mun allur ágóði af sölu heyrnartækjarafhlaða og 10.000 kr. af hverju seldu bleiku heyrnartæki í október renna óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Bókaðu tíma í fría heyrnar mælingu Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Heyrðu með bleiku og ég hef gert, en að vera að byrja lífið. Auðvitað langar alla til að lifa lengur en maður getur líka þakkað fyrir allt sem maður hefur.“ „Ég varð líka á tímabili mjög stressuð yfir því að geta ekki klárað allt sem mig langaði að klára ef ég skyldi fara, því það er svo ótrúlega margt sem þarf að ganga frá. En það hjálpaði mér mjög mikið að rabba nokkrum sinnum við geðlækni og þessi hræðsla leið líka hjá, segir Guðný sem hafði í upp- hafi ákveðið að taka veikindunum og öllu sem þeim myndi fylgja á hörkunni einni saman. En svo fann hún leið sem hún mælir með fyrir alla sem vilja öðlast sálarró. „Ég ákvað að prófa svokallaða garð- terapíu, sem er aðferð sem hefur mikið verið skrifað um á Norður- löndunum og sem hefur reynst mörgum vel. Þar sem ég á villigarð og gróðurhús ákvað ég að nýta mér það og þar vann ég í allavega þrjá tíma á dag. Bara við að róta í jörðinni, sá og rækta. Og þetta hefur hjálpað mér. Ég hvet líka alla, hvort sem þeir eru með græna fingur eða ekki, til að pota ein- hverju niður í jörðina, eða þá bara í pott úti á svölum. Og ef þú átt ekki svalir þá er líka hægt að leigja lítinn skika hjá borginni. Að fylgjast með því sem þú sáir vaxa er svo ægilega gaman. Ég nýt þess líka að ganga um náttúruna með hundinn. Það er svo gott að vera í félagsskap við dýr,“ segir Guðný og á þá við tíkina Úu sem hleypir sér sjálf inn og út um útidyrnar eftir hentisemi meðan á viðtalinu stendur. „En ætli mikilvægast af öllu sé samt ekki að halda húmornum, án hans er auðvelt að missa geðheilsuna.“ Reykir gras til að líða betur „Eftir uppskurðinn tók lyfjameð- ferðin við sem getur farið svona djöfull illa með mann. Þetta er auðvitað algjört eitur þessi lyf, en ég finn samt að eitrið er að lækna mig. Ég er að verða ég sjálf aftur. Maður er mikið veikur í nokkra daga eftir hverja inntöku en veit aldrei við hverju maður á að búast því veikindin eru aldrei eins. Einn daginn situr maður á klósettinu og annan daginn situr maður með fötu á milli lappanna. Þetta er frekar andstyggilegt og svo missir maður alla matarlyst.“ „Ég er af þeirri kynslóð sem reykti hass í gamla daga en svo fékk maður bara nóg af því. En þegar ég fór að lesa mér til um þennan flökurleika og hvern djöfulinn ég gæti gert til að fá lystina aftur sá ég að ein leið er að reykja gras. Svo núna tek ég svona tvo þrjá smóka nokkrum dögum eftir lyfjagjöf sem gerir það að verkum að mér líður betur. Ég verð svöng og hætti að hugsa um veikindin í smástund, það tekur mig frá raunveruleikanum og róar líkamann. Ég veit um mjög marga krabbameinssjúklinga, líka þjóðþekkta, sem hafa reykt gras til að líða betur. Þetta gerir engum mein, enda er þetta hluti af með- ferðinni í Ameríku. Hér er svo mikil feimni í kringum þetta, eins og tveir gras smókar skipti einhverju máli þegar þú ert með krabbamein.“ Hlakkar til að komst í „Káranautinn“ Daginn eftir að við Guðný hittumst er hún á leið í sína síðustu lyfjagjöf. Hún fær þó símtal klukkutíma áður en hún ætlar að leggja af stað úr dalnum þar sem henni er sagt að lyfjagjöfinni hafi verið frestað þar sem engin lyf séu til á landinu. „Er það ekki alveg magnað að síðast lyfjagjöfin sem ég hef verið að und- irbúa og kvíða í heilan mánuð verði ekki til í landinu fyrr en í næstu viku!? Svo er sagt að þetta sé heil- brigðiskerfi á heimsmælikvarða. Kanntu annan?“ Hún segist þó fegin að sjá loks fyrir endann á þessu. „Ég SKAL fara í þennan jáeindaskanna hans Kára, eða „Káranautinn“ eins og ég kalla hann, um leið og ég má, til að sjá hvort krabbameinið hafi dreift úr sér eða ekki. Ef þessi önglar sem stjórna hér heilbrigðismálum finna ekkert pláss fyrir þennan skanna þá býð ég húsið mitt fram! Það tekur nú ekki nema 10 mínútur að keyra hingað upp eftir og það hlýtur að vera betra en að fljúga fólki til út- landa. Það er auðvitað alveg ótrú- legt að einn maður þurfi að kaupa þetta tæki sem allar þjóðir sem við berum okkur saman við eiga,“ segir Guðný og er mikið niðri fyrir. „Það væri nú óskandi að fleiri kapítalistar væru jafn miklir kommúnistar og hann Kári, svona fyrst þetta fólk sem stjórnar getur ekki séð um þetta sjálft.“ Langar að sjá fleiri myndir eftir konur „Allt þetta veikindaferli hefur að mörgu leyti verið eins og að gera kvikmynd. Því þegar þú gerir mynd ertu í nokkur ár með magapínu og þegar þú ert búin að undirbúa allt tekur yfirleitt ekki nema svona tvo mánuði að taka myndina. Ég upplifi þessi veikindi dálítið eins nema í þetta sinn gat ég ekki séð endinn, frumsýninguna sem lýkur ferlinu því mér hefur fundist þetta svo langt. En núna fyrst sé ég fyrir endann á þessu,“ segir Guðný sem hlakkar til að fá fulla orku aftur, sem hún myndi helst vilja nýta til láta handrit sem hún kláraði fyrir mörgum árum verða að bíómynd. Hún segir þó mikla þrautseigju þurfa til að fylgja hugmynd eftir og halda henni ferskri þegar handritið stoppi alltaf í Kvikmyndamiðstöð. „Þessi bransi er þannig gerður að maður þarf að bíða lengi eftir að hugmynd verði að veruleika en mér finnst ég hafa þurft að bíða ansi lengi. Myndin sem mig langar að gera fjallar að einum þræði um staðgöngu- mæðrun sem er málefni sem ég er búin að velta fyrir mér í mörg ár. Svo núna eru allir að tala um stað- göngumæðrun og þá missir maður dálítið móðinn.“ „Eins og strákarnir eru nú að gera góðar myndir þá finnst mér orðið helvíti leiðinlegt að sjá aldrei myndir um og eftir konur. Ég vil fá að vita eitthvað meira um konur, við erum með annan hugarheim og meira en helmingur af áhorfendum eru konur sem geta ekki samsvarað sig við þessa karla í krísu. En nú er þessi kvótaumræða sem betur fer farin af stað og sem betur fer hafa karlarnir, þessar elskur, nú komið okkur konunum til hjálpar, því þeir eru vinir okkar og þykir þetta jafn vandræðalegt og okkur. Og þegar þeir opnuðu munninn og báðu um kvóta þá loksins gerðist eitthvað. Svo ég hlýt að fá að gera mína mynd núna. En það veltur auðvitað líka á jáeindaskannanum hans Kára og vitleysingunum sem ráða því hvar hann er. Hvort hann endi á Land- spítalanum, hér í dalnum eða hvort hann verði bara í Spitzbergen eða hvar hann nú er. Ég bara bíð og sé.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Guðný fer í síðustu lyfjagjöfina í næstu viku. Hún líkir veikindaferlinu við gerð kvikmyndar því eftir að hafa verið með magapínu vegna undirbúnings í mörg ár tekur ekki nema tvo mánuði að skjóta bíómynd. „Nema í þetta sinn gat ég ekki séð frumsýninguna sem lýkur ferlinu því mér hefur fundist þetta svo langt. En núna fyrst sé ég fyrir endann á þessu.“ Ljósmynd/Teitur KviKmyndir Guðnýjar Halldórsdóttur Auk þess að hafa leik- stýrt fimm íslenskum kvikmyndum í fullri lengd hefur Guðný Halldórs- dóttir skrifað, framleitt og leikstýrt mikið af styttra efni auk þess að hafa unnið fyrir sjónvarp.  Veðramót, 2007, handrit og leikstjórn.  Stella í framboði, 2002, handrit og leik- stjórn.  Ungfrúin góða og húsið, 1999, handrit og leikstjórn.  Kristnihald undir Jökli, 1989, leikstjórn.  Karlakórinn Hekla, 1992, handrit og leik- stjórn.  Stella í orlofi, 1986, handrit og framleiðsla.  Skilaboð til Söndru, 1983, handrit og fram- leiðsla. 38 viðtal Helgin 2.-4. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.