Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 6
Aðeins 79.900 kr. Boogie 3ja sæta sófi Slitsterkt áklæði í mörgum litum. Hægri og vinstri tunga. Stærð: 186 x 77 cm, H: 85 cm. Fullt verð: 99.900 kr. Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 JACKPOT tungusófi Aðeins 99.900 KR. Slitsterkt áklæði, grátt eða antrasite. Hægri og vinstri tunga. Fullt verð: 119.900 208 cm 15 0 c m Komdu og veldu þér sæti Sófi aðeins 69.900 kr. Regina 3ja sæta sófi og stóll Fallegur og vandaður sófi og stóll í klassískum stíl. Dökk- og ljósgrátt áklæði og viðarfætur. Stærð sófa: 200 x 80 H: 82 cm. Ótrúlegt Dormaverð Stóll aðeins 39.900 kr. Hjalti Jón skólameistari Kvennó Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Hjalta Jón Sveinsson skóla- meistara Kvennaskólans í Reykjavík til fimm ára, að því er fram kemur á síðu ráðuneytisins. Hjalti Jón hefur MEd gráðu í uppeldis- og menntunar- fræði frá Háskóla Íslands og MA próf í menntunar- fræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann hefur gegnt stöðu skólameist- ara Verkmenntaskólans á Akureyri, frá árinu 1999 og þar áður Framhaldsskólans á Laugum, frá árinu 1994. Vigdís setur málþing um tungumál Í tilefni af evrópska tungumáladeg- inum á morgun, laugardaginn 26. september, stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir hátíðardag- skrá í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi og með stuðningi Nordplus-tungu- málaáætlunarinnar. Dagskráin ber yfirskriftina „Tungumálakennsla á tíma- mótum“ og fer fram klukkan 11-14, í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO fyrir tungumál, setur málþingið. Fundarstjóri er Petrína Rós Karlsdóttir, formaður STÍL. Allir eru velkomnir en tungumálakennarar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Þ etta er náttúrulega fjögurra flokka meirihluti sem samþykkir þessa tillögu og ég get ekki séð hvers vegna Dagur ætti endilega að vera eingöngu ábyrgur fyrir henni en ekki forystumenn hinna flokkanna,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræði­ prófessor við Háskólann á Akureyri, spurður hvort krafan um afsögn Dags Eggertssonar borgarstjóra í kjölfar samþykktar tillögu um viðskiptabann á Ísrael eigi við rök að styðjast. „Þótt Dagur sé borgarstjóri og oddviti stærsta flokksins í meirihlutanum gerir maður nú ráð fyrir því að hann sé ekki einráður þarna. Varla tekur hann svona ákvarðanir einn án samráðs við hina flokkana. Mér finnst það því vera lang­ sótt að telja þetta eiga að þýða afsögn hans sem borgarstjóra.“ Grétar segir athyglisvert að í allri um­ ræðu um málið skuli spjótin eingöngu beinast að Degi. „Umræðan um sveitar­ stjórnir leitar gjarnan í þann farveg að það lítur oftast út fyrir að bæjarstjórar séu einvaldar í bæjarstjórnum en að það gleymist með þeim sitji pólitískt kjörnir fulltrúar sem bera ekkert síður ábyrgð. Dagur er bara einn af fimmtán pólitískt kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Hall­ dór Auðar Svansson hefur reyndar stigið fram og úttalað sig um þetta, en aðrir ekki, og mér hefur ekki fundist fjöl­ miðlar líta þannig á að þetta mál varði oddvita annarra meirihlutaflokka í borg­ arstjórn, sem mér þykir sérkennilegt.“ Áherslan á ábyrgð Dags lyktar af ein­ hvers konar herferð á hendur honum persónulega og Grétar segir þetta nokkuð klassískt bragð í stjórnmálum. „Þetta er ekkert nýtt. Við höfum séð menn reyna að notfæra sér öll færi sem þeir fá til þess að klekkja á andstæð­ ingnum. Það er alltaf verið að reyna að fella einhverjar keilur. En svo framar­ lega sem ekkert refsivert hefur átt sér stað þurfa menn varla að segja af sér fyrir einhverjar vanhugsaðar ákvarðanir sem þeir síðan taka til baka. Það liggur heldur ekkert óyggjandi fyrir um það að þessi samþykkt hafi valdið stórtjóni. Menn fullyrða eitt og fullyrða annað, en standast þær fullyrðingar? Maður hefur ekki séð nein konkret dæmi um það. Mér sýnist þetta bara klassískt pólitískt sjónarspil.“ Spurður hvort Dagur sé einhver sér­ stakur þyrnir í augum minnihlutaflokk­ anna í borgarstjórn segir Grétar að ef svo sé þá helgist það væntanlega af því að hann hafi að mörgu leyti verið sigur­ vegari síðustu sveitarstjórnarkosninga. „Hann kom út úr þeim sem sterki mað­ urinn í pólitíkinni. Hann var maðurinn sem vann sigur fyrir Samfylkinguna í Reykjavík þegar hún var ekki að vinna sigra víða annars staðar. Ég tel að þetta hafi líka styrkt hans stöðu innan flokksins og það er oft þannig að það er reynt að finna höggstað á þeim sem komast í þess konar stöðu. Svona er bara pólitíkin og þá skiptir engu hvort hægri eða vinstri menn eiga í hlut. Ef valdhafar sýna á sér veika bletti er alltaf reynt að höggva í þá.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Brú í stað þeirrar sem hrundi Vigdís Finnbogadóttir. Brúarvinnuflokkur Vega- gerðarinnar hefur lokið við að byggja bráðabirgðabrú yfir Vatnsdalsá við Gríms- tungu, að því er fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar. Gamla brúin féll undan efnis- flutningabíl í síðasta mánuði. Flokkurinn hóf smíðina 4. september og lauk henni 18. september en þá átti eftir að fylla að. Því verki lauk á miðvikudaginn. Greiðlega gekk að smíða brúna, sem er 45 metra löng stálbitabrú með timburgólfi í þremur höfum, en fyrst þurfti að rífa gömlu brúna. Akbrautarbreidd þeirrar nýju er 3,6 metrar og heildar- breidd 4 metrar. Undirstöður eru nálægt árbökkum beggja vegna og því var lítið hreyft við ánni sjálfri. Bráða- birgðabrúin var byggð fyrir fullt umferðarálag en 200 metra langar vegtengingar voru lagðar beggja vegna brúarinnar. Umferð er nú öllum opin. Ekki er vitað hvenær verður ráðist í gerð nýrrar brúar né hvernig hún mun líta út. Það ræðst, segir Vegagerðin, af fjárveitingum. Nýja brúin sem opnuð var til umferðar á miðvikudag. Mynd/Vegagerðin Mér hefur ekki fundist fjöl- miðlar líta þannig á að þetta mál varði oddvita annarra meirihlutaflokka í borgarstjórn, sem mér þykir sérkennilegt.  Stjórnmál Umdeild tillaga í borgarStjórn reykjavíkUr Langsótt að krefjast afsagnar Dags Svo fremi að ekkert refsivert hafi átt sér stað í vinnslu tillögu meirihluta borgarstjórnar um viðskiptabann á Ísrael er engin ástæða fyrir borgarstjóra að segja af sér, að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Þótt Dagur sé borgar- stjóri og oddviti stærsta flokksins í meirihlut- anum gerir maður nú ráð fyrir því að hann sé ekki einráður þarna. Varla tekur hann svona ákvarðanir einn án samráðs við hina flokk- ana,“ segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmála- fræðiprófessor. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 6 fréttir Helgin 25.-27. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.