Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 35
og textinn er innblásinn af lýsingum hans á jörðunni, eins og hann sér hana utan úr geimnum. Hann var í stöðugu talstöðvar- sambandi og lýsir ferðalaginu mjög ná- kvæmt,“ segir hann. „Það er alveg magnað að heyra það og þetta er soðið upp úr því. Hann er fyrsti maðurinn sem sér jörðina utan úr geimnum og hann verður mjög innblásinn. Lýsir því hvað jörðin er falleg og blá séð úr geimnum og Það koma upp skilaboð frá honum sem eiga mjög vel við í dag. Það að jörðin sé einstök í sólkerf- inu og við eigum að fara vel með hana,“ segir hann. „Þetta er eitthvað sem hann talar um utan úr geimnum. Þessi maður er sovésk ofurhetja, sallarólegur í geimnum. Við höfum semsagt verið í góðu samstarfi, við Júri við gerð þessa lags,“ segir Úlfur sposkur. „Önnur lög eru líka vangaveltur um fram- tíðina og tengsl manna og véla. Í dag erum við að upplifa algjöra vísindaskáldsögu í nú- tímanum. Við erum farin að eiga í tilfinn- ingalegu sambandi við tölvur, vélar og for- rit.“ Segir ennþá já við öllu Vinna tónskáldsins getur oft á tíðum verið einmanaleg og segir Úlfur starfið krefjast mikils aga. „Ástæðan fyrir því að ég er búinn að vera tvö ár að því að taka þetta efni upp, er vegna þess að það koma allt- af önnur verkefni inn á borð sem maður getur ekki sleppt,“ segir Úlfur. „Mörg mjög spennandi og margir sem reka á eftir manni og slíkt. Þá sitja manns eig- in verkefni oft á hakanum. Það er mesta baráttan þegar maður vinnur sjálfstætt, að ná að búa til pláss fyrir mann sjálfan. Ég er ekki ennþá búinn að læra það vel,“ segir Úlfur. „Ég er enn með mottóið að segja já við öllu. Í dag er ég að gera músík við mjög spennandi alþjóðlega heimildarmynd eft- ir Hrund Gunnsteinsdóttur og Kristínu Ólafsdóttur sem heitir Innsæi. Það hefur staðið yfir í nokkra mánuði Ég var svolítið í leikhúsinu síðasta vetur og þegar ég hef lokið þessu verkefni mínu þá er ég með nokkur á borðinu sem bíða þess að líta dagsins ljós,“ segir hann. „The Aristókrasía Project er stórt í flutn- ingi og mikil veisla fyrir skilningarvitin. Við erum að leggja mikinn metnað og orku í að gera tónleikana í Hörpu í október sem flottasta, og það er alls ekki víst að þetta verði flutt aftur í bráð, allavega ekki í þess- ari mynd, þannig að ég hvet alla sem hafa áhuga til að næla sér í miða, segir Úlfur Eldjárn tónlistarmaður. The Arsitókrasía Project verður frum- flutt í Kaldalóni Hörpu þann 7. október á tónlistarröðinni Blikktromman. All- ar nánari upplýsingar má finna á www. harpa.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ég hef vanið mig á að líta á öll verkefni sem tæki- færi. Úlfur Eldjárn: Ég þakka fyrir það á hverjum degi að vera svo heppinn að geta unnið við það sem ég elska. Ljósmynd/Hari viðtal 35 Helgin 25.-27. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.