Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 42
Nýr Mercedes-Benz C-línu Coupé vakti athygli á bílasýningunni í Frankfurt. Þetta er önnur kynslóð þessa sportlega bíls, sú fyrri kom á markaðinn árið 2008 og var þá byggð á nýrri gerð C-línununnar sem kynnt var ári fyrr. Áður hafði sportlína C-gerð- arinnar verið með teg- undarheitið CLK og CLC. Myndirnar bera það með sér að S-línan er fyrirmynd hönnuða hins nýa C-Coupé. Bíllinn er lengri og lægri en fyrirrennarinn en hann er engu að síður byggður á sömu plötu og sedan- og skutbílsútgáfan. 42 bílar Helgin 25.-27. september 2015  ReynsluakstuR Hyundai tucson Tesla X á markað fljótlega Reiknað er með því að rafmagns- bíllinn Tesla X komi á markað síð- ar í haust eða snemma á næsta ári en nokkur seinkun hefur orðið á markaðssetningu bílsins. Tesla X er fjórhjóladrifinn jepplingur, búinn tveimur sjálfstæðum rafmagnsmót- orum sem saman skila 400 hestöfl- um. Það sem er sérstakt við bílinn er að aftari dyrnar eru búnar sér- stökum „fálkahurðum“ sem opnast beint upp svo þægilegra sé að kom- ast að öftustu sætaröðinni en bíllinn er sjö sæta. Uppgefið drægi bílsins er 386 kílómetrar á hleðslunni. Hröðunin er gríðarleg eins og í Tesla S fólks- bílnum. Hann er innan við 4 sekúnd- ur í hundraðið (3,8 sekúndur að ná 96 km hraða) og hámarkshraðinn er 250 km á klukkustund. Margir hafa beðið eftir Tesla X rafbíln- um, þúsundir eru á biðlista og sumir hafa þegar greitt inn á hann. Mesta eftirtekt vekja „fálkahurðirn- ar“ að aftan. Hyundai Tucson er nýjasta afurð Hyundai. Hann leys ir af hólmi ix35-jepp ling inn og er hlaðinn nýjungum og spennandi möguleikum. Undirvagninn er nýr og búinn nýjustu tækni sem eykur aksturseiginleika og öryggi. Tucson kemur skemmtilega á óvart hvað varðar öryggi, og hér er því á ferðinni hinn besti fjölskyldubíll, en með sportlegu yfirbragði. Þ ær eru ósköp blíðar móttök-urnar sem ökumaður fær þegar sest er undir stýri á nýjum Hyundai Tucson. Það er líkt og verið sé að kveikja á splunku- nýrri tölvu, ómþýtt stefið sem tekur á móti manni minnir óneitanlega á slíka. Það er í raun margt við Tuc- son sem minnir á nýjustu tölvu- tækni. Jepplingurinn var kynntur sem kyndilberi nýrra tíma, og er vel hægt að taka undir það. LED ljós, snertiskjár, sportlegt útlit og nýtískulegir brettakantar gefa til kynna að hér er glænýr bíll á ferð- inni. Þó svo að átta tommu snert- iskjárinn flokkist líklega ekki leng- ur undir nýja tíma þá setur hann nýtískulegan svip á heildarútlitið. Hann er afar þægilegur í notkun, en öryggisins vegna er ekki hægt að fikta of mikið í honum á ferð, sem er vissulega kostur. Öryggið í fyrirrúmi Við fyrstu sýn virðist öryggi ekki vera ein af höfuðáherslum Tucson en þegar maður sest undir stýri kemur annað í ljós. Sítengdur ald- rifsbúnaður er með nýrri gerð af skriðvörn sem eykur öryggi í kröppum beygjum. Auk þess er bakkvörn með hreyfiskynjun, sjálf- virkri neyðarhemlun, blindhorna- viðvörun, hámarkshraðaviðvörun og veglínuviðvörun. Orð sem virka kannski óheyrilega flókin en þjóna sínum tilgangi. Sem dæmi má nefna að þegar bíll nálgast afturhlið bíls- ins í blindhorni fær ökumaðurinn aðvörun. Einnig eru myndavélar á bílnum sem fylgjast með veglínum og aðvara ökumann og leiðrétta jafnvel stýringu, sé svo stillt, ef keyrt er yfir þær. Allar varnirnar er þó hægt að stilla eftir hentugleika, sem er einnig kostur. Bensín eða dísil? Hyundai Tucson er fáanlegur í fjór- um gerðum: Classic, Comfort, Style og Premium. Við reynsluaksturinn varð Style fyrir valinu, sem tilheyrir næsthæsta verðflokknum, fyrst dís- ilbíllinn og svo bensínbíllinn. Fyrir ökumann (eða konu) sem er ekki mikið að velta sér upp úr vélum, togi og slíku dags daglega, þá heillaði dísillinn meira en bensínið, þrátt fyrir að hestöflin séu örlítið færri. Hann var einfaldlega léttari, mýkri og stöðugri í akstri en bensínbíll- inn. Auk þess eyðir hann minna. Tucson er frábær viðbót í flóru jepp- linga hér á landi og það var auðvelt að falla fyrir honum, öryggisins og þægindanna vegna. -emm Sportlegur en öruggur Tucson Hyundai tucson Lengd: 4475 mm Breidd: 1850 mm Hæð: 1645 mm Farangursrými: 513 lítrar. Verð: 5.490.000 kr. (Classic) – 7.690.000 kr (Premium). Afl: Bensín: 175 hestöfl Dísil: 136 hestöfl Eyðsla: Bensín: 7,9 L / 174 CO2 (g/km) Dísil: 6,1 L / 160 CO2 (g/km)Hyundai Tucson er nýjasti meðlimur Hyundai fjölskyldunnar. Útlit jepplingsins er nýtt og ferskt og rýmið er nægt fyrir farþega og farangur í lengri ferðum. Mynd/Hari. Nýr Mercedes-Benz C Coupé Nýr Mercedes-Benz C Coupé er rennilegur og dregur dám af stóra bróður í S-línunni. Einelti er ógeð #eineltieroged PI PA R \ TB W A • S ÍA Leggðu þitt af mörkum! 1.000 kr. 3.000 kr. 5.000 kr. 8.000 kr. Með því að hringja í söfnunar- símanúmerin eða kaupa Á allra vörum varasettið leggur þú þessu brýna málefni lið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.