Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 38
Hannes
Friðbjarnarson
hannes@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Helförin frá Vestmannaeyjum
É
Ég þarf að fara til Vestmannaeyja um
helgina. Það er svosem ekki í frásögur
færandi þar sem ég fer nokkrum
sinnum á ári til Vestmannaeyja,
sökum hins starfsins míns, sem er
starf trommuleikara í hljómsveit sem
skemmtir fólki. Það þarf að skemmta
fólki um allt land. Í vikunni sáum við
myndir hvar rúmlega tvítugur strákur
frá Kanada fékk sér rauðvín á hóteli
í Eyjum og svamlaði á nærbuxunum
í íslenskum ám og lækjum. Ekkert
óvenjulegt fyrir einhvern sem er
rúmlega tvítugur og veit ekkert í sinn
haus, en þarna var á ferðinni hann
Justin Bieber sem er heimsfrægur. Ef
ég mundi birta mynd af mér á nærbux-
unum á lækjarbakka þá væri ég talinn
fáviti. Einfalt.
Ég er samt að hugsa um að fá sama
rauðvín og hann þegar ég kem til
Eyja. Ég gisti á sama hóteli og hann,
sem er besta hótelið í Eyjum, get stað-
fest það. Borða á Einsa kalda, eins
og Justin, og Einsi kaldi er frábær
veitingastaður. Ég og Justin getum
vottað það. Ég mun svo skemmta Eyja-
mönnum um kvöldið, en ég mun alls
ekki vera með sama markhóp og minn
maður. Á meðan íslensku yngismeyj-
arnar hlupu um landið eins og í rat-
leik, leitandi að Justy þá voru mæður
þeirra að gera sig klárar fyrir að fara á
ball í Eyjum. Það er svosem allt í lagi.
Þær eru allar á aldri við mig.
Ég á margar eftirminnilegar ferðir
til og frá Eyjum og ekki hefur sjó-
ferðin alltaf verið blíð og létt. Oftast
þó. Þegar ég var 18 ára gamall fór ég
á þjóðhátíð í Eyjum og skemmti mér
konunglega. Það var gott veður og vin-
irnir kunnu vel við að arka um dalinn
með bokku í hendi. Á þessum tíma var
ég að vinna yfir sumarið á Kópavogs-
hæli, sem ég gerði nokkur sumur í
kringum tvítugt. Ég er ekki frá því að
það hafi verið sú reynsla sem kom mér
að mestu til manns, en það er önnur
saga.
Eins og gengur þá átti ég að mæta
til vinnu seinnipart mánudagsins eftir
verslunarmannahelgina og til stóð
að skella sér í Herjólf á mánudags-
morgni, því ekki vildi maður mæta
seint til vinnu. Stundvísi var mér
kennd snemma og hana hef ég mér
tamið.
Á sunnudeginum kom svo leiðinda-
veður og veðurspá var ekki góð fyrir
næstu daga, sér í lagi fyrir þá sem ætl-
uðu sér eitthvað út á haf. Nú voru góð
ráð dýr. Ekki færi ég að hringja mig
inn veikan, eldhress. Ekki færi ég að
skrópa í vinnunni. Góður vinur minn
er frá Vestmannaeyjum og á þessum
tíma gisti ég í húsi föður hans yfir
Þjóðhátíðina. Faðirinn var og er öllum
hnútum kunnugur í Eyjum og hann
sagði okkur þær fréttir að á eyjunni
væri staddur hópur af þýskum ellilíf-
eyrisþegum sem þyrftu nauðsynlega
að komast til Keflavíkur á mánudeg-
inum, í flug heim. Faðirinn, sem heitir
Ólafur Jónsson og er saxófónleikari
í Eyjum, segir mér að hann væri að
fara með hópinn til Þorlákshafnar á
litlum báti sem heitir P/H Víking, sem
er eingöngu notaður til þess að fara í
skemmtilegar og þægilegar skoðunar-
siglingar á milli eyjanna fögru sem
tilheyra Vestmannaeyjum. Ég hugsa
með mér. Ég fer með. Ég þarf að
komast til vinnu. Rekstur Kópavogs-
hælis stendur og fellur með mér. Þetta
fólk þarf aðhlynningu öskra ég út í
vindinn. Nei ég gerði það að vísu ekki,
en mér leið þannig.
Gott og vel. Ég kem mér fyrir í
bátnum, ásamt ellilífeyrisþegunum
frá München og báturinn fer af stað.
Skipstjórinn hristir hausinn og Óli
Jóns stendur með pípuna og er hugsi.
Við erum varla farin frá bryggju þegar
Víkingurinn byrjar að vagga meira en
maður hefur nokkurntímann upplifað.
Ég heyri hvernig þýsku konurnar
signa sig og fara með bænirnar. Skip-
stjórinn horfir beint út á hafið á meðan
hann spænir í sig Pralín-brjóstykur.
Báturinn veltist á alla kanta. Upp og
niður, til hægri og vinstri. Nein, Nein,
Nein, Mein Got Im Himmeln, heyri ég
öskrað aftast í bátnum og nú er fólk
farið að kasta upp. Þar sem enginn
mátti fara út á dekk í þessum djöful-
skap þá gekk Óli Jóns með svartan
ruslapoka á milli manna þar sem þeir
losuðu sig reglulega við allt sem vall
um innra með þeim. Á milli uppkasta
fór svo Óli með pokann út og losaði
hann í sjóinn þar sem það var bara
einn poki um borð í Víkingnum. Óli
gerði þetta samt mjög fagmannlega og
alltaf púaði hann pípuna á meðan.
Ferðin tók rúmar fimm klukku-
stundir og á meðan ég sat í rútu frá
Þorlákshöfn til Reykjavíkur þá hugs-
aði ég um Óla og skipstjórann. Þeir
áttu eftir að fara til baka. Í dag er Óli
enn í Eyjum og sonur hans er skip-
stjóri á Herjólfi. Eftir þessa ferð þykir
mér oftast bara notalegt að leggjast
í koju í skipinu og njóta ferðarinnar.
Þjóðverjarnir eru þó örugglega enn í
andlegu áfalli, ef þeir hafa lifað ferðina
heim það er að segja. Ég mætti til
vinnu þennan dag, frekar illa fyrir-
kallaður. Í dag skil ég ekki af hverju
ég hringdi ekki bara í yfirmanninn
og sagði honum að það væri ófært,
sem var raunin. Samviskusemin var
að drepa mig, og gerði það næstum
því. Ég fékk samt engin verðlaun, en
sagan er góð.
Á mínu heimili eru börn og ung-
lingar sem stundum segjast ekki geta
farið í skólann af því að þau „halda“ að
þau séu með hausverk. Ég hef aldrei
haldið að ég sé með hausverk. Ég hef
annað hvort verið með hausverk eða
ekki. Atvinnurekendur framtíðarinnar
munu upplifa svo áhugaverða tíma.
„Ég kemst ekki í dag, ég held ég sé að
sofa yfir mig.“
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
MEÐ VIRÐINGU
OG KÆRLEIK Í 66 ÁR
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
www.útför.is
Ert þú í söluhugleiðingum?
510 7900
Þórunn Gísladóttir
Löggiltur fasteignasali.
Jóhanna Gustavsdóttir
Sölufulltrúi / BA atvinnufélagsfræði.
698 9470
johanna@fastlind.is www.fastlind.is
Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ /
Traust og góð þjónusta
Frítt verðmat
Sjónvarpsþátturinn Heilsutíminn verður sýndur á
mánudagskvöldum klukkan átta á Hringbraut í vetur.
Heilsutíminn er í Fréttatímanum sem kemur út á
föstudögum. Sjónvarpsþátturinn verður frumsýndur
á mánudagskvöldum klukkan 20 og endursýndur
nokkrum sinnum í vikunni.
Teitur Guðmundsson læknir er með
fasta pistla í Heilsutímanum.
Umsjónarmaður með Heilsutímanum
er Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari.
Í Fréttatímanum, á
netinu og í sjónvarpi
38 viðhorf Helgin 25.-27. september 2015