Fréttatíminn - 25.09.2015, Qupperneq 12
Björk Vilhelmsdóttir
O rðið sem oftast skýtur upp kollinum í samtölum við þá sem þekkja Björk
er stjórnsöm og er þá sama hvort
rætt er við fjölskyldumeðlimi, vini
eða pólitíska andstæðinga. Annað
sem allir nefna sem einkenni í
hennar fari er hjartahlýja. „Hún
er alltaf með opin faðminn,“ segir
einn viðmælandinn. „Mikill vinur
vina sinna og óskaplega trygg-
lynd.“
Björk er mjög upptekin kona
sem kann illa að slaka á en gefur
sér þrátt fyrir það tíma til sinna
vinum sínum, heimsækja fjöl-
skyldumeðlimi, bæði nána og
fjarskylda, halda stór matarboð,
prjóna lopapeysur á alla fjölskyld-
una og rækta sinn eigin matjurta-
garð. Uppáhaldshlutverk hennar
þessa dagana mun þó vera ömmu-
hlutverkið og drífur hún gjarnan
ömmubörnin með sér út í garð þar
sem hún ræktar matjurtir sem hún
notar í matarboðunum víðfrægu.
Fjölskyldan er mjög náin og
samhent, öll börnin fimm koma í
foreldrahús um jólin auk fyrrver-
andi konu Sveins, og það er mikið
rætt, sungið og borðað.
Björk hefur orð á sér fyrir að
vera svolítið herská en sumir and-
stæðingar hennar telja að það sé
að hluta til óöryggi. „Hún er dálítil
bredda,“ segir einn. „Og á það til
að stíga á tær annarra án þess að
ætla sér það. Hún er alþýðustúlka
og ég held hún sé ekkert of örugg í
hlutverki sínu sem stjórnmálamað-
ur. Það er oft erfitt að vinna með
henni, en hvað sem manni finnst
um hana sem stjórnmálamann þá
er hún bráðskemmtileg manneskja
og enginn hefur jafn smitandi
hlátur.“
Annað sem fólk nefnir er hversu
viðutan Björk sé og mikill klaufi
en hún hafi húmor fyrir sjálfri
sér og hlæi bara þegar hún hefur
Stjórnsöm bredda
með hjartað á
réttum stað
Björk Vilhelmsdóttir kvaddi borgarstjórn með
hvelli sem ekki sér fyrir endann á eftir að hafa
sett samfélagið á annan endann með krass-
andi fullyrðingum í viðtali í Fréttablaðinu. Hún
hverfur nú af vettvangi íslenskra stjórnmála – í
bili allavega – en hver er þessi kona sem allir
virðast hafa skoðanir á?
Fædd 2. október 1963.
Björk er fædd í Reykjavík og uppalin þar
og á Blönduósi, dóttir Vilhelms Heiðars
Lúðvíkssonar og Kristínar Pálsdóttur.
Maki: Sveinn Rúnar Hauksson.
Börn: Kristín og Guðfinnur
Stjúpbörn:
Gerður, Haukur og Inga
Námsferill
Stúdentspróf af heilbrigðissviði frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti 1983
Starfsréttindanám í félagsráðgjöf frá
Háskóla Íslands 1990
BA próf í uppeldisfræði frá Háskóla
Íslands 1990
Starfsferill
Kokkur á Lyngey SF 61, janúar til maí
1984
Vann við umönnun aldraðra og fatlaðra
á Héraðshæli Austur-Húnvetninga,
á Borgarspítalanum og í heimaþjón-
ustu hjá Félagsþjónustu Reykja-
víkur með námi og í námsleyfum
1979–1984
Fangavörður í Hegningarhúsinu
Skólavörðustíg 9 sumrin 1985, 1986
og 1987
Félagsráðgjafi hjá Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar sumarið 1988 og
árið 1989
Félagsráðgjafi á Stígamótum – sam-
tökum kvenna gegn kynferðislegu
ofbeldi 1990-1991
Framkvæmdastýra hjá kvennaráð-
gjöfinni 1992–1997
Félagsráðgjafi á Kvennadeild Land-
spítalans 1992–1997
Blindrafélagið 1997–2002
Pólitískur ferill
Formaður Félags vinstrimanna í HÍ
1985–1987
Í miðstjórn Alþýðubandalagsins
1986–1988
Á framboðslista Alþýðubandalagsins í
borgarstjórnarkosningunum 1986
Jafnréttisnefnd Reykjavíkur 1986–1988
Kosin í borgarstjórn 2002
REYKJAVIK CITY, RESTAURANTS & SHOPPING
Þetta nýja Reykjavík City APP veitir upplýsingar á lifandi
og skemmtilegan hátt um verslanir, veitingahús, söfn,
gallerí og áhugaverðustu staðina í Reykjavík, hvort sem
þú ert „Online eða Offline“.
Með þessu smáforriti geturðu einnig skoðað nákvæmt
kort og fundið staðsetningu og vegvísun. Einnig er
hægt að deila upplýsingum með fjölskyldu og vinum.
Ég sannfærður um að það skili mér ekki síðri árangri en það
APP sem fyrir var.
Gunnar Guðjónsson
Profile-Optic, Laugavegi 24
Þetta APP hefur virkað vel fyrir mig hingað til og ekki nokkur
vafi að þessi nýja útgáfa muni gera enn betur.
Lárus Guðmundsson
Rossopomodoro, Laugavegi 40a
Ég er ekki í vafa að þetta APP á eftir að senda til mín fjölmarga
viðskiptavini, auk þess hef ég góða reynslu að vinna með
þessum útgefendum.
Stefán Bogi Stefánsson gull- og silfursmiður
Metal Design, Skólavörðustíg 2
Það besta sem ég hef gert í markaðsmálum!
Ragnar Símonarson, framkvæmdastjóri
Jón Sigmundsson skartgripaverslun, Laugavegi 5
Today Publication ehf. Laugavegi 170 105 Reykjavík Sími 577-1818 today@today.is
Google Playstore
Reykjavik restaurants
& stores
Appstore
Reykjavik city restaurants
& shopping
gert sig að fífli með flumbrugangi.
Hlátur er þriðja orðið sem hver
einasti viðmælandi nefnir sem ein-
kennandi fyrir Björk. „Hún hefur
góðan en dálítið sérstæðan húmor
og fær oft hlátursköst á mjög
óviðeigandi stöðum,“ segir dóttir
hennar. „Það var til dæmis oft
erfitt að fara í bíó með henni þegar
maður var yngri því maður vissi
ekki hvort maður átti að skamm-
ast sín fyrir hvað hún hló á fárán-
legum stöðum eða hlæja bara með
henni.“
Björk hefur oft strokið fólki öf-
ugt og skiptar skoðanir eru á fram-
göngu hennar í velferðarráði. „Ég
held hún sé ekkert sérstaklega
greind,“ segir einn samstarfsaðili.
„Allavega mætti hún oft hugsa
meira áður en hún tjáir sig.“ Annar
segir að hún sé frábær skipuleggj-
andi og dugleg að útdeila verkefn-
um til annarra. Öllum, sama hvað
þeim finnst um störf hennar sem
stjórnmálamanns, ber saman um
að hún sé skemmtileg og hlýleg
og að það sé nánast ómögulegt að
vera illa við hana.
„Það er aldrei leiðinlegt að vera
nálægt Björk, hún er ótrúlega
lifandi, skemmtileg og kærleiks-
rík,“ segir náinn ættingi. „Heimili
þeirra Sveins er eitt það skemmti-
legasta sem maður kemur á og
þótt það sé greinilegt að hún
stjórni þá er ekki hægt að finna
annað en að þau séu bæði sátt við
það, enda bæði sterkir leiðtogar.“
Hlýtt viðmót Bjarkar er við-
mælendum ofarlega í huga. „Hún
hefur ótrúlegan áhuga á fólki og er
alltaf tilbúin að taka öllum eins og
þeir eru. Auk þess er hún sérlega
minnug og man nánast allt um það
fólk sem hún hittir. Og þrátt fyrir
allt annríkið gefur hún sér alltaf
tíma til að spjalla og spyrja um
hagi viðkomandi. Ég held að allir
hljóti að vera sammála um að hún
sé í grunninn virkilega góð mann-
eskja.“
Friðrika Benónýsdóttir
fridrika@frettatiminn.is
12 nærmynd Helgin 25.-27. september 2015