Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 70
Það fór vel á með mæðg-
unum Önnu Mjöll Ólafsdótt-
ur og Svanhildi Jakobsdóttur
ásamt hjartaknúsaranum og
stórsöngvaranum Tom Jo-
nes á dögunum. Svanhildur
er í heimsókn hjá Önnu í
Los Angeles og náðu þær
þessari mynd af sér með
velska leðurbarkanum þar
sem þær nutu kvöldsins á
hinum fornfræga stað Herb
Alpert́ s Vibrato Grill Jazz.
Einar Baldvin hlýtur
fyrstu verðlaun
Mynd Einars Baldvins, The Pride
of Strathmoor, hlaut verðlaun í
flokknum „Best Nordic Short Film“
á hinni virtu samnorrænu kvik-
myndahátíð Nordisk Panorama í
Malmö sem lauk í vikunni. Hátíðin
hefur verið haldin í 26 ár og þetta
árið var aðal áhersla lögð á Íslenska
kvikmyndagerð. Fern verðlaun
voru veitt á verðlaunaathöfninni
sem haldin var á lokakvöldi há-
tíðinnar. Í fjarveru Einars Baldvins
tóku Angie Driscoll og Janus Bragi
Jakobsson við verðlaununum úr
höndum Ísoldar Uggadóttur sem
veitti verðlauninn í þessum flokki
en myndir hennar voru í „Retro-
spective“ hluta hátíðarinnar. Einar
Baldvin útskrifaðist árið 2014 frá
University of Southern California –
Cinematic Arts og hefur leikstýrt,
skrifað, framleitt og kvikmyndað
fjölda stuttmynda.
Októberfest í Gamla bíói
Íslenska bjórhátíðin verður haldin í fyrsta sinn
með pompi og prakt í Gamla bíó á laugardaginn,
26. september. Lúðrasveit Hafnarfjarðar mætir
uppstríluð að hætti októberfest og leikur lög, ís-
lensk og erlend, í anda þessarar einstöku hátíðar
sem haldin er í München á hverju ári og laðar til
sín milljónir ferðamanna. Einnig munu stíga á
stokk harmoníkuleikarinn Gréta rokk og jóðlarinn
Hrefna Björg sem munu syngja, spila og jóðla og
DJ Atli endar svo kvöldið. Íslenskur bjór verður í
boði í miklu úrvali og á frábæru verði, saltkringlur
og allskyns veitingar í matartjöldum, frítt inn og
allir velkomnir. Dagskráin hefst klukkan 15.
Agent Fresco á ferðalagi
Hljómsveitin Agent
Fresco verður á
faraldsfæti fram að
jólum en um helgina
leika drengirnir á
þrennum tónleikum
í Þýskalandi. Í gær
fimmtudag spilaði sveitin í Berlín og í kvöld koma
þeir fram í Hamborg og á morgun, laugardag, í
Köln. Agent Fresco heldur útgáfutónleika í Hörpu
næstkomandi fimmtudagskvöld og kemur einnig
fram á Airwaves í byrjun nóvember. Eftir Airwaves
heldur sveitin utan og verður á tónleikaferðalagi
fram í miðjan desember. Meðal staða sem sveitin
mun heimsækja eru Holland, Bretland, Frakkland,
Tékkland og Ítalía. Alls spilar hún á 24 tónleikum
um Evrópu í nóvember og desember.
Ö gmundur Kristinsson landsliðs-markvörður gekk nýlega til liðs við sænska liðið Hammarby í Stokk-
hólmi. Áður hafði hann dvalið hjá Randers í
Danmörku í eitt ár, en Ögmundur er Framm-
ari í húð og hár. Blaðamaður Fréttatímans
náði á kappann daginn eftir góðan sigur
á Gefle í sænsku úrvalsdeildinni þar sem
Ögmundur hélt hreinu í marki Hammarby.
Ögmundur og unnusta hans, Sandra Stein-
arsdóttir, hyggjast ganga í það heilaga í des-
ember, en til stóð að gifta sig næsta sumar.
Því var snarlega breytt þegar íslenska lands-
liðið tryggði sér farmiðann til Frakklands á
dögunum.
„Við vorum búin að plana brúðkaupið í
byrjun júlí á næsta ári fyrir löngu,“ segir
Ögmundur. „Það er samt svolítið síðan að
möguleikinn væri fyrir hendi að liðið mundi
komast á mótið svo við vorum alltaf með
Plan B. Þetta er besta mögulega ástæðan til
þess að breyta brúðkaupsdeginum,“ segir
hann. „Meira svona lán í óláni.“
Brúðkaupið verður á Íslandi þann 12. des-
ember en Ögmundur segist halda að aðrir
landsliðsmenn hafi ekki verið með svipuð
plön. „Hefði mann órað fyrir þessu áður en
undankeppnin byrjaði hefði ég ekki planað
brúðkaupið næsta sumar,“ segir hann. „Við
ákváðum þetta fyrir svo löngu síðan að við
vorum ekki farin að pæla í þessum mögu-
leika. Þó er nú ekkert búið að velja hópinn
eða slíkt, en maður vill hafa vaðið fyrir neð-
an sig og vera með hugann við verkefnið ef
að því kemur,“ segir Ögmundur. „Sandra
sýndi þessu fullkominn stuðning og þetta
verður bara vetrarbrúðkaup í stað sumars.“
Ögmundur hefur staðið sig vel á milli
stanganna hjá Hammarby og eru Svíarnir
ánægðir með Íslendingana hjá liðinu. Annar
landsliðsmaður, Birkir Már Sævarsson, leik-
ur líka með Hammarby. „Það er búið að vera
smá strögl á liðinu en mér hefur gengið vel,“
segir Ögmundur. „Það er jákvætt. Deildin er
búin í lok október svo það er frí í desember
svo maður getur einbeitt sér að brúðkaup-
inu. Ég kom til Stokkhólms í sumar og skrif-
aði undir þriggja ára samning og okkur líkar
mjög vel hér. Deildin byrjar svo aftur eftir
áramót, en það er ekki alveg vitað hvenær
þar sem Svíar keppa á ólympíuleikunum og
svo þarf að riðla öllu vegna EM eins og á
Íslandi, en alla jafna byrjar deildin í mars,
svo maður verður klár ef kallið kemur fyrir
Frakkland,“ segir Ögmundur Kristinsson
landsliðsmarkmaður.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Anna Mjöll með mömmu og Tom Jones
Hjónaband LandsLiðsmarkvÖrður fLýtir brúðkaupi
EM setti
brúðkaupið
í uppnám
Landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson hafði ákveðið fyrir all nokkru að kvænast
unnustu sinni Söndru Steinarsdóttur í byrjun júlí á næsta ári. Þegar íslenska landsliðið í knatt-
spyrnu tryggði sér þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu, sem fram fer í Frakklandi í júní og
júlí á næsta ári, þurftu þau Ögmundur og Sandra að hugsa dæmið upp á nýtt. Ögmundur
segist aldrei vera viss hvort hann verði í hópnum í Frakklandi en vildi samt baktryggja sig og
hefur parið því flýtt brúðkaupinu.
Ögmundur í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty
Ögmundur
ásamt tilvon-
andi eiginkonu
sinni, Söndru
Steinarsdóttur.
Ljósmynd/Fa-
cebook
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
auglysingar@frettatiminn.is
Fréttatímanum
er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu
og Akureyri auk
lausadreifingar um land allt.
Dreifing með
Fréttatímanum á
bæklingum og fylgiblöðum
er hagkvæmur kostur.
Ert þú að huga
að dreifingu?
„Við erum búnir að finna ýmislegt
sem ég var alveg búinn að gleyma.
Ég veit ekki hvort ég get kallað það
allt gullmola en sumt er óborgan-
legt þegar maður sér það aftur,“
segir Ásgeir Eyþórsson fjölmiðla-
maður.
Ásgeir vinnur nú að fimm þátta
sjónvarpsseríu um 30 ára sögu Ís-
lands í Eurovision ásamt Gunn-
laugi Jónssyni félaga sínum, en
saman hafa þeir gert feiknavinsæla
útvarpsþætti um tónlistarsögu Ís-
lands, Árið er.
Þáttunum svipar til útvarpsþátt-
anna og fara í loftið á RÚV í janúar.
„Þetta verður í anda Árið er en nú
bætist myndefnið við þannig að það
er eftir töluvert meiru að slægjast,“
segir Ásgeir.
Vinna við þættina er hafin og
þeir Gunnlaugur eru nú að klára
fyrsta þáttinn. „Við tökum þetta
í tímaröð en það er mismunandi
hvað hvert ár fær mikið pláss.
Stundum var engin undankeppni
hér og stundum vorum við ekki
með.“
Hvernig er þetta í samanburði
við vinnuna við Árið er?
„Þetta er náttúrlega töluvert
þrengra viðfangsefni. En það er
skemmtilegt að fletta sig í gegnum
þetta, sérstaklega eldra efnið. Það
eldist auðvelt misvel, bæði tónlistin
og tískan. Það verður alla vega
nóg af vindvélum og flottum hár-
greiðslum í þáttunum.“
Eurovision hefur alltaf notið mik-
illa vinsælda hér á landi. „Kannski
sérstaklega fyrstu árin. Þá sátu
fyrirmenni úti í sal á keppninni og
það var mikið lagt í auglýsingar
fyrir keppnina. Við kíkjum að sjálf-
sögðu á gamlar auglýsingar.“ -hdm
tónList Gera sjónvarpsþætti um 30 ára sÖGu ÍsLands Í eurovision
Nóg af vindvélum og flottum hárgreiðslum
Gunnlaugur
Jónsson er annar
umsjónarmanna
þátta um Euro-
vision ásamt
Ásgeiri
Eyþórs-
syni.
Búast
má við
því að
Silvía Nótt
komi þar
eitthvað
við sögu.
70 dægurmál Helgin 25.-27. september 2015