Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 28
S igríður tekur á móti mér á skrif- stofu sinni við Austurvöllinn, þar sem hún er í óða önn að koma sér fyrir. Segir reyndar aðstæðurnar sem þingmönnum er boðið upp hafa komið svolítið á óvart miðað við það sem hún er vön úr fyrri störfum en fólk láti sig auðvitað hafa það vegna áhuga á starfinu. Hefur hún alltaf verið áhugamanneskja um pólitík? „Ég er alin upp á mjög pólitísku heimili og hef haft áhuga á pólitík síðan ég var í barna- skóla, gekk í Heimdall 15 ára og byrjaði að mæta þar á fundi. Starfaði í Heimdalli þangað til mér var hent út sökum aldurs 36 ára gamalli. Stúdentapólitíkina í háskólanum lét ég hins vegar alveg vera, hafði engan áhuga á henni. Það kom aldrei annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn til greina miðað við minn bakgrunn, en ég var samt alls ekki alin upp í því að þetta væri eins og að halda með fótboltaliði, maður héldi með flokknum hvað sem á dyndi. Mest af pólitískri gagnrýni á mínu heimili beindist einmitt að Sjálfstæðis- flokknum, enda þótti okkur vænt um hann og var ekki sama um hvernig hann starfaði. Stjórnmál eru hins vegar list samanburðar- fræðinnar og það er enginn annar flokkur í boði hér fyrir manneskju með mínar skoð- anir, þótt mér hafi stundum fundist þær ekki fá nægt rými innan flokksins.“ Ekki hrifin af kynjakvótum Ganga ekki stjórnmál meira og minna út á málamiðlanir og tilslakanir? „Jú, jú, auðvitað. Það getur enginn setið á þingi án þess að þurfa að gera málamiðlanir, ég hef sjálf þurft að gera það, en þá þarf fólk að vega og meta hvort það sé tilbúið til þess. Ég held það sé mjög mikilvægt að að víkja ekki frá eigin prinsippum og ég hef alltaf reynt að standa með minni samvisku.“ Dæmi um það var þegar Sigríður greiddi atkvæði gegn tillögu um sérstakan jafnrétt- issjóð vegna kosningaafmælis kvenna. „Það er dæmigert mál þar sem ég gat ekki hugsað mér að styðja, enda algjörlega efnislega ósammála því. Eftir á talaði ég við marga þingmenn sem voru alveg sammála mér en höfðu kosið gegn sinni sannfæringu vegna þrýstings, það myndi ég aldrei gera.“ Ertu þá ekki ekki femínisti? „Ég styð jafnrétti kynjanna tvímælalaust, en ég er ekki hlynnt því að það eigi að vera kvótar á til dæmis þingsæti eða í stjórnum fyrirtækja, ég hefði greitt atkvæði gegn því ef ég hefði verið á þingi þá. Ég fagna því að sjálfsögðu að konum hefur fjölgað á þingi og held að körlunum þyki það líka miklu skemmtilegra, en ég myndi ekki vilja sitja hér vegna þess eins að það hefði þurft konu til að fylla kvótann. Hvað er jákvæð mismunun? Orðið felur í sér að það er mismunun í gangi og mér finnst ekki sanngjarnt að einhver hæfur karlmaður fái ekki starf sem hann sækir um vegna þess að fyrir tuttugu árum voru ekki nógu margar konur sem höfðu lagt fyrir sig lögfræði, svo ég taki nærtækt dæmi. Hitt er annað mál að jafnréttisbarátta fer auðvitað fram á ýmsum vígstöðvum og ég fagna því til dæmis að sjá aukna umfjöllum um konur í fjölmiðlum, sérstaklega í íþróttunum, en mér finnst ekki eiga að setja lög um það, fólk á að vera nógu skyni borið til að sjá að það er sjálfsagt mál.“ Frekar gribba en frekja Hefur þú aldrei lent í því að fá ekki þínu fram- gengt vegna þess að þú ert kona? „Kannski hef ég einhvern tíma lent í því, en það eru ýmsir aðrir eiginleikar sem ég hef sem ég hef lent í meiri vandræðum út af. Ég hef reyndar lent í einmitt svona fordómum frá Stendur alltaf með eigin samvisku Sigríður Á. Andersen settist á þing sem fastur þingmaður í haust, eftir að hafa verið varaþingmaður síðan 2007. Hún hefur vakið athygli fyrir skelegga framgöngu og að fylgja sinni sannfæringu, stundum þvert á stefnu flokksins. Hún segist vilja berjast fyrir auknu jafnræði, er alfarið á móti kynjakvótum og gæti vel hugsað sér að takast á við forsætisráðherra- embættið. yfirlýstum femínista sem var að hvetja konur í öllum flokkum til að kjósa þær konur sem væru í prófkjörum, en bætti við: nema þessa Sigríði Andersen. Þannig að ég held að for- dómarnir séu víða og maður geti lent í þeim út af nánast hverju sem er.“ Þú hefur ekki lent í því að vera ásökuð um að vera frekja þegar þú fylgir þínum málum fast eftir? „Nei, enda myndu fáir þora að segja það beint við mig að ég sé frekja, enda vona ég að fólki finnist það ekki. Ég frekjast ekki mikið, mér leiðist frekjugangur alveg jafn mikið og næsta manni. Ég hef hins vegar stundum heyrt að fólk sé hrætt við mig, finnist ég vera svo hvöss, þannig að ég held að fólk segi frek- ar um mig að ég sé gribba heldur en frekja.“ Bakka ekki með það sem skiptir mig máli Ertu alveg heltekin af pólitík? „Nei, ég er ekki heltekin og ég tapa mér ekki í svona smávægilegum málum sem þarfnast bara afgreiðslu. En í stóru myndinni; hugmyndafræðinni, hvað greinir að hægri og vinstri menn get ég alveg gleymt mér. Ég er ekki mikið fyrir það að vera eingöngu í því að berja á pólitískum andstæðingum, ég vil nú reyna að vera málefnalegur stjórnmála- maður.“ Margir myndu segja að þú værir óbilgjörn í þínum málflutningi, ertu sammála því? „Ég bakka ekki með það sem skiptir mig máli og vil bara vera trú minni sannfæringu. Ég held það sé bæði erfitt og leiðinlegt að vera Framhald á næstu opnu Ég hef reyndar lent í einmitt svona fordómum frá yfirlýstum femínista sem var að hvetja konur í öllum flokkum til að kjósa þær konur sem væru í prófkjörum, en bætti við: nema þessa Sigríði Andersen. Allt ósamræmi í málflutningi og gerðum kemur í bakið á manni og mér finnst ég í rauninni vera að fara auðveldu leiðina með því að vera samkvæm sjálfri mér. Ljósmynd/Hari 28 viðtal Helgin 25.-27. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.