Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 68
Í takt við tÍmann nanna ElÍsa snædal Jakobsdóttir
Dansa meira eftir að ég hætti að drekka
Staðalbúnaður
Það er pínu kómískt hversu ósamstæðan
fatastíl ég hef. Þegar ég fer í vinnu er ég
bara „Nanna normcore“ í einhverju þægi-
legu og nenni ekki að mála mig. Svo get
ég verið ótrúlega uppstríluð og fín ef ég er
að fara á einhvern fund. Ætli stíllinn minn
sé ekki kannski að vera svolítið ófyrirsjá-
anleg. Ég er reyndar núna að reyna að
haga mér í samræmi við aldur og ganga
með fína skartgripi. Ég er að henda
þessu H&M-dóti sem skilur eftir sig
brúnan hring á manni. Ég fékk nýjan
hring frá Aurum í afmælisgjöf og set
nú stefnuna á að ganga með íslenska
skartgripi.
Hugbúnaður
Mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með
fólki og samfélaginu, hvernig allt virkar. Það
er kannski ástæðan fyrir því að ég fór í lög-
fræði og svo í blaðamennsku. Ég er vakin og
sofin yfir því hvernig ég get fengið nemend-
ur í háskólum á Íslandi að láta í sér heyra
um námið og aðbúnað í skólum svo við
getum haft áhrif á stefnumótun í skólakerf-
inu. En þegar ég er ekki að reyna að breyta
heiminum finnst mér gaman að fara út að
dansa á Kiki og Húrra. Í sumar ákvað ég að
gera tilraun með
að hætta
að drekka
áfengi.
Eftir það
hef ég
djamm-
að og
dansað
miklu
meira og skemmt mér betur svo tilraunin er
smám saman að breytast í nýjan lífsstíl, alla
vega eitthvað út árið. Bestu stundir vikunnar
eru þegar ég fæ mér kaffi á morgnana með
vinkonum og vinum á Reykjavík Roasters.
Ég fer alveg í ræktina en það er líka líkams-
rækt að drekka kaffi með þeim því ég hlæ
svo mikið. Ég uppgötvaði Amy Schumer
svolítið seint en síðustu mánuði hef ég verið
að drekka í mig allt sem ég get fundið frá
Ljósmynd/Hari
henni. Það er ótrúlegt hvað hún hefur breytt
hugarfari margra með beittu glensi.
Vélbúnaður
Ég hef stundum áhyggjur af því að iPhone-
inn minn límist við hendurnar á mér. Ég
nota hann mjög mikið og er mjög virk á
öllum samfélagsmiðlum. Facebook er orðið
að vinnutæki og það hræðir mig pínu hvað
ég nota það mikið. Mér finnst líka geggjað
að nota Snapchat og það er skemmtilegt
hvernig hver og ein manneskja getur orðið
að sketsahöfundi með snjallsímann sinn.
Sjálf reyni ég að gera mitt besta til að vera
skemmtileg, mikilvægast er að taka
sjálfan sig ekki of alvarlega.
Aukabúnaður
Ég er fræg fyrir brokkólípítsuna mína og
hef snúið mörgum pítsuelskendum yfir á
hana. Þegar ég fer út að borða finnst mér
gott að fara á Gló en annars er ég líka dugleg
að borða bara maískökur með hnetusmjöri
og sultu. Ég lifi bíllausum lífsstíl, svona
innan gæsalappa. Ég reyni að labba og taka
strætó en hef samt aðgang að bílnum hans
pabba og nota hann óspart. Í sumar gekk
ég Strútsstíg með Auði vinkonu minni. Við
vorum í fimm daga án samfélagsmiðla,
internets og rafmagns og þetta var kynngi-
magnað. Ótrúleg lífsreynsla sem var bæði
róandi og gaf manni mikinn kraft. Næsta
vor stefni ég á að fara á Interrail-ferðalag um
Austur-Evrópu. Uppáhalds staðurinn minn
er samt alltaf sumarhúsið hennar ömmu í
Danmörku. Amma og afi keyptu sér hús
í Dragør á Sjálandi fyrir mörgum árum,
ótrúlega heillandi gult hús með arni. Þarna
er alltaf gott veður og góð lykt.
Nanna Elísa Snædal Jakobsdóttir er 25
ára Reykvíkingur með smá slettu af
Jökuldal, eins og hún orðar það sjálf.
Hún lauk BA-prófi í lögfræði síðasta
vor og stefnir á nám í alþjóðasam-
skiptum erlendis á næstunni. Fram að
því er hún að vinna á Vísi, situr í há-
skólaráði HÍ og er formaður landssam-
taka íslenskra stúdenta. Nanna borðar
á Gló og býr til frábæra brokkólípítsu.
Hljómsveitin Retro Stefson er meðal þeirra sem fram koma á skyrhátíðinni í Finn-
landi um helgina.
matarmEnning Finnar sólgnir Í ÍslEnskt skyr
Íslenskir tónlistarmenn
á finnskri skyrhátíð
Sérstök skyrhátíð fer fram í Finn-
landi um helgina þar sem íslenska
skyrinu, íslenskri tónlist og ís-
lenskri matarmenningu verður
gert hátt undir höfði. Að hátíðinni
standa finnskir söluaðilar skyrs-
ins, Skyr Finland, en viðburður-
inn er liður í því að fagna góðu
gengi skyrs þar í landi. Yfirskrift
hátíðarinnar er á þá leið að Ísland
sé komið til Finnlands en hátíðin
fer fram á lítilli eyju rétt fyrir utan
Helsinki og er nafni hennar af
þessu tilefni tímabundið breytt í
Ísland. Hugmyndin er að sam-
eina tvær þjóðir yfir eina helgi og
verður öllu til tjaldað til að gera
hátíðina sem fjölbreyttasta og
skemmtilegasta. Meðal þeirra
sem fram koma eru plötusnúður-
inn DJ Margeir og hljómsveit-
irnar Retro Stefson, Sísí Ey og
Vio, en sú síðastnefnda stóð uppi
sem sigurvegari Músíktilrauna á
síðasta ári.
Annie Mist Þórisdóttir, afreks-
kona í Crossfit og tvöfaldur heims-
meistari í greininni verður með í
för sem og kraftajötuninn Hafþór
Júlíus.
Stöðug aukning hefur verið á
skyrsölu í Finnlandi og er eftir-
spurnin mun meiri en framboðið
þar sem framleiðslugetan annar
vart eftirspurn, að því er fram
kemur hjá Mjólkursamsölunni.
Skyrið fyrir finnska markaðinn er
bæði framleitt hér á Íslandi og hjá
Thise-mjólkurbúinu í Danmörku,
með sérleyfi frá MS.
Skyrævintýrið í Finnlandi hófst
með ferðalagi ungs manns að
nafni Miikka Eskola til Íslands
fyrir tæpum fimm árum. Hann
kolféll fyrir íslenska skyrinu og í
framhaldinu náðist samkomulag
við MS um samstarf og útflutning
á skyrinu þangað.
68 dægurmál Helgin 25.-27. september 2015