Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 20
Fulltrúar Ungverja ruku á dyr með þjósti Þrír fulltrúar ungverskra stjórnvalda spruttu úr sætum og gengu út af opnunarhátíð Bókamessunnar í Gautaborg eftir að rússneska baráttukonan Masha Gessen sagði að sér fyndist óbærilegt að tala í návist þeirra. Ó venjuleg staða kom upp á opnunarhátíð Bóka-messunnar í Gautaborg á fimmtudagsmorgun þegar fulltrúar ungverskra stjórnvalda risu úr sæt- um og gengu á dyr eftir harðorða ræðu rússnesku baráttukonunnar og rithöfundarins Möshu Gessen, baráttumanns fyrir réttindum sam- kynhneigðra í Rússlandi og eins harðasta andstæðings Pútíns Rúss- landsforseta, sem flúði land árið 2013 vegna ofsókna gegn samkynhneigð- um. Að sögn íslenskra sjónarvotta var augsýnilegt að Ungverjunum var gróflega misboðið. Ræðan varð enn sterkari í ljósi þess að Gessen er and- lit Bókamessunnar í ár sem haldin er undir yfirskriftinni tjáningarfrelsi. Gessen lýsti því í ræðu sinni hversu erfitt væri að vera rithöf- undur í þrúgandi stjórnmálaástandi eins og ríkir nú í Ungverjalandi. Hún klykkti út með því að vissulega væri gaman að mæta á Bókamess- una og koma sínum sjónarmiðum á framfæri við allt þetta fólk, en henni fyndist alveg óbærilegt að þurfa að tala í návist leiðtoga Ungverja- lands. Um leið og hún sleppti orðinu spruttu þrír fulltrúar Ungverjalands upp og skunduðu út með þjósti. Það sem gerir þessa uppákomu enn pín- legri er að Ungverjaland er fókuslandið á bókamessunni í ár, sem var ákveðið fyrir tveimur árum, og athyglin beinist þar af leiðandi enn meira að því en öðrum lönd- um. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var einn þeirra sem ávörp fluttu við opnun- ina og segir Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður RSÍ, að honum hafi mælst sér- lega vel um mikilvægi þess að sýna hvert öðru virðingu, hvaðan sem við kæmum og verið mjög vel fagnað. „Ég var svo dolfall- in yfir því hvað ráðherranum okkar mælt- ist vel að ég missti af þessari uppákomu,“ segir hún, „en það var hins vegar greini- legt allan tímann að nærvera fulltrúa ung- verskra stjórnvalda var eins og bleikur fíll í stofunni.“ Sautján íslenskir rithöfundar koma fram á bókamessunni í ár undir formerkjunum Raddir frá Íslandi og sagði Hrefna Haralds- dóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar ís- lenskra bókmennta, í gær að framganga þeirra hafi fengið mikla athygli. „Við erum á blússandi siglingu og búin að vera fjöl- mörg prógrömm með íslenskum höfundum í dag. Íslendingasagnaprógramm í morgun Hún klykkti út með því að vissulega væri gaman að mæta á Bóka- messuna og koma sínum sjónarmiðum á framfæri við allt þetta fólk, en henni fyndist alveg óbærilegt að þurfa að tala í návist leið- toga Ung- verjalands. Einar Kárason og Gerður Kristný voru fulltrúar Íslands í prógrammi um Íslendingasögurnar. 20 bækur Helgin 25.-27. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.