Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Síða 20

Fréttatíminn - 25.09.2015, Síða 20
Fulltrúar Ungverja ruku á dyr með þjósti Þrír fulltrúar ungverskra stjórnvalda spruttu úr sætum og gengu út af opnunarhátíð Bókamessunnar í Gautaborg eftir að rússneska baráttukonan Masha Gessen sagði að sér fyndist óbærilegt að tala í návist þeirra. Ó venjuleg staða kom upp á opnunarhátíð Bóka-messunnar í Gautaborg á fimmtudagsmorgun þegar fulltrúar ungverskra stjórnvalda risu úr sæt- um og gengu á dyr eftir harðorða ræðu rússnesku baráttukonunnar og rithöfundarins Möshu Gessen, baráttumanns fyrir réttindum sam- kynhneigðra í Rússlandi og eins harðasta andstæðings Pútíns Rúss- landsforseta, sem flúði land árið 2013 vegna ofsókna gegn samkynhneigð- um. Að sögn íslenskra sjónarvotta var augsýnilegt að Ungverjunum var gróflega misboðið. Ræðan varð enn sterkari í ljósi þess að Gessen er and- lit Bókamessunnar í ár sem haldin er undir yfirskriftinni tjáningarfrelsi. Gessen lýsti því í ræðu sinni hversu erfitt væri að vera rithöf- undur í þrúgandi stjórnmálaástandi eins og ríkir nú í Ungverjalandi. Hún klykkti út með því að vissulega væri gaman að mæta á Bókamess- una og koma sínum sjónarmiðum á framfæri við allt þetta fólk, en henni fyndist alveg óbærilegt að þurfa að tala í návist leiðtoga Ungverja- lands. Um leið og hún sleppti orðinu spruttu þrír fulltrúar Ungverjalands upp og skunduðu út með þjósti. Það sem gerir þessa uppákomu enn pín- legri er að Ungverjaland er fókuslandið á bókamessunni í ár, sem var ákveðið fyrir tveimur árum, og athyglin beinist þar af leiðandi enn meira að því en öðrum lönd- um. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var einn þeirra sem ávörp fluttu við opnun- ina og segir Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður RSÍ, að honum hafi mælst sér- lega vel um mikilvægi þess að sýna hvert öðru virðingu, hvaðan sem við kæmum og verið mjög vel fagnað. „Ég var svo dolfall- in yfir því hvað ráðherranum okkar mælt- ist vel að ég missti af þessari uppákomu,“ segir hún, „en það var hins vegar greini- legt allan tímann að nærvera fulltrúa ung- verskra stjórnvalda var eins og bleikur fíll í stofunni.“ Sautján íslenskir rithöfundar koma fram á bókamessunni í ár undir formerkjunum Raddir frá Íslandi og sagði Hrefna Haralds- dóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar ís- lenskra bókmennta, í gær að framganga þeirra hafi fengið mikla athygli. „Við erum á blússandi siglingu og búin að vera fjöl- mörg prógrömm með íslenskum höfundum í dag. Íslendingasagnaprógramm í morgun Hún klykkti út með því að vissulega væri gaman að mæta á Bóka- messuna og koma sínum sjónarmiðum á framfæri við allt þetta fólk, en henni fyndist alveg óbærilegt að þurfa að tala í návist leið- toga Ung- verjalands. Einar Kárason og Gerður Kristný voru fulltrúar Íslands í prógrammi um Íslendingasögurnar. 20 bækur Helgin 25.-27. september 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.