Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 36
L
inda tekur á móti mér á
heimili sínu á rigningar-
eftirmiðdegi og býður
mér kaffi við eldhús-
borðið. Við byrjum á því
að skoða bókina sem nýkomin er
úr prentun og hún segist hafa þá
tilfinningu þegar hún handleikur
hana að þetta sé mjög gömul bók,
hún hafi lifað með henni svo lengi.
En hvað olli því að bókin var heil sjö
ár í smíðum?
„Þetta hafa verið erfiðir tímar.
Ég lenti í miklu þunglyndi og var
lengi að takast á við það að ég væri
þunglynd. Ég fór til sálfræðings
vegna ritteppu, mér fannst mér
ganga svo illa að skrifa og ætlaði
bara að fá hjálp með það. Hún fór að
benda mér á að ég væri nú voðalega
döpur og sorgmædd en mér fannst
það bara alveg eðlilegt. Þegar
hún var búin að benda mér á þetta
nokkrum sinnum rann það loksins
upp fyrir mér að ég þyrfti sennilega
að gera eitthvað í því. Ég hafði hætt
að reykja ári áður og var á lyfinu
Champex dálítið lengur en ráðlagt
er og hrapaði alveg niður þegar ég
hætti á því. Ég var búin að reykja
síðan ég var þrettán ára og fannst
það vera eitthvað sem ég nauðsyn-
lega þyrfti til að funkera og fannst
alveg eðlilegt að ég væri döpur
að vera hætt því. Mig fór fyrst að
gruna að eitthvað væri að þegar ég
náði engu sambandi við bókina sem
ég var að lesa, en hugsaði með mér
að þetta hlyti bara að vera svona
leiðinleg bók og lagði hana á hill-
una. En bækurnar héldu áfram að
hlaðast upp á náttborðinu hálflesn-
ar, mér fannst þær allar jafn leiðin-
legar. Þegar ég var hætt að komast
í gegnum Fréttablaðið á morgnana
sá ég að þetta væri nú sennilega
ekki alveg eðlilegt. Öll einbeiting
og fókus hvarf og ég var alveg úti
á þekju. Það tók langan tíma að
ná sér upp aftur. Á þessum tíma
var ég að vinna í fyrsta kaflanum í
bókinni, og komin dálítið vel inn í
hann, en mér gekk alveg rosalega
illa. Þegar ég fór að skoða þessi ljóð
eftir að ég fór að lagast þurfti ég að
taka þau öll upp aftur. Það var allt í
þeim sem átti að vera þar en þetta
var eins og púsluspil sem er vitlaust
raðað saman og það var mikil vinna
að raða púslunum rétt. Það hefði
verið miklu auðveldara fyrir mig að
henda þessu bara en það var þarna
allt sem ég vildi segja og ég var
ekki tilbúin til þess.“
Palestína og Ísland
Frelsi skiptist í þrjá kafla auk inn-
gangs og Linda segir elsta hlutann,
innganginn, vera frá árinu 2008
en nýjustu ljóðin í síðasta kafl-
anum frá þessu ári. Miðkaflinn
fjallar um ferð til Palestínu sem
Linda fór árið 2010, rétt áður en
þunglyndið skall á. Hún segist þó
ekki hafa byrjað að skrifa þau ljóð
fyrr en tveimur árum síðar. „Það
stóð aldrei sérstaklega til að skrifa
ljóðabálk um þessa ferð en svo
fór þessi reynsla að leita á mig og
þegar ég var búin með ljóðin fannst
mér að þau ættu ofsalega vel heima
þarna á milli hinna kaflanna sem
fjalla um ástandið á Íslandi. Ég er
mjög ánægð með það hvað þessi
langi vinnslutími hefur unnið með
handritinu og það hefur breyst af-
skaplega mikið á þessum tíma. Ég
hafði auðvitað einhverja hugmynd
til að byrja með og sá strax 2008 að
ég var með efni í höndunum sem
mig langaði virkilega til að vinna
með. Eins og alltaf þá þróaðist
hugmyndin á vinnslutímanum en
grunnhugmyndin og þemað eru
þarna ennþá.“
Linda segist ekki hafa komist
almennilega í gang með skrifin
fyrr en hún fór frá Íslandi í nokkra
mánuði til að vinna. „Þrjú síðustu
ár hef ég farið til útlanda í nokkrar
vikur á ári til að vinna og það hefur
reynst mér rosalega vel. Ég hrökk
í gang og náði að binda þessa þrjá
kafla saman eins og þurfti að gera.
Mér fannst þetta ferli reyndar orðið
svo langdregið og leiðinlegt að ég
vildi helst bara að þetta væri búið,
en sem betur fer lét ég það ekki
eftir mér að segja þetta klárað fyrr
en ég var orðin fullkomlega ánægð
með það.“
Sama ferli í drykkjuskap og
stóriðju
Þetta er mjög pólitísk bók, ertu
orðin herskárri með aldrinum?
„Já, hún er það, en það er ekkert
nýtt hjá mér. Ljóðabækurnar mínar
eru kannski ekkert sérstaklega
pólitískar en skáldævisaga mín,
Lygasaga, er mjög pólitísk. Ekki
bara áfengispólitísk, eins og margir
halda, heldur þjóðfélagspólitísk.
Æ G I S G A R Ð I 2 , 1 0 1 R E Y K J A V Í K ,
S Í M I 5 1 2 8 1 8 1
VERIÐ VELKOMIN
Á NÝJAN VEITINGASTAÐ
Í RAUÐA HÚSINU
VIÐ GÖMLU HÖFNINA
Í REYKJAVÍK
Gekk til sálfræðings
vegna ritteppu
Ljóðabókin Frelsi eftir Lindu Vilhjálmsdóttur hefur verið lengi í smíðum, elstu ljóðin eru frá 2008
og þau nýjustu frá þessu ári. Ástæður þessa langa meðgöngutíma eru ýmsar; hrun, þunglyndi,
barátta við predikunartóninn, svo nokkrar séu nefndar, en árangurinn er biðarinnar virði.
„Ég held maður hafi áhrif með öllu sem maður gerir,” segir Linda Vilhjálmsdóttir. Ljóðabók hennar, Frelsi, var að koma út. Ljósmynd/Hari
36 viðtal Helgin 25.-27. september 2015