Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 30
Fjölskylduhagir og skólaganga: „Ég er ennþá með mennta- skólaástinni minni, Glúmi Jóni Björnssyni efnafræðingi og við eigum tvær dætur, 10 og 6 ára. Við búum í Vesturbænum, enda er ég Vesturbæingur að langfeðratali og hef alltaf búið þar. Skólaganga mín var hefð- bundin, Landakotsskóli, Haga- skóli, MR og Háskóli Íslands þar sem ég lærði lögfræði, en tók eitt ár af henni í Madríd á Spáni og bjó þar einn vetur. Las spænsku í háskólanum jafnhliða laganáminu, en á enn eftir að skila BA-ritgerðinni. Verð að fara að druslast til þess. Ég fór reyndar ekki í lög- fræðina strax eftir stúdents- próf, vann sem blaðamaður á gamla DV eitt ár, en ég hafði unnið þar á sumrin á meðan ég var í menntaskólanum og hélt því áfram á háskólaárunum. Eftir útskrift fékk ég starf hjá Verslunarráði Íslands þar sem ég vann í sjö ár eða þangað til ég eignaðist eldri dóttur mína. Þá tók ég mér frí í tvö ár og fékk eftir það vinnu á lögfræðistofunni Lex, þar sem ég vann þangað til ég sagði starfi mínu lausu til að setjast á Alþingi. Ég hef verið pistlahöfundur á mörgum blöðum í gegnum tíðina og skrifa enn pistla hálfs- mánaðarlega í sunnudagsblað Morgunblaðsins.“ Viðbrögð dætr- anna við nýja starfinu: „Það er reyndar líka krefjandi og mikil vinna að vera lögmaður, maður var alltaf meira og minna í vinnunni. Stelpunum mínum fannst mjög sorglegt að ég væri að hætta á Lex, en það var nú aðallega vegna félags- starfsins þar fyrir börn starfsmanna og þær óttuðust til dæmis að missa af jólaföndrinu þar ef ég hætti. Þær horfa stundum á alþingisrásina ef þær vita að ég er að fara að tala og gagn- rýna mig harðlega þegar ég kem heim. Þær koma með athugasemdir um að ég hafi notað ákveðin orð of oft eða að forsetinn hafi hringt bjöll- unni meðan ég var að tala og spyrja hvort ég geti ekki vinsamlegast fylgt reglunum á þingi. Þær eru dálítið eins og ég var þegar ég var að alast upp og fylgjast vel með þjóðmálaumræðunni en segjast samt ekki hafa neinn áhuga á pólitík.“ Alþingi er ekki vinnustaður: „Það er stundum talað um að Alþingi sé ekki fjölskylduvænn vinnustaður, en ég geri dálitlar athugasemdir við þá skilgreiningu. Þetta er ekki vinnustaður í hefðbundnum skilningi, vinnan fer fram alltaf, alls staðar. Maður er að vinna heima líka og í rauninni hvar sem maður er. Ég finn til með þeim stjórnmálamönnum sem eiga maka sem hafa engan áhuga á stjórnmálum, ég held að það sé mjög erfitt og leiðinlegt. Ég er svo heppin að maðurinn minn hefur mikinn áhuga á stjórnmálum og fjölskylda mín sömuleiðis. Ég á tvo bræður og annar þeirra er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjálfsögðu, en hinn var um tíma formaður Óðins, félags laun- þega í Sjálfstæðisflokknum. Foreldrar og tengdaforeldrar eru líka mjög áhugasöm um pólitík. Þannig að ég er mjög vel sett hvað það varðar.“ Helstu baráttu- mál: „Lækkun skatta og að auka lagalegt jafnræði. Ég vil líka einfalda allt regluverk. Ég sit núna í efnahags- og viðskipta- nefnd og hef látið mig varða innleiðingu á Evrópureglum, mér finnst þær fara ansi hratt í gegn hvort sem þær henta íslenskum aðstæðum eða ekki. Ég myndi vilja að það væri skoðað miklu betur áður en þær eru innleiddar hér. Almennt séð vil ég berjast fyrir frelsi einstaklinga, afnema ríkiseinokun og ríkisábyrgðir og láta fyrirtæki standa og falla með eigin rekstrarákvörð- unum án aðkomu rískisins. Ég er alfarið á móti allri for- sjárhyggju.“ Önnur áhugamál: „Það er nú ekki mikill tími fyrir þau, en ég druslast á lappir sex eða sjö á morgnana til að koma mér í ræktina, við hjónin erum samtaka í því að sá þáttur detti ekki út. Ég hef líka áhuga á útivist og reyni að ganga á fjöll nokkrum sinnum á sumri. Annað áhugamál, sem kannski tengist starfinu þar sem flestir vinir mínir eru í stjórnmálum að einu eða öðru leyti, er að hitta vini mína og eiga gefandi samræður og samveru með þeim. Ef ég hefði tíma á kvöldin þá myndi ég elska að geta nýtt þau til að prjóna.“ Draumaráðu- neytið: „Forsætisráðuneytið, auðvitað, ég held að allir þingmenn myndu helst vilja það. Sérstak- lega núna þegar Sigmundur Davíð er búinn að safna sífellt fleiri málaflokkum undir það. Ég held líka að fjármálaráðu- neytið sé mjög skemmtilegt ráðuneyti og ég myndi gjarna vilja takast á við það.“ Riga í Lettlandi 10–13. október 2015 Síðasta útkall! Riga er meira en 800 ára gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg: Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma í bland við hefðbundna nútímaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin – söfn eða fallegar byggingar, listviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði – þá finnur þú það í Riga. Í Riga má finna eitt mesta samansafn af Art Nouveau eða Jugend byggingarlist. Næturlíf Riga er orðið þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að. Tilboðsverð fyrir síðustu sætin - 68.900.- Innifalið: Flug frá Keflavík og Akureyri, fjögurra stjörnu hótel á besta stað með morgunmat, rúta frá flugvelli og íslenskur fararstjóri. 588-8900 Transatlantic.is stjórnmálamaður ef maður er það ekki. Allt ósamræmi í málflutningi og gerðum kemur í bakið á manni og mér finnst ég í rauninni vera að fara auðveldu leiðina með því að vera samkvæm sjálfri mér og berj- ast fyrir því sem ég trúi á. Ekki þar fyrir að ég er alveg tilbúin til að skipta um skoðun ef mér er sýnt fram á að einhver önnur skoðun sé betri, ég vona að ég sé ekki einstrengingsleg. Ég hlusta á það sem aðrir hafa fram að færa, ef það eru málefnaleg rök, en ég stend á mínu.“ Ætla að nota þennan tíma vel Stefnirðu á toppinn í flokknum? „Það er alltaf spurning hvað er toppurinn. Ég held að það sé mikil- vægt að menn líti alltaf á þann stað þar sem þeir eru á hverjum tíma sem toppinn. Mér finnst ég hafa verið heppin að fá þetta tækifæri, þótt það hafi ekki verið með ánægjulegum formerkjum þar sem ég kom inn eftir lát Péturs Blöndal. Ég ætla mér að nota þessi tvö ár sem eftir eru af kjörtíma- bilinu mjög vel og sjá svo til hvað ég geri í framhaldinu. Ég held það sé mikilvægt að vera opinn fyrir öllum tækifærum og ef menn ætla sér að komast áfram í pólitík þá sé það ekki góður hvati að þeir sjái ekki tækifæri í öðrum geirum. Það skiptir mig máli að vera hér og hafa tök á því að hafa áhrif á lög- gjöfina og styðja aðra þingmenn í hvaða flokki sem er til góðra verka. Þanig að í bili stefni ég ekki á annan topp en alþingistoppinn. Framhaldið kemur svo bara í ljós.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Ég finn til með þeim stjórn- málamönnum sem eiga maka sem hafa engan áhuga á stjórnmálum, ég held að það sé mjög erfitt og leiðinlegt. Ljósmynd/Hari 30 viðtal Helgin 25.-27. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.