Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 14
Takata loftpúðar
Um það bil 23,4 milljónir loftpúða fyrir bílstjóra
og farþega sem Takata framleiddi í 19,2 milljónir
bíla hafa verið innkallaðir. Loftpúðarnir eiga
það til að blásast of fljótt upp og springa
með þeim afleiðingum að járn-drasl
hefur stungist í bílstjóra og farþega. Að
minnsta kosti sjö manns hafa látist í
Bandaríkjunum af þessum sökum.
General Motors
Að minnsta kosti 169 dauðs-
föll hafa verið rakin til galla
í kveikjulás bíla General
Motors. Bílarnir áttu það til að
drepa á sér á fullri ferð. Gallinn
uppgötvaðist fyrir áratug en það
var fyrst í fyrra sem byrjað var að
innkalla bíla. GM hefur samþykkt
að greiða 900 milljónir dollara í
dómsátt vegna málsins.
Toyota
Toyota í Bandaríkjunum samþykkti í fyrra að greiða 1,2 milljarða Bandaríkjadala í dómssátt fyrir að hafa ítrekað logið til um alvarlegan
öryggisgalla í bílum sínum. Toyota og Lexus bílar áttu það til að gefa bensínið í botn án þess að ökumenn þeirra fengju við neitt ráðið.
Tíu milljón bílar voru innkallaðir og uppgefnar ástæður meðal annars bilun í bremsum, föst bensíngjöf og vandamál með gólfmottur.
Firestone-dekk
Um 6,5 milljónir Firestone-
dekkja voru innkölluð árið
2000 vegna galla. Dekkin ýmist
sprungu, tættust eða gáfu sig
á annan hátt. Flest voru dekkin
notuð í Ford jeppum og pallbílum.
Umferðaryfirvöld í Bandaríkjunum
fengu tilkynningar um 271 dauðsfall
og 800 tilvik þar sem slys urðu á fólki
vegna galla í dekkjunum.
Ford Pinto
Að minnsta kosti 27 létust á áttunda ára-
tugnum vegna þess hvar bensíntankurinn í
Ford Pinto var staðsettur. Í sumum tilvikum
kviknaði í bílunum þegar keyrt var aftan
á þá. Ford innkallaði yfir eina og hálfa
milljón Pinto-bíla árið 1978.
Fylgdu okkur á Facebook.
facebook.com/kiamotorsisland
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Kia Rio bíður þín í Öskju, Krókhálsi 11. Komdu og prófaðu, við tökum vel á móti þér.
Kia Rio LX 1,1 — dísil, beinskiptur.
Verð frá 2.550.777 kr.
Útborgun aðeins 10% eða 255.077 kr.*
Einn sparneytnasti dísilbíll í heimi
Kia Rio er kraftmikill og sparneytinn dísilbíll sem fer með þig á vit ævintýranna. Hann
er ríkulega búinn spennandi staðalbúnaði og eyðir um 3,6 l/100 km í blönduðum akstri.
CO2 í útblæstri er með því minnsta sem þekkist og þess vegna má leggja honum frítt
í Reykjavík, 90 mínútur í senn. 7 ára ábyrgð fylgir nýjum Kia Rio.
Br
an
de
nb
ur
g
www.kia.com7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum
Ævintýrin
bíða þín í Rio
M.v. óverðtryggt lán í 84 mánuði. Afborgun 38.777 kr. Vextir 9,4 %.
Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,14%.
*
Skandalar í bílaheiminum
Allra augu hvíla
nú á Volkswagen
eftir að í ljós
kom að bílarisinn
svindlaði á út-
blástursprófum og
setti hugbúnað í
11 milljón dísilbíla
sem skynjaði hve-
nær prófin fóru
fram. Aðalfor-
stjóri fyrirtækisins
hefur sagt upp
störfum og um
500 þúsund bílar
verða innkallaðir
í Bandaríkjunum.
Þetta er síður
en svo fyrsti
skandallinn hjá
stórum bílafyrir-
tækjum þar sem
jafnvel líf og limir
fólks eru settir í
hættu til að verja
hagsmuni. Við
rifjum upp nokkra
eftirminnilega.
Heimildir: AP og FÍB.
14 fréttir Helgin 25.-27. september 2015