Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 8
 Minjar rausnarleg gjöf Þórhalls Matthíassonar Listilega uppgerðar vélar sem margar eru gangfærar. Skrá yfir sögu bátavélanna verður aðgengileg á sýningu. f armur tveggja bíla með flutninga-vagna sem kom til Reykhóla í liðinni viku var óvenjulegur, um það bil 150 gamlar bátavélar og búnaður tengdur þeim. Um var að ræða gjöf Þórhalls Matthías- sonar á Akureyri til Bátasafns Breiðafjarð- ar á Reykhólum, en hann hefur safnað báta- vélum og gert upp í tugi ára, að því er fram kemur á Reykhólavefnum, en þar er vitnað í vef Félags áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar, þar sem segir: „Að undan- förnu hefur Þórhallur verið að leita að fram- tíðarstað fyrir safn sitt. Fyrir stuttu komust á viðræður forsvarsmanna Bátasafns Breiðafjarðar og Þórhalls hvort möguleiki væri á að safn hans myndi geta átt sér fram- tíðarstað á Reykhólum. Eftir að við höfðum ráðfært okkur við félaga okkar hjá Báta- og hlunnindasýningunni var ákveðið að þiggja þessa rausnarlegu gjöf Þórhalls og búa henni veglegan stað í kjallara húsnæðis Báta- og hlunnindasýningarinnar.“ Á vef félagsins segir enn fremur: „Vetur- inn verður notaður til að undirbúa húsnæð- ið, leggja í gólf, mála og koma rafmagni og öðru í gott horf. Næsta vor verður sýningin svo sett upp í samvinnu við Þórhall og verður hún með hans nafni. Þórhallur hefur haldið skrá yfir alla munina og er saga þeirra flestra einnig aðgengileg. Það má því segja að næsta vor samanstandi Báta- og hlunnindasýningin í raun af þremur sýn- ingum; bátasafni (súðbyrðingar), hlunn- indasafni og vélasafni.“ Af hálfu Félags áhugamanna um Báta- safn Breiðafjarðar á Reykhólum tóku Hafliði Aðalsteinsson og Eggert Björnsson á móti gjöfinni og komu vélunum fyrir til bráðabirgða. Á bátavef Hjalta Hafþórssonar á Reyk- hólum segir m.a., að því er fram kemur á Reykhólavefnum: „Vélarnar eru listilega vel gerðar upp og þarna eru tegundir sem ég hef aldrei heyrt nefndar og aðrar sem algengastar voru. Vélasafnið er sennilega það stærsta í einkaeigu á landinu og mikill fengur fyrir okkur hérna á svæðinu. Safnið kemur til með að gera þá sýningu sem fyrir er enn skemmtilegri og fróðlegri fyrir þá gesti sem sækja okkur heim.“ Þórhallur Matthíasson er Vestfirðingur að uppruna, alinn upp í Skötufirði í Ísafjarð- ardjúpi, en búsettur á Akureyri. Hann hefur safnað bátavélum í áratugi og gert þær upp. Margar þeirra eru gangfærar. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Um 150 bátavélar í safn á Reykhólum Bátasafni Breiðafjarðar á Reykhólum bárust á dögunum um 150 gamlar bátavélar, gjöf Þórhalls Matthíassonar sem safnað hefur vélunum í áratugi og gert þær upp. Mynd/Ása Fossdal Biblíusýning í Bókhlöðunni Sýning á íslenskum biblíuútgáfum verður opnuð á morgun, laugardag klukkan 13, í Þjóðarbókhlöðu. Sýningin er samstarfs- verkefni Landsbókasafns Íslands-Háskóla- bókasafns og Hins íslenska biblíufélags. Hið íslenska biblíufélag er elsta starfandi félag á landinu og fagnar 200 ára afmæli í ár. Atvinnuleysi 3,8% í ágúst Atvinnuleysi í ágúst síðastliðnum var 3,8%, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hag- stofunnar voru að jafnaði 197.300 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í ágúst 2015, sem jafngildir 84,3% atvinnuþátt- töku. Af þeim voru 189.800 starfandi og 7.500 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 81,1% og hlut- fall atvinnulausra af vinnuafli var 3,8%. Samanburður mælinga fyrir ágúst 2014 og 2015 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um 1,3 prósentustig og hlutfall starfandi fólks af mannfjölda gerði það einnig eða um 2 stig. Atvinnuleysi dróst hins vegar saman um 0,9 prósentustig frá því í ágúst 2014, úr 4,7% í 3,8%. Ansi ánægðir Íslendingar Íslendingar virðast vera ansi lukkulegir ef marka má nýja könnun MMR á ánægju þeirra með lífið og tilveruna. Um 90% sögðust vera ánægð með vinnuna sína og nágranna. Um 88% sögðust vera ánægð með sumarfríið sitt. Fleiri sögðust vera ánægðari með vinnuna sína frá því í fyrra en færri sögðust þó vera ánægðari með sumarfríið sitt og nágranna sína miðað við árið 2014. Könnunin var framkvæmd dagana 31. ágúst til 3. september og var heildarfjöldi svarenda 1023 einstaklingar, 18 ára og eldri. ... þarna eru tegundir sem ég hef aldrei heyrt nefndar og aðrar sem algengast- ar voru. Fjórar sýningar að eigin vali á besta verðinu. Áskriftarkort Borgarleikhússins Vertu með í vetur! Miðasala borgarleikhus.is 568 8000 8 fréttir Helgin 25.-27. september 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.