Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 40
Nokkrar athugasemdir Slysahætta fyrir hjólreiðafólk Það er viss tegund hjólreiðamanna sem skapar hættu á göngustígum fyrir alla gangandi vegfar- endur, tvífætta og ferfætta. 7 . ágúst birtist grein í Frétta-tímanum með fyrirsögninni hér að ofan. Ég hef því mið- ur ekki haft tóm til að gera nokkrar at- hugasemdir við hana til birtingar í blaðinu fyrr en núna. Í greininni er rætt við Morten Lange, varamann í stjórn Landssambands hjól- reiðamanna. Mor- ten telur að hætta geti skapast á göngustígum milli hjólafólks og hunda og þá væntanlega gangandi vegfarenda með hunda. Hann tel- ur að mesta hættan stafi af hund- um sem ganga við taum sem má lengja og stytta. Einnig er rætt við Rúnu Helga- dóttur, starfsmann Hundarækt- arfélags Íslands. Hún segir að þjálfarar kenni eigendum að láta hundinn jafnan ganga sér við vinstri hlið eins og á hundasýn- ingum. Samt draga bæði í efa að þetta sé heppilegt á göngustígum því að þar er hægri umferð eins og alls staðar annars staðar og hund- greyið dæmist þá til að ganga á miðri gang- brautinni og þvælast fyrir öllum. Að end- ingu eru Morten og Rúna sammála um að göngustígar séu fyrir alla, menn, hunda, börn og hjólreiðafólk; allir eigi bara að sýna tillitssemi. Ég er alveg á önd- verðum meiði við þetta ágæta fólk – nema hvað varðar tillits - semina. Það er viss tegund hjól- reiðamanna sem skapar hættu á göngustígum fyrir alla gangandi vegfarendur, tvífætta og ferfætta. Reykjavíkurborg og nágranna- byggðir hafa gert kraftaverk í lagningu göngu- og hjólreiðastíga um allar trissur; út á Seltjarnar- nes, fyrir neðan Ægissíðu, inn með Skerjafirði og Fossvogi og þaðan út í Fossvogsdal og Elliðaár- dal, tvær leiðir upp í Mosfellssveit og loks í Heiðmörk og til Hafnar- fjarðar. Á öllum þessum leiðum er skírt afmarkað hvor brautin er fyr- ir göngufólk (skilti með fullorðinn sem leiðir barn) og hjólreiðafólk með skilti sem sýnir reiðhjól. Við göngumenn (sumir með hunda) hættum okkur aldrei út á hjólabrautir en við höfum held- ur ekkert á móti því að á gang- brautum séu börn á reiðhjólum, enda væri þeim bráð hætta búinn á hjólreiðastígum. Ekki ömumst við heldur við hægfara hjólreiða- mönnum, til að mynda á göngu- stígnum sem liggur nær sjónum við Ægisíðu og Skerjafjörð. En á þessum slóðum skapast einmitt mest hætta af hraðaglöðum hjól- reiðamönnum sem taka göngu- stíginn fram yfir hjólreiðastíginn sem liggur fjær sjónum. Varla er það út af útsýninu því að allt snýst um hraðann. Best væri að hver héldi sig á sinni braut og það gerir líka flest hjólafólk. Á stöku stað er ekki ger- legt að hafa afmarkaðar brautir, til að mynda við Tjörnina, þegar hærra dregur í Öskjuhlíð og sums staðar í Elliðaárdal og Heiðmörk. Ég hef sem betur fer ekki oft orðið var við annað á þessum stöð- um en að hjólreiðafólk sýni fyllstu tillitssemi – með örfáum undan- tekningum. Bjallan bjargar oft. Ellert Sigurbjörnsson tíkarfóstri 16BLSBÆKLINGUR STÚTFULLUR AF ÖLLUM HEITUSTU TÖLVU-GRÆJUNUM Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is 60W RMSKÜRBISBTMögnuð hljómgæði í þessu ótrúlega 2.0 Bluetooth hljóðkerfi með ofur öflugum 5.25’’ Aramid Fiber bassakeilum og hárnákvæmum silki tweeter. 24.900 NÝKYNSLÓÐ ENN ÖFLUGRI! VERÐ ÁÐUR29.900 AFMÆLISTILBOÐ 40 viðhorf Helgin 25.-27. september 2015 Til sölu Brekkutún 13, 200 Kópavogi Vel staðsett 288 m2 einbýlishús með góðri 90 m2 aukaíbúð og bílskúr neðst Kópavogsmegin í Fossvogsdalnum. Staðsetningin er einstök í hjarta hö- fuðborgarsvæðisins með göngustíga í allar áttir. Ekki þarf að fara yfir götu til að komast í skóla. Gott fjölskylduhús með heitum potti á rúmgóðum sólrí- kum suðurpalli. Góðar leigutekjur er hægt að hafa af aukaíbúðinni og henni fylgir sérinngangur og sérbílastæði. Allar upplysingar í s. 8443349 og netfanginu dorafjol@gmail.com Verð: 78,9 m Glæsilegt einbýli til sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.