Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Side 40

Fréttatíminn - 25.09.2015, Side 40
Nokkrar athugasemdir Slysahætta fyrir hjólreiðafólk Það er viss tegund hjólreiðamanna sem skapar hættu á göngustígum fyrir alla gangandi vegfar- endur, tvífætta og ferfætta. 7 . ágúst birtist grein í Frétta-tímanum með fyrirsögninni hér að ofan. Ég hef því mið- ur ekki haft tóm til að gera nokkrar at- hugasemdir við hana til birtingar í blaðinu fyrr en núna. Í greininni er rætt við Morten Lange, varamann í stjórn Landssambands hjól- reiðamanna. Mor- ten telur að hætta geti skapast á göngustígum milli hjólafólks og hunda og þá væntanlega gangandi vegfarenda með hunda. Hann tel- ur að mesta hættan stafi af hund- um sem ganga við taum sem má lengja og stytta. Einnig er rætt við Rúnu Helga- dóttur, starfsmann Hundarækt- arfélags Íslands. Hún segir að þjálfarar kenni eigendum að láta hundinn jafnan ganga sér við vinstri hlið eins og á hundasýn- ingum. Samt draga bæði í efa að þetta sé heppilegt á göngustígum því að þar er hægri umferð eins og alls staðar annars staðar og hund- greyið dæmist þá til að ganga á miðri gang- brautinni og þvælast fyrir öllum. Að end- ingu eru Morten og Rúna sammála um að göngustígar séu fyrir alla, menn, hunda, börn og hjólreiðafólk; allir eigi bara að sýna tillitssemi. Ég er alveg á önd- verðum meiði við þetta ágæta fólk – nema hvað varðar tillits - semina. Það er viss tegund hjól- reiðamanna sem skapar hættu á göngustígum fyrir alla gangandi vegfarendur, tvífætta og ferfætta. Reykjavíkurborg og nágranna- byggðir hafa gert kraftaverk í lagningu göngu- og hjólreiðastíga um allar trissur; út á Seltjarnar- nes, fyrir neðan Ægissíðu, inn með Skerjafirði og Fossvogi og þaðan út í Fossvogsdal og Elliðaár- dal, tvær leiðir upp í Mosfellssveit og loks í Heiðmörk og til Hafnar- fjarðar. Á öllum þessum leiðum er skírt afmarkað hvor brautin er fyr- ir göngufólk (skilti með fullorðinn sem leiðir barn) og hjólreiðafólk með skilti sem sýnir reiðhjól. Við göngumenn (sumir með hunda) hættum okkur aldrei út á hjólabrautir en við höfum held- ur ekkert á móti því að á gang- brautum séu börn á reiðhjólum, enda væri þeim bráð hætta búinn á hjólreiðastígum. Ekki ömumst við heldur við hægfara hjólreiða- mönnum, til að mynda á göngu- stígnum sem liggur nær sjónum við Ægisíðu og Skerjafjörð. En á þessum slóðum skapast einmitt mest hætta af hraðaglöðum hjól- reiðamönnum sem taka göngu- stíginn fram yfir hjólreiðastíginn sem liggur fjær sjónum. Varla er það út af útsýninu því að allt snýst um hraðann. Best væri að hver héldi sig á sinni braut og það gerir líka flest hjólafólk. Á stöku stað er ekki ger- legt að hafa afmarkaðar brautir, til að mynda við Tjörnina, þegar hærra dregur í Öskjuhlíð og sums staðar í Elliðaárdal og Heiðmörk. Ég hef sem betur fer ekki oft orðið var við annað á þessum stöð- um en að hjólreiðafólk sýni fyllstu tillitssemi – með örfáum undan- tekningum. Bjallan bjargar oft. Ellert Sigurbjörnsson tíkarfóstri 16BLSBÆKLINGUR STÚTFULLUR AF ÖLLUM HEITUSTU TÖLVU-GRÆJUNUM Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is 60W RMSKÜRBISBTMögnuð hljómgæði í þessu ótrúlega 2.0 Bluetooth hljóðkerfi með ofur öflugum 5.25’’ Aramid Fiber bassakeilum og hárnákvæmum silki tweeter. 24.900 NÝKYNSLÓÐ ENN ÖFLUGRI! VERÐ ÁÐUR29.900 AFMÆLISTILBOÐ 40 viðhorf Helgin 25.-27. september 2015 Til sölu Brekkutún 13, 200 Kópavogi Vel staðsett 288 m2 einbýlishús með góðri 90 m2 aukaíbúð og bílskúr neðst Kópavogsmegin í Fossvogsdalnum. Staðsetningin er einstök í hjarta hö- fuðborgarsvæðisins með göngustíga í allar áttir. Ekki þarf að fara yfir götu til að komast í skóla. Gott fjölskylduhús með heitum potti á rúmgóðum sólrí- kum suðurpalli. Góðar leigutekjur er hægt að hafa af aukaíbúðinni og henni fylgir sérinngangur og sérbílastæði. Allar upplysingar í s. 8443349 og netfanginu dorafjol@gmail.com Verð: 78,9 m Glæsilegt einbýli til sölu

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.