Skinfaxi - 01.08.2013, Qupperneq 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Um 1.300 keppendur víðs vegar að af landinu tóku þátt í Unglingalandsmót-
inu á Höfn í sumar. Aðstæður voru frábær-
ar en gríðarleg uppbygging íþróttamann-
virkja hefur verið á Höfn á síðustu árum.
Áætlað er að um 8.000 gestir hafi sótt mót-
ið. Gleðin og ánægjan skein úr hverju
andliti, nokkur unglingalandsmótsmet
voru sett og margir bættu persónulegan
árangur sinn. Þátttakendur voru á aldrin-
um 11–18 ára og margir að keppa á sínu
fyrsta stórmóti en í þessum hópi leynast
örugglega einstaklingar sem eiga eftir að
láta að sér kveða í framtíðinni.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sagðist vera afar sátt með mótið
og framkvæmdaaðilar, sjálfboðaliðar og
íbúar Hornafjarðar ættu hrós fyrir skilið
fyrir frábæra vinnu og vel skipulagt mót.
„Þátttakan í mótinu var mjög góð og
gaman að sjá hvað allir nutu þess að vera á
Hornafirði á mótinu um helgina. Það ríkti
frábær andi, samheldnin var einstök og
allir skemmtu sér vel. Ég er farin að hlakka
til næsta móts sem verður á Sauðárkróki
að ári,“ sagði Helga Guðrún.
Fyrirmyndarbikarinn
Á mótsslitum var tilkynnt hverjir hefðu hreppt Fyrirmyndarbikarinn. Bikarinn
féll að þessu sinni í skaut Ungmenna- og
íþróttasambands Austurlands, UÍA. Gunnar
Gunnarsson, formaður UÍA, veitti bikarn-
um viðtöku. Fyrirmyndarbikarinn var gef-
inn af Íþróttanefnd ríkisins og er viðurkenn-
ing til þess sambandsaðila UMFÍ sem sýnt
hefur eftirfarandi atriði:
• Góða umgengni á keppnisstöðum,
tjaldsvæði og á almennum svæðum
mótsdagana.
• Háttvísi og prúða framgöngu, m.a. í keppni
og við inngöngu á setningu mótsins.
Alla mótsdagana var nefnd að störfum
sem fylgist með keppendum og öðrum
gestum sambandsaðila UMFÍ og mat
frammistöðu þeirra út frá ofangreindum
þáttum. Formaður UMFÍ, formaður ungl-
ingalandsmótsnefndar og formaður þess
sambandsaðila UMFÍ sem heldur mótið
hverju sinni ákveða valið á fyrirmyndarliði
Unglingalandsmótsins.
Sigurðarbikarinn
Á mótsslitum var Sigurðarbikarinn einnig afhentur. Það var Matthildur
Ásmundardóttir, formaður USÚ, og Valde-
mar Einarsson, framkvæmdastjóri Sindra,
sem veittu bikarnum viðtöku. Bikarinn
er veittur til minningar um Sigurð Geirdal,
fyrrverandi framkvæmdastjóra UMFÍ. Bik-
arinn afhendist að loknu Unglingalands-
móti UMFÍ ár hvert sem viðurkenning á
því mikla starfi sem felst í undirbúningi
unglingalandsmóta. Gefendur bikarsins
eru Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi
formaður UMFÍ, og Jónas Ingimundarson,
fyrsti formaður Ungmennafélagsins Þórs í
Þorlákshöfn. Bikarinn var afhentur í fyrsta
sinn HSK vegna Unglingalandsmóts UMFÍ
í Þorlákshöfn 2008. UMSS fékk bikarinn
afhentan 2009, UMSB 2010, UÍA 2011 og
HSK 2012.
16. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði:
Sérlega vel heppnað mót
UÍA hlaut Fyrir-
myndarbikarinn á
Unglingalands-
mótinu á Höfn.