Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.2013, Qupperneq 9

Skinfaxi - 01.08.2013, Qupperneq 9
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 9 Á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði var afhjúpaður þakkar- skjöldur við Sindravöll, íþróttasvæði bæjar- ins. Það voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem afhjúpuðu þakkarskjöldinn í samein- ingu. Helga Guðrún Guðjónsdóttir sagði af þessu tilefni það heiður fyrir hönd hreyfingarinnar að fá að afhenda þennan skjöld til merkis um góða framkvæmd við mótið sem heppnaðist í alla staði frábær- lega vel. Fyrir var þakkarskjöldur frá árinu 2007 þegar Unglingalandsmót var haldið í fyrsta sinn á Hornafirði. G óð aðstaða til íþróttaiðkunar og öflugur hópur sjálfboðaliða voru lykillinn að vel heppnuðu Ungl- ingalandsmóti sem haldið var á Höfn 2.–4. ágúst í sumar. Hornafjörður hefur nú endanlega stimplað sig inn sem einn af ákjósanlegustu stöðum á landinu fyrir Unglingalandsmót UMFÍ. Undirbúningur hafði staðið yfir í næst- um ár á vegum landsmótsnefndar en á síðustu vikunum stækkaði hópurinn þegar kom að uppsetningu keppnis- og tjald- svæða. Keppni hófst snemma á föstudag og lauk ekki fyrr en síðdegis á sunnudag. Sérgreinastjórar unnu frá morgni til kvölds á landsmótshelginni til að allt gengi snurðulaust fyrir sig. Keppt var í frjálsum íþróttum, fimleikum, skák, starfsgreinum, körfuknattleik, strandblaki, fótbolta og mótocrossi. Framlag tuga sjálfboðaliða á keppnissvæðinu alla helgina var ómetan- legt. Á mánudagsmorgun lögðust fjöl- margar vinnufúsar hendur á eitt og gengu frá eftir mótið. Af umsögnum gesta að dæma þótti það mikill kostur að keppni fór fram á sama svæði og þannig hafi ekki þurft að fara um langan veg ef unglingarnir voru að keppa í mörgum greinum. Unglingalands- mótin eru fyrst og fremst fjölskylduhátíð. Á kvöldvökum stigu á stokk Páll Óskar, Jón Jónsson, Parket, Stuðlabandið og fleiri. Auk þess var í boði ýmis afþreying fyrir unga og aldna alla dagana. Á miðsvæðinu voru afhjúpaðir þakkar- skildir um Unglingalandsmótin 2007 og 2013. Mótin hafa hreyft við íþróttamálum í héraðinu og verið hvatning til frekari upp- byggingar og iðkunar. Íþrótta- og tóm- stundastarf er mikilvægur hlekkur í dag- legu lífi þeirra sem byggja staðinn. Það er því engin ástæða til annars en að halda áfram á sömu braut, stefna að því fljótlega að halda Landsmót aftur og vinna að því að bæta aðstöðuna enn frekar. Öllum þeim sem komu að framkvæmd mótsins eru færðar sérstakar þakkir. Íbúar geta verið stoltir af framkvæmd Unglinga- landsmóts UMFÍ árið 2013. Matthildur Ásmundardóttir, formaður USÚ. Íbúar geta verið stoltir af framkvæmdinni Matthildur Ásmundardóttir, formaður USÚ. Frá vinstri eru: Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmda- stjóri Unglingalandsmóta UMFÍ, Gunnar Ingi Valgeirs- son, unglingalandsmótsnefnd, Valdemar Einarsson, unglingalandsmótsnefnd, Matthildur Ásmundar- dóttir, formaður unglingalandsmótsnefndar, Ásgrímur Ingólfsson, unglingalandsmótsnefnd, og Ástrós Signýjardóttir, verkefnastjóri. Fyrir aftan standa Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þakkarskjöldur afhjúpaður á Höfn

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.