Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2013, Síða 16

Skinfaxi - 01.08.2013, Síða 16
16 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands „Ég var mjög ánægður með mótshaldið í heild sinni. Allt sem við skipulögðum og við réðum yfir tókst vel, þar bar engan skugga á. Við veðrið ráðum við ekki, en réðum við það eins vel og hægt var. Svona mót höldum við ekki nema sjálfboðaliðar komi þar við sögu og þáttur þeirra var ómetanlegur. Það komu á sjöunda hundr- að sjálfboðaliðar að mótinu sem voru lík- lega að skila um sjö þúsund vinnustund- um við mótshaldið. Starf sjálfboðaliðanna var frábært, í einu orði sagt,“ sagði Þórir Haraldsson, formaður landsmótsnefndar á Selfossi, eftir mótið. Héraðssambandið Skarphéðinn, HSK, sigraði með yfirburðum í heildarstiga- keppni 27. Landsmóts UMFÍ sem haldið var á Selfossi 4.–7. júlí sl. HSK fékk 3.896 stig og endurheimti bikarinn sem liðið vann síðast á Landsmótinu á Egilsstöðum 2001. Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK, varð í öðru sæti með 1.844 stig og Íþrótta- bandalag Reykjavíkur, ÍBR, hafnaði í þriðja sæti með 1.152,5 stig. Mótshaldari var HSK en sama nefnd stóð vaktina og sá um Unglingalandsmót- ið á Selfossi árið áður. Það má því með sanni segja að vant fólk hafi verið í brúnni. Undirbúningur gekk vel og samkvæmt áætlunum nefndarinnar. Keppnisgreinar á mótinu voru alls 25 talsins. Góður hópur sérgreinastjóra hélt utan um keppnina og gerði sitt besta til að láta alla hluti ganga upp. Keppnin gekk einnig vel þrátt fyrir 27. Landsmót UMFÍ á Selfossi: erfiðar aðstæður á nokkrum mótsstöðum sökum veðurs. Skráðir þátttakendur voru 845 en auk þess voru skráð 32 keppnislið þannig að heildarfjöldi keppenda var 1.070. HSK sigraði með yfirburðum í heildarstigakeppninni Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ásta Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. Þórir sagði að þegar upp væri staðið væri hann mjög sáttur. „Framkvæmd móts- ins var til sóma en við þurftum að bregð- ast við ýmsu, má í því sambandi nefna veðrið og það gerðum við bara vel. Ég heyrði ekki annað en að keppendur og fararstjórar hefðu verið ánægðir. Ánægja og gleði skein úr hverju andliti. Það var talað um tár sólarinnar hér fyrri hluta mótsins og við fengumst við það með sóma. Lukum mótinu í sól og ágætu veðri þannig við vorum sátt. Við vonum að keppendur og gestir hafi snúið heim ánægðir og glaðir,“ sagði Þórir. Mótssetningin var flutt í Vallaskóla vegna veðurs en aðrir liðir voru samkvæmt áætlun. Á mótsslitunum fluttu Þórir Haraldsson, formaður landsmótsnefndar, Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitar- félagsins Árborgar, ávörp og þökkuðu keppendum og starfsfólki fyrir gott mót. Þá var einnig afhjúpaður þakkarskjöld- ur við íþróttavöllinn á Selfossi. Það voru Helga Guðrún og Ásta sem afhjúpuðu skjöldinn í sameiningu. Helga Guðrún sagði af þessu tilefni það heiður fyrir hönd hreyfingarinnar að fá að afhenda þennan skjöld til merkis um góða framkvæmd í mótinu. Þá voru afhent verðlaun fyrir heildar- stigakeppni í starfsíþróttum og íþróttum fatlaðra og féllu þau bæði HSK í skaut. Þórir Haraldsson, formaður landsmótsnefndar á Selfossi: Starf sjálfboðaliðanna var frábært Þórir Haraldsson, formaður landsmótsnefndar á Selfossi.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.