Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2013, Page 36

Skinfaxi - 01.08.2013, Page 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Mikil sigurgleði ríkti í Grafarvogi eftir að Ungmennafélagið Fjölnir tryggði sér sæti í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á næsta tímabili. Fjölnir mætti Leikni í Breiðholtinu í lokaumferðinni og vann glæstan sigur, 1:3. Leiknir náði forystunni í fyrri hálfleik og ekki blés byrlega fyrir Fjölnismönnum þegar Þórir Guðjónsson fékk að líta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik. Fjölnis- menn létu ekki slá sig út af laginu og efld- ust til muna. Sóknir þeirra urðu æ þyngri og liðið skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. Þetta er einn stærsti sigur Fjölnis- manna í sögunni og liðið leikur á næsta ári á meðal þeirra bestu. Að leik loknum afhenti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Fjölni bikarinn fyrir sigurinn í deildinni en KNATTSPYRNA Fjölnir í efstu deild í knattspyrnu Víkingur úr Reykjavík fylgir Fjölni upp í Pepsi-deildina. „Það er ótrúlegur karakter í þessu liði og stuðningurinn, sem liðið fékk í þessum leik, var ómetanlegur. Það má segja að allur Grafarvogurinn hafi vaknað undir lokin en þá sýndum við styrk okkar og kláruðum leikinn með ótrúlegum hætti. Við ákváð- um að fara í þennan leik með þolinmæð- ina að vopni og héldum henni út í gegn. Leiknismenn vildu sigur á heimavelli en við vorum bara beittari og höfðum meira að vinna og áttum frábæran lokakafla sem verður lengi í minnum hafður. Við fögn- um þessu í kvöld og það eru skemmtilegir tímar fram undan. Eftir uppskeruhátíðina eftir viku tökum við hlé og tökum síðan þráðinn upp að nýju í nóvember og hefj- um undirbúning fyrir næsta tímabil,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn. Aðspurður hvort hann væri með lið í hönd- unum sem ætti heima í efstu deild sagði Ágúst það alveg klárlega. Hann sagði að liðið hefði sýnt að það væri til alls líklegt. Grunnurinn væri sterkur og í hópnum væru frábærir ungir leikmenn sem hefðu mikinn metnað. „Grafarvogsbúar geta verið stoltir af sínu liði. Miðið við frammistöðu liðsins og stuðn- ingsmanna í dag þá lítur næsta ár ótrú- lega vel út. Ég er farinn að hlakka til strax,“ sagði Ágúst Gylfason sem verður áfram með liðið á næsta tímabili enda búinn að skila sínu og vel það. Ungmennafélagið Stjarnan úr Garðabæ varð Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna 2013. Yfirburðir Stjörn- unnar voru miklir í sumar og er liðið vel að þessum titli komið. Þetta er í annað sinn sem Stjarnan verður meistari í kvennaflokki, en síðast félagið vann Íslandsmeistaratitilinn fyrst 2011. Til að undirstrika yfirburði liðsins í sumar skoraði liðið 69 mörk í deildinni en fékk aðeins á sig 6 mörk. Liðið vann alla leikina átján og hlaut 54 stig. Næsta lið á eftir Stjörnunni var Valur með 39 stig. Stjarnan Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.