Skinfaxi - 01.08.2013, Qupperneq 43
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 43
Kirkjubæjarklaustur
– Verið hjartanlega velkomin
Eftirtaldir aðilar
styðja starfsemi
Ungmennafélags Íslands:
Húsavík
Jarðverk ehf., Birkimel, Þingeyjarsveit
Laugar
Framhaldsskólinn á Laugum,
Laugum Reykjadal
Þingeyjarsveit, Kjarna
Mývatn
Jarðböðin við Mývatn, Jarðbaðshólum
Vopnafjörður
Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23
Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15
Egilsstaðir
Bílamálun Egilsstöðum ehf.,
Fagradalsbraut 21–23
Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf.,
Miðvangi 2–4
Farfuglaheimilið Húsey,
Seyðisfjörður
Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44
Reyðarfjörður
Launafl ehf., Hrauni 3
Stjórnendafélag Austurlands,
Austurvegi 20
Neskaupstaður
Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf.,
Hafnarbraut 10
Höfn í Hornafirði
Skinney - Þinganes hf., Krossey
Selfoss
Fossvélar ehf., Hellismýri 7
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga,
Austurvegi 56
Flóahreppur, Þingborg
Gufuhlíð ehf., Gufuhlíð
Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps,
Galtastöðum
Hveragerði
Eldhestar ehf., Völlum
Hveragerðiskirkja
Þorlákshöfn
Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21
Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Egilsbraut 35
Járnkarlinn ehf., Unubakka 25
Laugarvatn
Menntaskólinn að Laugarvatni
Hella
Fannberg, viðskiptafræðingar ehf.,
Þrúðvangi 18
Hvolsvöllur
Bu.is ehf., Stórólfsvelli
Héraðsbókasafn Rangæinga,
Vallarbraut 16
Krappi ehf., Ormsvöllum 5
Jón Guðmundsson, Berjanesi,
Vestur-Landeyjum
Vík,
Mýrdælingur ehf., Suðurvíkurvegi 5
Kirkjubæjarklaustur
Ferðaþjónustan Efri-Vík ehf., Efri-Vík
Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum
Vestmannaeyjar
Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28
Íþróttamiðstöð, sundlaug, upplýsinga-
miðstöð og sýningar.
48. sambandsþing UMFÍ í Stykkishólmi á
dögunum var sögulegt þing. Í fyrsta sinn
um nokkurra ára skeið ríkti samstaða og
einhugur um þingstörfin og fráfarandi
stjórn var þakkað fyrir þann árangur sem
náðst hefur á nýliðnu kjörtímabili. Meira
var horft fram á veginn en oft undanfarin
ár og fortíðin ekki þrætuepli í fyrsta sinn
um langt skeið.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá
að starfa í stjórn félagsins þetta árangurs-
ríka en um margt erfiða kjörtímabil sem
gjaldkeri og um tíma sem meðlimur í fram-
kvæmdastjórn auk ýmissa annarra starfa
og verkefna fyrir félagið.
Ég er ekki í vafa um að störf þessarar
stjórnar að því að gera upp erfið mál síð-
asta áratugar, bæta rekstur og hefja niður-
greiðslu skulda eru grunnurinn að því
hvernig til tókst með þingið. Vel undir-
búin uppgjör og áætlanir fráfarandi stjórn-
ar og starfsmanna félagsins, ásamt öðrum
málum, lögðum fyrir þingið, gerðu þing-
störfin um leið árangursrík og skemmti-
leg.
Því fylgja tregablandnar tilfinningar að
yfirgefa stjórn félagsins eftir þessi tvö ár
en um leið gleði og traust yfir því vega-
nesti sem nýkjörin stjórn fær til þess að
leiða félagið áfram á þeirri braut sem því
hefur verið stýrt á. Braut skuldalækkana,
bætts reksturs, skýrrar stefnu og þannig
betri og meiri þjónustu út í grasrótina
sem hefur þörf, sem aldrei fyrr, fyrir stuðn-
ing og þjónustu félagsins og stjórnar þess.
Efnahagur félagsins og einkum skuld-
setning þess hefur verið mikið þrætuepli
bæði innan stjórnar og á þingum og sýn-
ist sitt hverjum þótt einhugur sé nú um
að skuldir þurfi að lækka verulega. Hinn
veraldlegi efnahagur er þó, þegar öllu er á
botninn hvolft, ekki sá sem mestu skiptir.
Félagslegur efnahagur er mikilvægari. Þar
er gríðarmikill félagsauður í hreyfingunni
eignamegin en skuldamegin er hins vegar
skuld félagsins við grasrótina, bætt og betri
samvinna og þjónusta. Það er verkefni
nýrrar forystu að hefja greiðslu á þessari
skuld.
Þingið hefur talað, verkefnin eru skýr og
umboðið skýrt til nýrrar stjórnar. Ég óska
endurkjörnum formanni og nýkjörinni
stjórn velfarnaðar á því kjörtímabili, sem
fram undan er og ber þá von í brjósti að
áframhaldandi góður árangur muni nást í
stjórnun félagsins, en með minni átökum
og blóðtökum en verið hafa í félaginu
undanfarin ár.
Jón Pálsson, fráfarandi gjaldkeri UMFÍ
UMFÍ – á réttum kúrs að
afstöðnu góðu sambandsþingi
Jón Pálsson, fráfar-
andi gjaldkeri UMFÍ.