Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2014, Page 15

Skinfaxi - 01.05.2014, Page 15
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 15 T ómstundir eru einn af þeim þáttum í umhverfinu sem hafa áhrif á hamingju okkar. Í tómstundastarfi er sífellt verið að læra nýja hluti, fólk upplifir margar jákvæðar tilfinningar og sjálfsmyndin styrkist. Þátttaka í tómstundastarfi hjálpar einstaklingum til að koma jafnvægi á lífið og hefur jákvæð áhrif á andlega og félagslega heilsu þeirra. Tómstundaiðkun stuðlar auk þess að myndun tengslanets og örvar félags- legan þroska. Iðkendur læra að taka tillit til annarra, kynnast innbyrðis, byggja upp vin- áttu og mynda traust sín á milli. Þegar skoðuð er ævi ,,meðalmanneskju“ kemur í ljós að hún eyðir 4,33 árum af ævi sinni í formlega menntun, 7,33 árum í vinnu, 24 árum í svefn og 27 árum í tómstundir. Þessi mikli tími sem fólk hefur fyrir tómstund- ir sýnir fram á hve mikilvægt það er að frítími þess sé skipulagður og að þörfin fyrir skipu- lagt tómstundastarf í umsjá fagaðila sé mikil. Það ætti ekki að skipta neinu máli hvar fólk býr eða á hvaða aldri það er því að tómstundir skipta jafnmiklu máli fyrir alla, unga sem aldna. Undanfarin ár hafa fjölmargar rannsóknir leitt í ljós mikilvægi skipulagðs æskulýðs-, félags- og tómstundastarfs meðal unglinga og barna. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að almenn hreyfing og íþróttaiðkun eykur líkur á góðri líðan, bæði líkamlegri og andlegri, og dregur úr líkum á áhættuhegðun. Þau börn og unglingar sem eru þátttakendur í skipu- lögðu starfi eru því líklegri en önnur ung- menni til að líða betur andlega og neyta hollrar fæðu. Einnig eru þau ólíklegri til að reykja og neyta áfengis og annarra vímuefna. Þá skiptir tómstundastarf miklu máli fyrir eldri borgara og hafa rannsóknir sýnt að þátttaka þeirra í tómstundastarfi eykur reisn þeirra og eflir sjálfstæði. Auk þess hefur tómstunda- starf mikil áhrif á eldri borgara vegna þess að margt breytist þegar þeir hætta að vinna og hafa meiri tíma fyrir sjálfa sig. Þátttaka í tóm- stundastarfi er góð leið fyrir eldri borgara til að taka áfram virkan þátt í samfélaginu sem það býr í og er virkni þess ekki aðeins mikil- væg fyrir þá sjálfa heldur einnig fyrir sam- félagið í heild sinni. Nýtum frítíma okkar á uppbyggilegan hátt Flestir gera sér grein fyrir því hvað felst í hugtakinu tómstundir og tengja þær við eitt- hvað ánægjulegt eða eitthvað sem veitir þeim vellíðan. Í nútímaþjóðfélaginu, þar sem hraðinn er mikill, virðist fólk ekki átta sig á þeim mikla tíma sem það hefur fyrir tóm- stundir. Þær eru mikilvægar fyrir alla einstakl- inga, óháð aldri þeirra og búsetu, og miklu máli skiptir að fólk finni sér á unga aldri tóm- stundaiðju sem hæfir áhugasviði þess. Sigríður Etna Marinósdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur Sigríður Etna Marinósdóttir Færni til framtíðar er handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi. Bókin á erindi við alla sem hafa áhuga á því að efla hreyfingu og hreyfifærni barna og nýta til þess náttúruna okkar. Bókin fæst í verslunum Eymundsson og hjá höfundi í síma 898-2279 eða á netfanginu sabinast@simnet.is

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.