Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2012, Side 4

Skinfaxi - 01.05.2012, Side 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Vorfundur Ungmennafélags Íslands var haldinn á Selfossi laugardaginn 5. maí sl. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, setti fundinn en yfir 40 fulltrúar ung- menna- og héraðssambanda sóttu fund- inn sem stóð allan daginn. Þórir Haraldsson, formaður unglinga- landsmótsnefndar sem undirbýr Unglinga- landsmótið á Selfossi í sumar, kynnti mótið og fór með fulltrúa í kynnisferð um svæð- ið þar sem mótið verður haldið. Aðstæður allar á Selfossi eru fyrsta flokks og glæsi- leg íþróttamannvirki hafa verið reist á síð- ustu árum. Þá flutti dr. Sigrún Gunnars- dóttir frá Þekkingarsetri áhugavert erindi undir yfirskriftinni „Þjónandi forysta”. Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, kynnti sam- starf HSV og Ísafjarðarbæjar. Eftir hádegið voru fyrirlestrar, fyrirspurnir og kynning á Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var í Mosfellsbæ nú í sumar. Að lokum var farið í stefnumótunarvinnu UMFÍ undir hand- leiðslu Sævars Kristinssonar. Vorfundur UMFÍ var haldinn á Selfossi Fulltrúar sambandsaðila UMFÍ fóru í kynningarferð um íþróttavallarsvæðið á Selfossi og skoðuðu aðstöðuna fyrir Unglingalandsmótið í sumar. Efri mynd til hægri: F.v.: Aðalbjörg Valdi- marsdóttir, formað- ur USAH, Sigurjón Leifsson, formaður UMSS, og Einar Har- aldsson, formaður Keflavíkur. Neðri mynd til hægri: F.v.: Guðný Helga- dóttir, formaður UÍF, Þorsteinn Marinós- son, framkvæmda- stjóri UMSE, og Óskar Þór Vilhjálmsson, formaður UMSE. Mynd til vinstri: Bjarni Már Svavars- son, formaður Grindavíkur, og Anna Bjarnadóttir, formaður Umf. Skipaskaga.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.