Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2012, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.05.2012, Qupperneq 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Þórir Haraldsson, formaður unglingalands- mótsnefndar á Selfossi, segir allan undir- búning fyrir mótið hafa gengið vel. „Við njótum þess að öll aðstaða er í raun tilbúin. Öll keppnisaðstaða er klár en nú er verið að leggja síðustu hönd á fegrun, þökulagn- ingu og malbikun. Þá er nýlokið við að ganga frá mótokrossbrautinni í endan- legri stærð. Þegar á allt er litið hefur undir- búningur gengið að óskum og það er óskaplega mikill léttir þegar öll keppnis- aðstaða er tilbúin. Við höfum notið þess hve áhugi á mótinu innan félaganna er mikill og velvilji sveitarfélagsins, bæjar- stjórnarmanna, starfsmanna og almenn- ings hefur létt undir með okkur við allan undirbúning. Í raun hefur stór hópur fólks lagt okkur lið og fyrir það erum við afskap- lega þakklát,“ sagði Þórir Haraldsson, for- maður unglingalandsmótsnefndar, í spjalli við Skinfaxa fyrir mótið. Þórir sagði allan undirbúning hafa geng- ið samkvæmt áætlun. „Við verðum tilbúin að taka á móti keppendum og gestum á réttum tíma. Skráningarkerfið var opnað 1. júlí sl. og gengið frá samningum við styrktaraðila fyrir nokkru.“ Hann sagði allar keppnisreglur vera komnar á hreint og búið að senda þær út þannig að fólk viti alveg að hverju það gengur. Tjaldsvæðið lítur vel út. Það var slegið í júní en verður slegið aftur fyrir verslunarmannahelgina. Þórir sagði að eftir seinni slátt verði svæðið tilbúið til að taka á móti fjölda fólks. Tökum vel á móti fólki „Við fáum mjög góð viðbrögð alls staðar þar sem við komum og allir eru mjög áhuga- samir að koma á mótið. Við erum því bjart- sýn á góða þátttöku og tökum vel á móti fólki sem vill til okkar koma,“ sagði Þórir. Valkostur fyrir unglinga og fjölskyldur – Þú hefur verið á nokkrum Unglinga- landsmótum. Hvernig finnst þér hafa gengið? „Þessi mót hafa farið verulega fram úr því sem menn bjuggust við þegar fyrsta mótið var haldið á Dalvík 1992. Mótin gjör- breyttust þegar ákveðið var að halda þau árlega, um verslunarmannahelgina. Með því var farið að bjóða upp á annars konar afþreyingu og hátíðahöld fyrir fjölskyldu- fólk en tíðkast hafði áður. Þetta mót hefur sannað gildi sitt sem valkostur fyrir ungl- inga og fjölskyldur með það að markmiði að eiga góða og ánægjulega helgi saman. Allt hefur þetta því farið langt fram úr þeim væntingum sem gerðar voru í upphafi. Sé horft til íþróttanna er ljóst að mikið er lagt upp úr mótinu. Krakkarnir leggja áherslu á að koma, bæði til að keppa og sér til skemmtunar. Sama fólkið kemur ár eftir ár. Það hefur kynnst þessu vel og veit hve frábært það er að koma á þessi mót í af- slappandi og góðu umhverfi,“ sagði Þórir Haraldsson. Þórir sagði það einstakan valkost að fara á Unglingalandsmót. Fólk stæði frammi fyrir því að þurfa að ákveða sig og velja úr öllu því sem í boði væri þessa viðburða- ríku helgi en Unglingalandsmótin væru búin að sanna gildi sitt og komin til að vera. Frábærar aðstæður „Ég hlakka mikið til mótsins. Við, sem sjáum um framkvæmd og undirbúning, erum mjög ánægð með þær undirtektir sem við höfum fengið. Það verður gaman að taka á móti fólki og bjóða upp á þær frábæru aðstæður sem hér eru. Það eru úrvalsaðstæður hvert sem litið er og mað- ur getur varla séð að þar vanti neitt upp á af neinu tagi, hvort sem um er að ræða keppnisaðstöðu eða tjaldsvæði. Við erum því vel í stakk búin til að bjóða fólki upp á góða og ánægjulega daga á Selfossi í kringum Unglingalandsmótið. Þótt aðal- áherslan sé á þátttöku í mótinu og þá atburði sem varða það hefur einnig verið lögð ríkuleg áhersla á vandaða skemmti- dagskrá fyrir keppendur og alla fjölskyld- una. Við getum ekki annað en verið bjart- sýn og sjáum fram á skemmtilega helgi. Við væntum þess að fólk komi til okkar með bros á vör og fari heim skælbrosandi eftir skemmtilega og ógleymanlega helgi á Unglingalandsmótinu á Selfossi,“ sagði Þórir Haraldsson. 15. Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi: Þórir Haralds- son, formaður framkvæmda- nefndar lands- móta á Selfossi. VIÐ GETUM EKKI ANNAÐ EN VERIÐ BJARTSÝN OG SJÁUM FRAM Á SKEMMTILEGA HELGI Þórir Haraldsson, formaður unglingalandsmótsnefndar á Selfossi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.