Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2012, Side 12

Skinfaxi - 01.05.2012, Side 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands „Mér líst mjög vel á mótið sem fram undan er. Það leggst allt á eitt, undirbúningurinn hefur gengið vel og allar aðstæður hér á Selfossi eru til fyrirmyndar. Það er mikil áskorun að fá að halda þetta mót og við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að mótið gangi sem best og kepp- endur og gestir njóti þess að vera hjá okk- ur meðan á mótinu stendur. Það hefur enn- fremur verið ánægjulegt hvað allir hafa verið tilbúnir að bjóða fram krafta sína. Það er mikil stemning í öllum og tilhlökk- un,“ sagði Guðríður Aadnegard, formaður Héraðssambandsins Skarphéðins, HSK, í samtali við Skinfaxa þegar hún var innt eftir hvernig undirbúningur gengi í aðdrag- anda 15. Unglingalandsmóts UMFÍ. Guðríður sagði að það hefði létt undir í öllum undirbúningi hve aðstæður væru góðar á Selfossi. Sveitarfélagið einstaklega jákvætt í okkar garð „Það er óhætt að segja að aðstæður allar, sem í boði eru á Selfossi, skipta sköpum hvað undirbúning og framkvæmd áhrærir. Sveitarfélagið Árborg kemur líka með mikl- um myndarbrag að undirbúningi mótsins. Árborg gekk í það strax að laga tjaldsvæð- ið sem lítur nú orðið glæsilega út. Engin vandamál hafa komið upp, allir eru samtaka um að gera þetta vel og ganga hreint til verks. Sveitarfélagið hefur verið einstak- lega jákvætt í okkar garð,“ sagði Guðríður. Unglingalandsmótin frábær hugmynd Guðríður sagði það flestum ljóst að Unglingalandsmótin hefðu slegið í gegn og skapað sér sess. Það hefði verið frábær hugmynd að koma þessum mótum af stað á sínum tíma og þau hefðu svo sannarlega sannað gildi sitt. „Ég var sjálf ekki hrifin af því í upphafi að halda Unglingalandsmótið um verslunar- mannahelgina. En þetta gefur fólki fleiri tækifæri og meira val og mótin hafa mikið forvarnagildi. Að halda þessi mót um versl- unarmannahelgina reyndist hárrétt ákvörðun og keppendur kynnast jafnöldr- um sínum alls staðar að af landinu. Það skapar mikil vinatengsl sem endast mörg um aldur og ævi. Unglingalandsmótin hafa jákvætt gildi hvernig sem á er litið. Mér finnst UMFÍ eiga skilið rós í hnappagatið fyrir að hafa komið þessum mótum á,“ sagði Guðríður. Guðríður sagði það ennfremur hafa skipt miklu máli í öllum undirbúningi fyrir mót- ið hvað heimamenn og sveitarstjórn hefðu tekið jákvætt í hvaðeina sem upp var borið. „Það er alveg sama við hvern maður talar og leitar eftir aðstoð, alls staðar er okkur tekið með opnum örmum,“ eins og Guðríður orðaði það. Margir koma ár eftir ár „Við búumst við miklum fjölda kepp- enda og gesta á mótið og það er bara von- andi að veðrið eigi eftir að leika við okkur. Margir koma ár eftir ár og hafa tekið þátt í mótunum frá 11 ára aldri. Unglingalands- mótin eru frábær vettvangur fyrir fjölskyld- una til að vera saman í heilbrigðu um- hverfi. Ég hef farið á Unglingalandsmót og ég held að ég geti sagt að það sé ein- stök upplifun. Það er mikið lagt í þau. Afþreying, sem þar er í boði, er fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þetta eru mót sem hafa slegið í gegn,“ sagði Guðríður. Verða ógleymanlegir dagar Hún sagðist vera full tilhlökkunar og bíður spennt eftir að taka móti keppend- um og gestum. „Ég er þess fullviss að við eigum eftir að eiga góða og ógleymanlega daga saman á Unglingalandsmótinu á Selfossi. Ungl- ingalandsmótsnefndin vinnur geysilega öflugt og mikið starf. Allir leggjast á árar- nar til að gera þetta eins vel úr garði og við framast getum,“ sagði Guðríður Aadne- gard í spjalli við Skinfaxa. Guðríður Aadne- gard, formaður HSK. ÞÁTTTAKA Á UNGLINGALANDSMÓTI ER EINSTÖK UPPLIFUN 15. Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi: Guðríður Aadnegard, formaður Héraðssambandsins Skarphéðins Að sögn Ómars Braga Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi, gengur undirbúningur vel og fólk hlakkar til mótsins. Vinna við það hef- ur staðið lengi og allir þættir eru í góðum farvegi eins og Ómar Bragi komst að orði. „HSK á sér stórt bakland og héraðssam- bandið er ekki óvant því að koma að und- irbúningi móta og vinnur hlutina vel. Maður finnur alls staðar fyrir góðu við- móti og allir eru tilbúnir að bretta upp ermar. Aðkoma sveitarfélagsins er glæsi- leg og maður finnur krafti af þess hálfu. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmótsins á Selfossi: Maður finnur alls staðar fyrir góðu viðmóti Aðstaðan á Selfossi er frábær í öllum greinum sem keppt verður í á mótinu. Það kæmi okkur ekki óvart að keppendur yrðu í kringum tvö þúsund. Við finnum alls staðar fyrir miklum áhuga og erum undirbúin fyrir mikinn fjölda keppenda. Við erum viss um að mótið verður glæsi- legt í alla staði. Fólk er tilbúið að koma og leggja okkur lið í undirbúningnum. Þetta á eftir að verða gott mót í alla staði,“ sagði Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmda- stjóri Unglingalandsmótsins á Selfossi, í samtali við Skinfaxa. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.