Skinfaxi - 01.05.2012, Qupperneq 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Ungmennaráð UMFÍ og stjórn hélt skemmti-
helgi á Varmalandi í Borgarfirði 16.–18.
mars sl. Skemmtihelgar Ungmennaráðs
eru fyrir ungt fólk á aldrinum 16–30 ára
sem langar til að skemmta sér saman án
vímuefna. Helgin heppnaðist einstaklega
UNGT FÓLK:
Skemmtihelgi hjá Ungmennaráði
UMFÍ í Borgarnesi
vel. Farið var í alls konar leiki, spilað, farið
í sund, eldað og borðað saman. Alls voru
þátttakendur 19 talsins og náði hópurinn
rosalega vel saman.
Mörg áhugaverð verkefni hafa verið og
eru í gangi hjá ungmennaráðinu. Má þar
nefna ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði
en ráðið kom að undirbúningi hennar.
Stefnan er svo að fara inn í grunnskólana
og kynna ungmennaráðið. Síðan á að
kynna forvarnastarf svo að verkefnin eru
næg.
Þátttakendur á
skemmtihelgi
á Varmalandi í
Borgarfirði.
Ellefu umsóknir bárust til stjórnar Ung-
mennafélags Íslands um að halda Lands-
mót UMFÍ 50+ 2013 og 2014 en umsókn-
arfrestur rann út 31. maí sl.
Þau héraðssambönd sem sóttu um að
halda mótið 2013 voru Ungmenna- og
íþróttasamband Austurlands, Ungmenna-
samband Eyjafjarðar, Ungmennasamband
Borgarfjarðar og Ungmennasamband
Vestur-Skaftafellssýslu. Um mótið 2014 sóttu
Héraðssambandið Skarphéðinn, Héraðssam-
band Strandamanna, Ungmenna- og íþrótta-
samband Austurlands, Ungmennasamband
Eyjafjarðar, Ungmennasamband Borgar-
fjarðar, Héraðssamband Þingeyinga og Ung-
mennasamband Vestur-Skaftafellssýslu.
Umsækjendum var gefinn kostur á að
fylgja umsóknum sínum eftir við stjórn Ung-
mennafélags Íslands á fundi sem haldinn
var 20. júlí sl. Í framhaldinu var tekin
ákvörðun um hver tekur að sér fram-
kvæmd Landsmóta UMFÍ 50+ árin 2013
og 2014.
Ákvörðun stjórnar um keppnisstaði lá
ekki fyrir þegar þetta tölublað Skinfaxa fór í
prentun. Hægt er að fylgjast með málinu á
heimasíðu UMFÍ, www.umfi.is.
11 umsóknir bárust um að halda Landsmót UMFÍ 50+ 2013 og 2014