Skinfaxi - 01.05.2012, Side 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga,
USAH, varð 100 ára 30. mars sl. og var tíma-
mótanna minnst með hátíð í Íþróttamið-
stöðinni á Blönduósi. USAH á merka sögu
og hefur starfað að ýmsum framfaramál-
um. Nú eru íþróttirnar í aðalhlutverki, ekki
síst æfingar fyrir börn og unglinga.
Á hátíðinni voru á dagskrá mynda-
sýning úr starfi USAH í 100 ár, verðlauna-
afhending í myndasamkeppni og ljóða-
samkeppni, frjálsíþróttamót, golfkynning,
Skotfélagið Markviss var með sýningu á
munum og kynning fór fram á starfsemi
sunddeildar Hvatar og skíðadeildar Fram
og fleira. Þá voru Húnavökurit frá upphafi
til sýnis, fjöltefli var, júdókynning og
margt fleira skemmtilegt. Fjölmenni sótti
hátíðarhöldin og gladdist með sam-
bandinu á þessum merku tímamótum.
Á laugardeginum 31. mars var síðan
hátíðarkvöldverður en þangað var um
140 manns boðið. Þar voru fjölmargir ein-
staklingar heiðraðir og gjafir, gefnar sam-
bandinu, afhentar. Hjalti Jónsson tenór
og Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari
sáu um skemmtiatriði ásamt veislustjóra
kvöldsins, Magnúsi R. Sigurðssyni. Helga
USAH
100 ára
Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og
Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri
UMFÍ, voru gestir í afmælishófinu. Auð-
unn Steinn Sigurðsson og Guðrún Sigur-
jónsdóttir voru við þetta tækifæri sæmd
starfsmerki UMFÍ.
Öflugt starf
Starfsemi Ungmennasambands Austur-
Húnvetninga fer mest fram í aðildarfélög-
unum en þau koma fram saman undir
merkjum USAH á Landsmótum og Ungl-
ingalandsmótum.
USAH var stofnað 30. mars 1912.
Aðildarfélög USAH í dag eru:
Umf. Hvöt Blönduósi
Golfklúbbur Skagastrandar
Golfklúbburinn Ós
Hestamannafélagið Neisti
Skotfélagið Markviss
Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps
Umf. Fram Skagaströnd
Umf. Geislar
Umf. Vorboðinn
Helga Guðrún Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ, ásamt Auðuni
Steini Sigurðssyni og Guðrúnu
Sigurjónsdóttur sem voru
sæmd starfsmerki UMFÍ.
Svipmyndir frá hátíðinni sem haldin var í
tilefni af 100 ára afmæli USAH.