Skinfaxi - 01.05.2012, Síða 33
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 33
Ungmennasamband Borgarfjarðar fagn-
aði 100 ára afmæli 26. apríl sl. Haldin var
vegleg veisla og var margt gesta eða um
200 manns. Ásdís Helga Bjarnadóttir, fyrr-
verandi formaður UMSB, sá um veislustjórn
og flutti Þórir Jónsson, annar fyrrverandi
formaður, hátíðarræðu.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður
UMFÍ, flutti ræðu og afhenti Sigurði Guð-
mundssyni, formanni UMSB, afmælisgjöf
frá hreyfingunni. Komu margir góðir gest-
ir í pontu og fluttu sambandinu kveðju
sína en einnig voru sambandinu gefnar
margar fallegar gjafir; þ. á m. glæsileg
myndavél, skeiðklukkur, skákbikarar, blóm
og peningagjafir til tækjakaupa. Einnig
voru við þetta tækifæri veittar ýmsar viður-
kenningar. UMFÍ sæmdi þau Agnesi Guð-
mundsdóttur, Umf. Stafholtstungna, og
Eyjólf Hjálmsson, Umf. Íslendingi, starfs-
merki fyrir vel unnin störf í þágu ung-
mennafélagshreyfingarinnar. Þá veitti
UMSB Evu Karen Þórðardóttur sérstaka
viðurkenningu fyrir ómetanlegt starf í
þágu dansíþróttarinnar í Borgarfirði.
UMSB
100 ára
Sigurður Guðmundsson, sambandsstjóri UMSB,
tekur við skákbikurum sem Ófeigur Gestsson,
fyrrverandi sambandsstjóri, gaf sambandinu.
Sigurður Guðmundsson, sambandsstjóri UMSB,
tekur við afmælisskildi frá Helgu Guðrúnu Guð-
jónsdóttur, formanni UMFÍ.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ,
sæmdi Eyjólf Hjálmsson og Agnesi Guðmunds-
dóttur starfsmerki UMFÍ.
Mynd að neðan: Hljómsveitin Uppsveitin, sem er
skipuð ungu fólki úr uppsveitum Borgarfjarðar,
söng Maístjörnuna og tók salurinn undir.